Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2018, Side 58

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2018, Side 58
58 21. desember 2018TÍMAVÉLIN Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is „Eina nótt, árið 1713, dreymdi mig að ég hefði gert samning við djöfulinn um sál mína. n Kynngimagnað verk Giuseppe Tartini S nemma á átjándu öld samdi ítalska tónskáldið Giuseppe Tartini verk sem hann nefndi Djöfl- atrilluna. Verkið fékk nafn sitt af því að það var innblásið af kölska sjálfum. Margir segja að Tartini hafi samið við djöfulinn til þess að geta samið verkið. Djöflatrillan er enn talin með erfiðari verkum sem hægt er að spila á fiðlu og hafa spunn- ist margar sögur í kringum það. Sumir segja að djöfullinn sjálf- ur tali til fólks með illum til- gangi þegar það hlustar á verk- ið. Afburðafær fiðluleikari Giuseppe Tartini var fæddur í bænum Pirano árið 1692. Í dag heitir bærinn Piran og er innan landamæra Slóveníu en á tíma Tartini var hann hluti af Fen- eyjum. Tartini gat hins vegar rakið sínar ættir til Flórens. Foreldrar Tartini vildu að hann gerðist munkur og því var hann látinn læra tónlist. En sjálf- ur ákvað hann að nema lög og skylmingar. Tartini kvæntist konu að nafni Elisabetta Premazore sem var ein af hjákonum kardínálans Giorgio Cornato. Cornato reiddist Tartini og kærði hann fyrir mannrán. Tar- tini flúði því í klaustur í bænum Assisi og hóf að spila á fiðlu. Færni hans á hljóðfærið var eftirtektarverð og Tartini kom fram víða á Ítalíu og kynntist mörgum af helstu tónskáldum þess tíma. Einnig hóf hann að semja tónlist sjálfur. Árið 1715 varð hann sá fyrsti sem vitað er um til að eignast fiðlu smíðaða af snillingnum Antonio Stradi- vari. En þá fiðlu gaf hann nem- anda sínum. Árið 1726 opnaði hann eigin tónlistarskóla sem tók við nemendum frá allri Evrópu. Náði ekki að grípa drauminn til fulls Tartini samdi mörg verk og gaf út lærð rit um tónlist. Hans þekktasta er án efa Djöflatrillan frá árinu 1713, þegar Tartini var aðeins 21 árs gamall. Söguna um tilurð verksins sagði hann frönskum stjörnufræðingi, Jer- ome Lalande, þegar Tartini bjó einn í Ancona. Þessa sögu skrifaði Tartini aldrei um held- ur ritaði Lalande hana niður í bók sinni Ferð Frakka um Ítalíu 1765 og 1766. Þar reyfar hann orð Tartini: „Eina nótt, árið 1713, dreymdi mig að ég hefði gert samning við djöfulinn um sál mína. Allt fór eins og ég vildi, minn nýi þjónn uppfyllti allar mínar þrár. Meðal þess sem ég gerði var að láta hann hafa fið- lu mína til að sjá hvort hann gæti spilað. Mjög varð ég undr- andi að heyra undurfagra sónötu, leikna með svo mikilli listagáfu, að ég hefði aldrei get- að trúað því í mínum villtustu órum. Ég varð líkt og færður í galdraheim, náði ekki andan- um og vaknaði. Um leið greip ég fiðluna til þess að reyna að halda í einhvern hluta úr þess- um draumi. En fyrir gýg! Tón- listin sem ég samdi er vissulega sú besta sem ég hef nokkurn tíman gert, og ég kalla hana Djöflatrilluna, en munurinn er svo mikill að ég hefði eyðilagt hljóðfæri mitt og alfarið hætt að leika tónlist ef ég hefði getað lifað án þeirrar gleði sem hún veitir mér.“ Átti kölski þátt í verkinu? Tartini gaf Djöflatrilluna aldrei út. Hann lést nálægt áttræðu árið 1770 en verkið kom ekki út á prenti fyrr en tæpum þrjátíu árum síðar, árið 1798 eða 1799. Fræðimenn hafa reyndar efast um að verkið sé jafn gamalt og Lalande segir það vera. Stíllinn og þroski verksins bendi til þess að það hafi verið skrifað í kringum 1740. Þeir gleyma því hins vegar að ofurmann- legt vald átti þátt í því. Þá hef- ur því einnig verið haldið fram að djöfullinn í draumi Tar- tini sé í raun tónskáld að nafni Francesco Maria Veracini, sem Tartini leit mjög upp til. Aðrir hafa sagt að Tartini hafi skrif- að þetta um það leyti sem hann hitti Lalande og þá verið næst- um geðveikur af einveru. Djöflatrillan þykir enn með- al erfiðari verka sem hægt er að spila á fiðlu. Það tekur um fimmtán mínútur að spila verkið. Upphafið er angur- vært en þegar líður á það verð- ur það krefjandi, sérstaklega fyrir tvígripin og skrautið. Það er ásækjandi og dramatískt. Töluverða færni þarf til þess að komast klakklaust í gegn- um verkið sem er þó nokkuð vinsælt í uppsetningu. Hefur það meðal annars verið flutt margoft hér á Íslandi í gegnum tíðina. Sögurnar um Tartini og samband hans við djöfulinn ágerðust eftir því sem leið á 19. öldina. Þá gekk sú flökkusaga að Tartini sjálfur hefði verið með sex fingur til að geta spilað verkið. Á meðal þeirra sem ýttu undir þessar sögur var rúss- neskur dulspekingur að nafni Helena Blavatsky. Sumir segja að maður heyri aldrei sama lagið í hvert skipti sem Djöflatrillan er leikin. Að djöfullinn sjálfur tali til hlust- andans í gegnum verkið og til- gangur hans sé aldrei góður. n við gömlu höfnina Ei í ingja Kæst stórskata og tindabykkja með öllu tilheyrandi. Steingrímur í eftirrétt á aðeins 2.350 kr. Skatan er í boði 1. des milli 11.30 og 14.00, og 17.des.–23. des. alla daga, allan daginn. Siginn fiskur og selspik með tilheyrandi. Steingrímur í eftirrétt á aðeins 1.950 kr. Siginn fiskur er annan hvern þriðjudag frá 4. des.–23. des. í hádeginu milli 11.30–14.00. Sægreifinn við Geirsgötu Tekið er á móti pöntunum fyrir Þorláksmessu í 553-1500 við gömlu höfnina Eilíf hamingja Kæst stórskata og tindabykkja með öllu tilheyrandi. Steingrímur í eftirrétt á aðeins 2.350 kr. Skatan er í boði 1. des milli 11.30 og 14.00, og 17.des.–23. des. alla daga, allan daginn. Siginn fiskur og selspik með tilheyrandi. Steingrímur í eftirrétt á aðeins 1.950 kr. Siginn fiskur er annan hvern þriðjudag frá 4. des.–23. des. í hádeginu milli 11.30–14.00. Sægreifinn við Geirsgötu Tekið er á móti pöntunum fyrir Þorláksmessu í 553-1500 við gömlu höfnina Eilíf hamingja Kæst stórskata og tindabykkja með öllu tilheyrandi. Steingrímur í eftirrétt á aðeins 2.350 kr. Skatan er í boði 1. des milli 11.30 og 14.00, og 17.des.–23. des. alla daga, allan daginn. Siginn fiskur og selspik með tilheyrandi. Steingrímur í eftirrétt á aðeins 1.950 kr. Siginn fiskur er annan hvern þriðjudag frá 4. des.–23. des. í hádeginu milli 11.30–14.00. Sægreifinn við Geirsgötu Tekið er á móti pöntunum fyrir Þorláksmessu í 553-1500 vi gömlu höfnina Eilíf amingja Kæst stórskata og tindabykkja með öllu tilheyrandi. Steingrímur í ef irrétt á aðeins 2.350 kr. Skatan er í boði 1. des milli 11.30 og 14.00, og 17.des.–23. des. alla daga, allan daginn. Siginn fiskur og selspik með tilheyrandi. Steingrímur í eftirrétt á aðeins 1.950 kr. Siginn fiskur er annan hvern þriðjudag frá 4. des.–23. des. í hádeginu milli 11.30–14.00. Sægreifinn við Geirsgötu Tekið er á móti pöntunum fyrir Þorláksmessu í 553-1500 Kæst stórskata og tindabykkja með öllu tilheyrandi. Steingrímur í eftirrétt á aðeins 2.350 kr.  Skatan er í boði 1. des milli 11.30 og 14.00, og 17.des.–23. des. alla daga, allan daginn DJÖFLAROKK 18. ALDAR Tartini og Kölski Margt er á huldu varðandi drauminn sem Djöflatrillan birtist í.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.