Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2018, Side 68

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2018, Side 68
68 FÓLK xx. xxxxxx 201x Birgir Örn, eða Biggi lögga eins og hann er nefndur í daglegu tali, hefur fengist við ýmislegt í gegnum tíð- ina. Til dæmis var hann formaður stjórnmála- flokksins Samstöðu og áhrifavaldur á Facebook. Í sex mánuði árið 2017 starf- aði hann sem flugþjónn hjá Icelandair en sneri aftur til lögreglustarfanna eftir það. Marín Manda hefur verið nokkuð áberandi í gegnum tíðina. Hún hefur meðal annars starfað við blaðamennsku, hönnun og rekið eigin verslun. Hún var einnig nokkuð þekkt fyrir ástarsambönd sín við Fjölni Þorgeirsson og Arnar Gunnlaugsson. Marín Manda hefur starfað hjá WOW air og er auk þess vinsæl á samfélagsmiðlum. Landsmenn kannast best við Evu Laufeyju sem sjónvarpskokk á Stöð 2. Þar hefur hún slegið í gegn í þáttunum Ísskápastríð. Hún er einnig einn þekktasti matarbloggari landsins. Eva varð flugfreyja hjá Icelandair árið 2011 og starfaði þar á sumrin samhliða námi í viðskiptafræði. Hin ástsæla gaman- leikkona María Heba Þorkelsdóttir sló í gegn í kvikmyndinni Okkar eigin Osló árið 2012 og hlaut Edduverðlaun fyrir. Hún hefur einnig getið sér gott orð fyrir leik í þáttaröð- um á borð við Fanga, Pressu og Hamar- inn. Í vor útskrifaðist María sem flugfreyja hjá Icelandair. Stórleikarinn Gunnar Eyjólfsson lést fyrir rúmum tveimur árum. Hann var margverðlaunaður, bæði á fjölum leikhússins og fyrir kvikmyndaleik. Þekktastur var hann fyrir kvikmyndina 79 af stöðinni frá árinu 1962. Á sjötta áratugnum var Gunnar búsettur í Bandaríkjunum og starfaði þá meðal annars sem flug- þjónn hjá Pan American á gullaldarárum þess. Heiðar er snyrtifræðingur að mennt og hefur viðurnefnið snyrtir því fest við hann. Heiðar hefur verið viðloðandi tískubransann og dag- skrárgerð í áratugi. Hefur hann til dæmis leiðbeint fólki varðandi framkomu, hreinlæti og útlit. Heiðar starfaði sem flugþjónn í áratug en gerðist síðar fararstjóri. Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Birgir Örn Guðjónsson Gunnar Eyjólfsson Marín Manda Magnúsdóttir María Heba Þorkelsdóttir Heiðar Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.