Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2018, Side 70

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2018, Side 70
70 MATUR 21. desember 2018 UMHVERFISVÆNU LEIKFÖNGIN FRÁ PLAN TOYS ÞROSKALEIKFÖNG Í JÓLAPAKKANN HREIÐUR.IS K ÍK TU V I Ð Á SMELLTU HÉ R Nammiframleiðendur setja of mikið í konfektkassana n 33,5% af Nóa konfektkassa eru umbúðir n After Eight snuðar neytendur um rúmlega eina plötu í hverjum kassa S tærsta áthátíð ársins er við það að ganga í garð og margir gera vel við sig í mat og drykk. Þá er afar vin- sælt að láta eftir sér konfekt um jólin. Því ákváðum við að vigta sex tegundir af vinsælu hátíðar- konfekti til að athuga hvort upp- lýsingar um þyngd væru réttar á umbúðum og hve mikið af um- búðum hver tegund ber með sér. Í öllum tilvikum nema tveimur var meira í konfektkassanum en stóð á umbúðunum. Mest var það í Bónus konfekti og Lindu konfekti, hvort tveggja framleitt af Góu, þar sem þyngd konfekts var níu grömmum meiri en stóð á um- búðum. Í Appolo lakkrís konfekti vantaði hins vegar tvö grömm upp á en í After Eight kassa vantaði heil 11 grömm upp á. Það er rétt rúm- lega ein After Eight-plata. Það sem kemur hvað mest á óvart er hve miklar umbúðir eru utan um jólanammið. Í umbúðum stendur Appolo lakkrís konfektið sig best, en þar eru umbúðir að- eins 6% af heildarþyngdinni. Bón- us konfektið kemur þar á eftir með 8,5% umbúðaþyngd af heildinni. Skúrkarnir eru konfektið frá Nóa Siríus þar sem umbúðir eru 33,5% af heildarþyngd og konfektið frá Lindu þar sem umbúðir eru 27% af heildarþyngdinni. Í tilvikum bæði After Eight og Celebrations eru umbúðir 11,9% af heildarþyngd. Niðurstöðurnar í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Appolo lakkrís konfekt – skráð þyngd á pakka 700 g. n Kassi með öllu: 743 g n Nammið sjálft: 698 g n Umbúðir: 45 g – þar af pappír 39 g / plast 6 g Hlutfall umbúða af heild: 6% Bónus konfekt (framleitt af Góu) – skráð þyngd á pakka 400 g n Kassi með öllu: 447 g n Nammið sjálft: 409 g n Umbúðir: 38 g – þar af pappír 35 g / plast og álpappír 3 g Hlutfall umbúða af heild: 8,5% Lindu konfekt (framleitt af Góu) – skráð þyngd á pakka 230 g n Kassi með öllu: 328 g n Nammið sjálft: 239 g n Umbúðir: 89 g – þar af pappír 82 g / plast og álpapp- ír 7 g Hlutfall umbúða af heild: 27% Nóa Siríus konfekt – skráð þyngd á pakka 135 g n Kassi með öllu: 215 g n Nammið sjálft: 143 g n Umbúðir 72 g – þar af pappír 62 g / plast 10 g /  undir 1 g álpappír Hlutfall umbúða af heild: 33,5% Celebrations – skráð þyngd á pakka 186 g Kassi með öllu: 218 g Nammið sjálft: 192 g Umbúðir: 26 g – þar af pappír 23 g / álp- appír 3 g  Hlutfall umbúða af heild: 11,9% After Eight – skráð þyngd á pakka 300 g n Kassi með öllu: 328 g n Nammið sjálft: 289 g n Umbúðir: 39 g – þar af pappi 38 g / plast 1 g Hlutfall umbúða af heild: 11,9% MYNDIR: HANNA/DVLilja Katrín Gunnarsdóttir lilja@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.