Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2019, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2019, Page 9
22. febrúar 2019 FRÉTTIR 9 Nokia 5.1 Plus Með öflugum 8 kjarna örgjörva fyrir AR leiki Frábær orkunýting Android One 13 og 5MP myndavélar 19:916MP13MP12MP 5.8’’19:916MP13MP12MP 5.8’’ 19:916MP13MP12MP 5.8’’19:916MP13MP12MP 5.8’’ 5.8” HD+ skjár ÍSLENDINGAR Í FANGELSUM ERLENDIS Hinn hálfíslenski Brandon Richmond var árið 2012 dæmd- ur í lífstíðarfangelsi í Bretlandi fyrir að hafa orðið 16 ára pilti að bana. Brandon var aðeins 12 ára gamall þegar dómurinn féll en hann framdi framdi verknaðinn í slagtogi með fjórum eldri ung- lingspiltum. Samkvæmt skilyrðum dóms- ins á hann rétt á reynslulausn á næsta ári. Kristján Jóhann Matthíasson, faðir Brandons, ræðir örlög sonar sínar í viðtali við blaðamann DV sem finna má aftar í blaðinu. Í ágúst 2016 greindi DV fyrst frá máli ungrar ís- lenskrar konu, Söndru Sigrúnar Fenton, sem árið 2013 hlaut 37 ára fangelsisdóm fyrir bankarán í Virginíu. Um er að ræða þyngsta dóm sem Ís- lendingur hefur hlotið erlendis, en Sandra Sigrún er fædd hér á landi og á íslenska móður og banda- rískan föður. Í viðtali við DV lýsti Margrét Fenton, móðir Söndru, hvernig dóttir hennar ánetjaðist hörðum eiturlyfjum eftir að hafa verið nauðgað á tánings- aldri. Ránin sem Sandra Sigrún var dæmd fyrir áttu sér stað sama dag, 13. ágúst 2013, hið fyrra í borginni Norfolk í Virginíu-fylki og hið síðara í borginni Chesapeake og sá Sandra Sigrún um að ræna útibúin á meðan að eiturlyfjasalinn hennar beið úti í bíl. Við yfirheyrslur sagði Sandra Sigrún að pilturinn hefði þvingað hana til verknaðarins, en mál þeirra voru engu að síður aðskilin fyrir dómi. Þar sem um var að ræða tvö rán, hvort í sinni sýslunni, kom ekki annað til greina en að Sandra fengi tvo dóma, einn fyrir ránið í Norfolk og einn fyrir ránið í Chesapeake. Hvor dómur um sig hljóð- aði upp á 18,7 ár í fangelsi, samtals 37 ár. Reynslulausn var afnumin í Virginíu-fylki árið 1995 og eiga fangar því ekki möguleika á að losna fyrr út vegna góðrar hegðunar. Það eru því ekki lík- ur á öðru en að Sandra muni sitja inni þar til hún er komin á sjötugsaldur. Fjölskylda Söndru hyggst engu að síður fara fram á endurupptöku máls- ins, en möguleiki er á Sandra Sigrún geti sótt um svokallaða náðun, eða „clemency“, hjá ríkisstjóra Virginíu-fylkis og fengið dóminn þá styttan. Árið 2012 hvarf Sherry Prather, 43 ára kona, sporlaust í borginni Jackson- ville í Flórída, eftir að hafa verið úti að skemmta sér með vinkonum sínum. Mánuði síðar fundust lík- amsleifar hennar í skógi. Niður- staðan var að hún hefði verið drepin með skotvopni og morðinginn hæft hana í brjóstið. Hinn hálf- íslenski Magni Böðvar Þorvalds- son, sem bú- settur hefur verið í Bandaríkjunum frá árinu 2010, var yfirheyrð- ur skömmu eftir að líkið fannst. Sést hafði til hans og Sherry yfir- gefa krá saman þetta örlaga- ríka kvöld, og þá sást í upptök- um eftirlitsmyndavéla að hún hafði fengið far með Magna á bifhjóli hans. Vitni steig fram og sagði Magna bera ábyrgð á dauða Sherry. Við yfirheyrslur viðurkenndi Magni að hafa gef- ið henni far en neitaði að hafa skaðað hana. Yfirvöld tóku út- skýringu Magna trúanlega og var honum sleppt að loknum yfir- heyrslum. Magni var síðan handtekinn árið 2016 þegar fyrrverandi eig- inkona hans steig fram og sagði að Magni hefði játað fyrir henni glæpinn. Sem fyrr neitaði hann sök. Það var ekki fyrr en á sein- asta ári að hann játaði loks að hafa orðið Sherry að bana. Enn er ekki vitað hvers vegna Magni framdi þetta voðaverk. „Hann sagði þeim svo margar sögur að þeir vissu ekki hverju þeir áttu að trúa,“ sagði móðir Sherry í samtali við News 4-sjón- varpstöðina eftir að dómurinn var fallinn. Í mars í fyrra var Magni Böðv- ar síðan dæmdur í 20 og hálfs árs fangelsi. Hann á ekki möguleika á reynslulausn. BRANDON RICHMOND SANDRA SIGRÚN FENTON MAGNI BÖÐVAR ÞORVALDSSON

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.