Morgunblaðið - 01.09.2018, Side 4

Morgunblaðið - 01.09.2018, Side 4
Skúli Halldórsson sh@mbl.is K ristján Þór Júlíusson sjáv- arútvegsráðherra segir fiskistofna á Íslands- miðum almennt hafa ver- ið að styrkjast og að ráð- gjöfin frá Hafrannsóknastofnun gefi efni til ákveðinnar bjartsýni í þeim efnum. „Það er full ástæða til að gleðjast þegar vel gengur og sömuleiðis er það mikið fagnaðarefni að þingið sé búið að taka þessa langþráðu ákvörðun um að smíða nýtt rann- sóknaskip, sem er fyrir löngu orðið tímabært,“ segir Kristján. Eigum hæft fólk á öllum sviðum „Hins vegar er það áhyggjuefni að aflaverðmæti hefur verið að drag- ast saman. Það hefur verið sam- dráttur í loðnuafla en botnfisk- urinn er sambærilegur og hann hefur verið,“ segir hann. „Þetta kallar á það að menn séu alltaf á tánum og reiðubúnir að takast á við nýjar áskoranir hvar svo sem þær kunna að felast, hvort sem það er í framþróun veiða og vinnslu eða uppbyggingu vísinda og þekkingar. Við eigum sem betur fer, á öllum þessum sviðum, mjög hæft fólk sem í mörgum efnum vinnur algjörlega frábært starf, bæði til sjós og lands.“ Engin ástæða til að hvika frá Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um aflaheimildir nýhafins fisk- veiðiárs var ekki langan tíma á borði ráðherrans áður en hann af- greiddi hana án breytinga. Spurður hvort til greina hafi komið að víkja frá ráðgjöfinni segir hann að það komi alltaf til greina hverju sinni. „En þessi ráðgjöf er mjög vel rökstudd og við höfum fylgt ráðum okkar færasta fólks á þessu sviði í nokkuð langan tíma. Við gefum okkur út fyrir það að nýta með sjálfbærum hætti fiskistofnana í hafinu í kringum landið og sú stefna sem við höfum haft hefur skilað okkur á þann stað sem við erum á í dag. Ég sé því enga ástæðu til að hvika nokkuð frá henni.“ Strandveiðarnar gengið vel Fyrirkomulagi strandveiða var breytt töluvert með lögum frá Al- þingi í vor, þar sem öllum bátum á strandveiðum voru heimilaðir tólf dagar til veiða í maí, júní, júlí og ágúst. Þó var ráðherra fengin heimild til að stöðva veiðar ef sýnt þætti að heildarafli færi umfram það sem ætlað væri til strandveiða á árinu. Svo fór ekki að þessu sinni. Einnig var í frumvarpinu ákvæði sem heimilað hefur strand- veiðibátum að landa ufsa án þess að hann teljist til viðmiðunar í há- marksafla til strandveiða. Kristján segir breytingarnar hafa reynst vel, þrátt fyrir óánægjuraddir í vor. „Veiðarnar virðast hafa gengið ágætlega og flestum þeim markmiðum, sem fólk setti sér við gerð þessara breyt- inga, virðist hafa verið náð,“ segir hann og bætir við að sér sýnist sem aflamagnið á svæðunum fjórum hafi dugað til að flestir bátar hafi náð sínum tólf dögum. „Það ættu flestir að geta unað við þessa stöðu.“ Í vetur hefst undirbúningsvinna við nýja löggjöf um strandveið- arnar, að fenginni reynslu þessa bráðabirgðaákvæðis í sumar. „Þá horfum við til reynslunnar í ár og komum fram með á næsta vori nýtt frumvarp um framhald strand- veiða,“ segir Kristján en aðspurður segir hann engar aðrar sérstakar breytingar fyrirhugaðar að sinni. „En gert er ráð fyrir því í stjórn- arsáttmálanum að við förum yfir þennan þátt fiskveiðistjórn- unarkerfisins, sem snýr að pott- unum svokölluðu, og ég hyggst leggjast í þá vinnu í vetur.“ Endurspegli ekki afkomuna Frumvarp atvinnuveganefndar Al- þingis, um endurútreikning veiði- gjalda hjá litlum og meðalstórum útgerðum, varð ekki að lögum í vor eftir töluverðan vandræðagang á þinginu. Spurður hvort frumvarpið verði sett aftur á dagskrá í haust segist Kristján heldur ætla að leggja fram frumvarp að nýjum heildarlögum um veiðigjöld „Við smíðina á því frumvarpi hyggst ég meðal annars taka mið af þeim athugasemdum sem fram komu við frumvarp atvinnuvega- nefndar, og þeim sjónarmiðum sem þar komu fram. Vissulega voru það ákveðin vonbrigði að ná ekki sam- komulagi um breytingar á veiði- gjöldunum í vor, þar sem vísbend- ingar eru um það að kerfið í núverandi mynd endurspegli ekki nægilega vel afkomu grein- arinnar,“ segir Kristján. Samfélagssátt um veiðigjöldin „En það breytir því ekki að kerfið var sett á og við þurfum að vinna samkvæmt því þangað til því verð- Hyggur á nýtt frumvarp um veiðigjöld Von er á nýju frumvarpi að heildarlögum um veiðigjöld að sögn sjáv- arútvegsráðherra sem gerir upp stöðuna í ís- lenskum sjávarútvegi í samtali við 200 mílur. Hann segist hafa búist við uppbyggilegri við- brögðum við drögum að frumvarpi um hert eft- irlit með veiðum. Ljósmynd/Þröstur Njálsson Framfarir „Geta fólksins til að búa til verðmæti vex ár frá ári og það er ákaflega gleðilegt.“ Leyfilegur heildarafli (tonn) Heimild: Hafrannsóknastofnun Tegund 2018–19 2017–18 2016–17 Þorskur 262.000 257.600 244.000 Ýsa 56.700 41.400 34.600 Ufsi 79.092 60.200 55.000 Gullkarfi 39.240 50.800 52.800 Litli karfi 1.500 1.500 1.500 Djúpkarfi 13.012 11.800 12.900 Grálúða 13.271 24.000 24.000 Skarkoli 7.132 7.100 7.300 Sandkoli 500 500 500 Langlúra 1.100 1.100 1.100 Þykkvalúra/sólkoli 1.565 1.300 1.100 Steinbítur 9.020 8.500 8.800 Blálanga 1.520 1.900 2.000 Langa 5.200 8.600 9.300 Keila 3.100 4.400 3.800 Gulllax 7.603 9.300 7.900 Skötuselur 722 900 700 Ísl. sumargotssíld 35.186 38.700 63.000 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Kerfi „Við gefum okkur út fyrir það að nýta með sjálfbærum hætti fiskistofnana í hafinu í kringum landið og sú stefna sem við höfum haft hefur skilað okkur á þann stað sem við erum á í dag,“ segir Kristján Þór Júlíusson. 4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2018 ÁRAMÓT Í SJÁVARÚTVEGI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.