Morgunblaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2018 Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is E ftir að hafa siglt yfir hálfan hnöttinn frá skipa- smíðastöð í Kína kom Breki VE til heimahafnar í Vestmannaeyjum í maí síð- astliðnum. Þá hófst vinna við að inn- rétta millidekkið með vinnslubúnaði frá vélaverkstæðinu Þór og Skag- anum 3X og hélt Breki fyrst til veiða 24. júlí. Breki kom í stað Jóns Vídalíns VE og Gullbergs VE í flota Vinnslu- stöðvarinnar. Jón Vídalín var seldur til Írans fyrir nokkru og Gullberg til Noregs í fyrra. Guðni Ingvar Guðnason, umsjón- armaður viðhalds fasteigna og skipa Vinnslustöðvarinnar, segir að fyrstu túrarnir hafi gengið vonum framar. „Alltaf má reikna með því að eitt- hvað komi upp á sem taki tíma að bregðast við þegar nýtt skip er tekið í notkun. Þar gilda önnur lögmál en á skipi sem komin er reynsla á og menn þekkja. Með Breka hafa slíkar truflanir verið í algjöru lágmarki og ekkert komið upp á sem haldið hefur skipinu frá veiðum.“ 100 kör á einni vakt Áhöfnin lætur vel af Breka, enda þykir skipið hafa góða sjóhæfni og vel fer um mannskapinn, að sögn Guðna: „Allur aðbúnaður er mjög góður, hver maður í áhöfn hefur eig- in klefa með sturtu og salerni og öll vinnuaðstaða er eins og best verður á kosið. Vinnslubúnaðurinn um borð er afar fullkominn og afkastamikill. Þannig tókst til dæmis í síðasta túr að taka 100 kör af karfa niður í lest á einni 8 klukkustunda vakt, sem telj- ast mikil afköst.“ Guðni segir rekstur Breka ganga vel og að skipið brenni minni olíu og nýtir orkuna mun betur en stjórn- endur útgerðarinnar þorðu að vona. Breki og systurskipið Páll Pálsson ÍS eru með óvenjustóra skrúfu, 4,7 metra í þvermál, sem snýst hægt en skilar miklum togkrafti. „Það var einfaldlega rökrétt ákvörðun að hafa skrúfuna stóra, enda alkunna að eftir því sem skrúf- an er stærri, þeim mun færri hestöfl þarf til að ná ákveðnum togkrafti. Svo verður skrokkslag skipsins auð- vitað að taka mið af stærð skrúf- unnar.“ Gott eftirlit með smíðinni Guðni segir að útgerðir Breka VE og Páls Pálssonar ÍS hafi skipulagt mjög öflugt eftirlit með skipasmíð- unum í Kína frá upphafi til enda. Það hafi heldur betur skilað sér. „Við störfuðum náið með Hrað- frystihúsinu Gunnvöru, eiganda Páls Pálssonar ÍS, og réðum Finn Krist- insson sem yfireftirlitsmann verk- efnisins. Hann er gamalreyndur tog- arakarl, með langan feril sem yfirvélstjóri og hefur verið til sjós á togurum alla sína tíð. Finnur veit ná- kvæmlega hvernig hlutirnir eiga að vera og fylgdi því eftir af röggsemi að Kínverjar skiluðu verkum eins og um var samið. Svo héldu vélstjórar beggja útgerða til Kína þegar byrjað var að koma fyrir vélbúnaði skip- anna. Skipstjóri og stýrimaður Breka voru sömuleiðis á vettvangi síðasta árið.“ Guðni segir reyndar eiga við um skipasmíðaverkefni yfirleitt að það borgi sig að hafa góðar gætur á öll- um þáttum í framkvæmdaferlinu: „Eftir því sem eftirlitið er meira og nákvæmara, því betra verður skipið. Þetta gildir alls staðar, og kannski enn frekar í Kína en víða annars staðar vegna ákveðins hugs- unarháttar sem stafar af stjórn- skipulaginu þar í landi.“ Finnur Kristinsson var í Kína í rösklega þrjú ár og hafði með sér eiginkonu sína, Guðbjörgu Ólafs- dóttur, en Rúnar Bogason starfaði líka með honum í framkvæmdaeft- irlitinu ytra allan tímann. „Þau þrjú voru ómetanlegar hjálparhellur okk- ar í verkefninu, það var auk þess alltaf notalegt að koma til Kína á framkvæmdatímanum og hitta fyrir þessa landa okkar sem gegndu þar sendiráðshlutverki fyrir Hraðfrysti- húsið Gunnvöru og Vinnslustöðina,“ segir Guðni. Truflanir hafa verið í algjöru lágmarki Öflugt eftirlit var með smíði Breka VE og Páls Pálssonar ÍS austur í Kína og virðist það hafa skilað sér í mjög litlum byrjunarörðugleikum við veiðar. Risastór skrúfan hefur sannað gildi sitt og er olíunotkun minni en stjórnendur höfðu þorað að vona. Aðhald Á meðan á smíði Breka og systurskipsins stóð, austur í Kína, hafði Finnur Kristinsson eftirlit með smíðinni og bjó þar í landi í þrjú ár með konu sinni. Saman voru þau ígildi sendiráðs fyrir útgerðirnar. Yfirsýn Skipstjórinn er umkringdur stórum upplýsingaskjám í brúnni. Fjársjóður Netin dregin um borð, sneisafull af fiski sem verka þarf með hraði. Ró Gott er að hvílast í hægindastól, fyrir og eftir átökin enda vinnan slítandi. Næring Gott pláss er fyrir áhafnarmeðlimi til að setjast og fá sér snæðing.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.