Morgunblaðið - 01.09.2018, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2018
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
M
arel heldur í lok sept-
ember sýningu fyrir þá
viðskiptavini sína sem
stunda vinnslu á hvít-
fiski víða um heim. Sýn-
ingin, sem nefnist Whitefish Show-
How, fer fram í Progress Point,
sérstöku sýningarhúsi Marels í
Kaupmannahöfn.
Sýning þessi er árleg og hefur not-
ið töluverðra vinsælda, en um 150
gestir hennar á síðasta ári komu víða
að og voru frá fleiri en þrjátíu löndum
– frá Suður-Ameríku, Evrópu, Asíu
og Eyjaálfu. Búist er við svipuðum
fjölda í ár að sögn Sigurðar Ólasonar,
framkvæmdastjóra fiskiðnaðar hjá
Marel.
„Áherslan hjá okkur er á fjórðu
iðnbyltinguna, sem hefur verið í
gangi undanfarin ár, og ég held að
viðskiptavinirnir séu farnir að átta sig
á því að framtíðin felst í henni,“ segir
Sigurður í samtali við 200 mílur,
spurður hvað sé helst á döfinni hjá
Marel um þessar mundir.
Hann segir Marel einstaklega vel í
stakk búið til að nýta sér byltinguna
sem byr í seglin, enda eigi fyrirtækið
rætur að rekja til þeirra sömu þátta
og gera byltinguna mögulega.
Kerfið hámarkar framleiðsluna
„Frá stofnun félagsins fyrir hartnær
fjörutíu árum hefur markmiðið ávallt
verið að safna sem mestum gögnum
úr vinnsluferlinu til að framleiðendur
geti tekið út frá þeim réttar ákvarð-
anir. Vélar okkar eru útbúnar háþró-
uðum tækjahugbúnaði en Innova-
notendahugbúnaðurinn okkar sér svo
um að safna gögnum úr öllu vinnslu-
ferlinu í rauntíma og gefur stjórn-
endum þannig gríðarlega mikilvægt
tól til að besta annaðhvort einstakar
vélar eða allt vinnsluferlið,“ segir Sig-
urður en bendir á að næsta skref
verði að sjálfvirknivæða sjálfa
ákvörðunartökuna.
„Notandinn fer þá kannski meira
út í að upplýsa kerfið um þær pant-
anir sem eru til staðar og síðan sér
kerfið um að hámarka fram-
leiðsluferlið með eigin ákvörð-
unartöku, ef svo má segja.“
Á döfinni er einnig að innleiða bet-
ur nokkurs konar forspárviðhald. „Þá
á kerfið að geta séð fyrir hvað þarf að
gera, miðað við það hvernig vinnsla
er í gangi, hversu lengi vélarnar eru
búnar að vinna og þar fram eftir göt-
unum,“ segir Sigurður.
Höfðu komið í vinnsluna áður
Sýndarveruleikatæknin, sem Marel
hefur í auknum mæli nýtt sér und-
anfarin ár, hefur einnig komið að
virkilega góðum notum að sögn Sig-
urðar. „Með þeirri tækni getum við
sýnt viðskiptavininum fullbúnar
verksmiðjur, þar sem hann sér
hvernig vinnsluferlið myndi ganga
fyrir sig, áður en verksmiðjan er sett
upp. Þarna getum við t.d. álagsprófað
verksmiðjuna og um leið getur við-
skiptavinurinn jafnvel farið að æfa sig
í að framleiða í verksmiðjunni,“ segir
hann og nefnir dæmi:
„Við notuðum sýndarveruleika-
tæknina nýverið í Noregi þar sem
laxeldisfyrirtæki var búið að kaupa af
okkur vinnslubúnað. Viðskiptavin-
urinn vissi þá alveg hvernig vinnslan
myndi ganga áður en hún fór af stað.
Auk þess kom í ljós að tæknin nýtist
líka við uppsetningu verksmiðjunnar
sem tók í þessu tilfelli styttri tíma en
áður tíðkaðist. Starfsfólkið okkar
vissi þá alveg hvert hlutirnir áttu að
fara við uppsetninguna – það hafði jú
eiginlega verið inni í verksmiðjunni
Vélarnar taka nú ákvarðanir
Marel heldur í lok sept-
ember sýningu fyrir þá
viðskiptavini sína sem
stunda vinnslu á hvít-
fiski víða um heim. Sýn-
ingin, sem nefnist
Whitefish ShowHow, fer
fram í Progress Point,
sérstöku sýningarhúsi í
Kaupmannahöfn.
Tækni Viðskiptavinirnir Marels gera sér æ betur ljóst að framtíðin felst í fjórðu iðnbyltingunni með öllum breytingum.
Marelsmaður Sigurður Ólason er
framkvæmdastjóri fiskiðnaðarsviðs.
Funahöfða 7 | 110 Reykjavík | Sími 577 6666
., '*-�-��,�rKu�,
KIEL/ - OG FRYSTITJEKI
Kæli- & frystiklefar
í öllum stærðum