Morgunblaðið - 01.09.2018, Page 16

Morgunblaðið - 01.09.2018, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2018 ÁRAMÓT Í SJÁVARÚTVEGI Skúli Halldórsson sh@mbl.is M ín tilfinning er sú að það er alltof oft litið á sjávarútveginn eins og gamla klukku sem tifi stöðugt áfram – að hann virki bara af sjálfu sér án þess að nokkur þurfi að koma þar nærri. En sú hugsun er algjör tímaskekkja,“ segir Arnar í sam- tali við 200 mílur. „Á tyllidögum og þegar haldnar eru sjávarútvegssýningar þá er talað um tækniframfarir og okkar flottustu tæknifyrirtækjum er hampað – þau eru gríðarlega flott – en á sama tíma erum við að gefa ótrúlega stóran og mikinn afslátt af hagvexti byggðum á sjávar- útvegi með því að flytja hráefnið okkar í stórum stíl heilt og óunnið úr landi.“ Grundvallaratriðin óspennandi Arnar segir að innan raða SFÚ sýni menn þeim ráðamönnum lít- inn skilning, sem láti þetta óátalið. „En það virðist engin stemning vera fyrir fiskvinnslu á Íslandi. Á sama tíma og talað er um hæstu framleiðni einstakrar atvinnu- greinar á Íslandi og annað slíkt, þá virðist ekki spennandi að huga að grundvallaratriðunum,“ segir Arnar. Bendir hann á að mikið sé gert til að vernda fiskinn í lögsögu Ís- lands frá erlendum veiðiþjóðum, en töluvert minna sé gert til að hindra að þær þjóðir vinni fiskinn og fái þar með úr honum aukin verðmæti. „Við getum breytt dæminu til að komast betur að því hversu mikilvæg fiskvinnsla hérlendis er fyrir þjóðarhaginn. Þætti okkur til dæmis eðlilegt ef Kínverjar, Portúgalar eða einhverjar aðrar þjóðir myndu sjá um að veiða all- an fisk á Íslandsmiðum? Eða myndum við þá ekki hrökkva við? Hvar ætlum við að láta staðar numið? Ef þetta snýst um það hver sé markaðslega hæfastur þá er ekk- ert víst að veiðigjaldið, sem ís- lenskar útgerðir eru tilbúnar að borga, sé neitt voðalega hátt. Aðrar þjóðir væru nefnilega ef- laust tilbúnar að borga margfalda þá upphæð til að fá að veiða við landið. En er það þjóðhagslega hagkvæmt? Hvað er rétt og hvað er rangt?“ Ekki frjáls markaður í raun „Við skiljum vel það sjónarmið að almennt eigi markaðir að starfa frjálsir og að þannig náist há- mörkun framlegðar, en við erum ekki að tala um frjálsan markað í þessu tilliti,“ segir Arnar. „Við erum nefnilega að sjá óunnið hráefni flutt til Evrópu- landa, sem eru nánast undantekn- ingalaust að keyra sinn sjávar- útveg á styrkjum. Við getum því ekki talað um þetta eins og frjáls- an markað – eins og þetta sé eðli- legt ástand,“ segir hann og bætir við að stærstu sjávarútvegsfyr- irtækin á Íslandi séu farin að flytja út heilan, óunninn fisk í gá- mavís. „Fiskurinn getur runnið hömlu- laust óunninn héðan úr landi, og ég fullyrði að það veikir þjóð- arhag, jafnvel þó það kunni að bæta hag þeirra fyrirtækja sem hann stunda. Þetta orsakast að einhverju leyti af því að við hér á landi erum orðin tiltölulega ósam- keppnisfær þegar kemur að launakostnaði, en í okkar huga væri brýnt að rifja upp hvernig við horfðum til þessara mála upp úr aldamótum,“ segir Arnar. Sláandi vísbendingar um þróun Rifjar hann upp að sérstakt út- flutningsálag hafi þá verið lagt á til að vernda íslenskan fiskiðnað. „Vegna þess að hann var þá talinn skipta máli. Í dag horfir öðruvísi við.“ Nefnir Arnar skarkola sem dæmi, þar sem þriðjungur af þeim afla sem veiðst hefur frá jan- úarmánuði hefur verið fluttur óunninn út til Hollands að hans sögn. „Þetta eru sláandi vísbendingar um þróun mála og mér finnst sem ráðamenn þjóðarinnar fljóti sof- andi að feigðarósi í þessum mála- flokki. Þarna eru störf hundraða ef ekki þúsunda að veði,“ segir hann. „Það er ekki langt síðan hingað kom Breti í heimsókn til að skoða fiskvinnslurnar. Hann sagði það vera milljarða virði, að fá hráefnið óunnið í vinnslurnar þar í landi. Þá hlýtur það að vera okkur hér, sem viljum vinna fiskinn á Íslandi, sömu milljarðanna virði.“ „Þá verðum við bara undir“ „Við megum ekki vera föst í því hugsanafari að hér sé allt frábært og að varla sé hægt að gera betur. Því við getum gert svo miklu bet- ur,“ segir hann og bendir á annað dæmi: „Við höfum oft álitið okkur Ís- lendinga standa að einhverju leyti framar Norðmönnum þegar kemur að sölustarfseminni. Nú hefur sú þróun orðið þar að þessi stóru lax- eldisfyrirtæki, sem nánast hafa fullkomnað markaðssetningu af- urða sinna, eru smám saman að færa sig inn í hvítfiskinn. Og ef við hugum ekki að markaðs- setningu á okkar vöru, þá verðum við bara undir. Þetta er voðalega einfalt mál.“ Arnar segir enn fremur mik- ilvægt að framtíð íslensku fisk- markaðanna verði tryggð. „Fiskmarkaðina verður að verja, það eru allir sammála um það – að minnsta kosti hef ég ekki hitt þann mann sem vill leggja það til að loka þeim. Þeir eru eini vett- vangur frjálsrar verðmyndunar á fiski sem hráefni á Íslandi. Nýj- asta dæmið um þróun sem vinnur gegn fiskmörkuðunum er þessi út- flutningur í gámavís úr landi, en stór hluti af honum kemur í gegn- um fiskmarkaðina,“ segir hann. Vinnur á móti mörkuðunum „En hver er helsti óvinur fiskmark- aðanna? Jú, það er þessi tvöfalda verðmyndun. Útgerðarmanninum er alltaf hegnt fyrir það að landa á fiskmarkaði, því þá þarf hann að borga hærri laun. Í síðustu kjara- samningum sjómanna var einfald- lega um þetta samið, að menn fengju afslátt ef þeir lönduðu ekki á fiskmarkaði,“ segir Arnar. „Það hlýtur að segja sig sjálft að það vinnur gríðarlega mikið á móti fiskmörkuðum – og nánast eins og það sé gert þeim til höfuðs. Sjó- menn verða að velta því fyrir sér hvort þeir geti á sama tíma annars vegar gagnrýnt lágt fiskverð og hins vegar ýtt undir minnkandi vinnslu fisk á Íslandi með slíkum ákvæðum í kjarasamningum.“ Víkur hann þá máli sínu að vænt- anlegu frumvarpi um aukið eftirlit með veiðum og löndunum afla. „Það hlýtur eitthvað mikið að vera að sem veldur því að farið sé af stað með þetta frumvarp. Eins og dæmin sanna þá hafa enda komið upp ljót mál, og í kjölfarið eru stjórnvöld greinilega að velta þessu fyrir sér,“ segir hann og bætir við að frumvarpið sé á gráu svæði hvað varðar persónuvernd og aðra þætti. Fljóti sofandi að feigðarósi Föst ísprósenta væri betri en eftirlit með vigt- un afla og stór afsláttur er gefinn af hagvexti byggðum á sjávarútvegi með því að flytja hráefni óunnið úr landi, segir Arnar Atlason, formaður Samtaka fiskframleið- enda og -útflytjenda. Morgunblaðið/Hari Athafnamaður Það er alltof oft litið á sjávarútveginn eins og gamla klukku sem tifi stöðugt áfram – að hann virki bara af sjálfu sér án þess að nokkur þurfi að koma þar nærri. En sú hugsun er algjör tímaskekkja,“ segir Arnar Atlason. Hafnarfjörður Mikill útgerðarstaður frá gamalli tíð og fjöldi sjávarútvegsfyrirtækja er starfræktur í bænum. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Fiskikör Stæðan er nokkurra metra há og öllu er raðað hér af miklu listfengi. Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.