Morgunblaðið - 01.09.2018, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 01.09.2018, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2018 Hlýnun á yfirborði sjávar gæti haft skelfilegar afleiðingar H itabylgjur á hafi úti eru nú tvöfalt algengari en fyrir 35 árum. Þá er lík- legt að þær muni verða fimmfalt algengari en nú, haldi núverandi hlýnun jarð- arinnar áfram. Við þessu er varað í grein, sem birtist í vísindaritinu Nature í ágústmánuði, þar sem greint var frá nýjum niðurstöðum rannsóknar. Segir í greininni að hitabylgjur á hafi úti muni verða bæði tíðari, skarpari og lengri, jafnvel þó að markmið Parísarsamkomulagsins um að halda hlýnuninni undir 2° á Celsíus-kvarða á komandi áratugum myndu nást. Rannsóknin sem greint var frá í Nature er ein af fáum sem gerð hef- ur verið á áhrifum hnatthlýnunar á úthöfunum, en vitað er að þegar yf- irborð sjávar hlýnar í nokkurn tíma getur aukið hitastig þess náð nokkra metra undir yfirborðið, oft með skelfilegum afleiðingum. Þann- ig olli tíu vikna hitabylgja undan vesturströnd Ástralíu árið 2011 því að lífríkið á þeim slóðum eyðilagðist, auk þess sem að helstu tegundir af nytjafiskum leituðu á kaldari mið. Önnur slík hitabylgja, undan ströndum Kaliforníufylkis, gerði yf- irborð sjávar um 6° hlýrri á Celsíus- kvarða en vanalegt var. Afleiðing þessa var að eitraðir þörungar blómstruðu og kaffærðu aðrar teg- undir. Krabbaveiði lagðist í ein- hverjum tilfellum af og stærri dýr eins og sæljón, hvalir og sjófuglar drápust í stórum stíl. Thomas Frolicher, umhverfiseðl- isfræðingur við háskólann í Bern og aðalhöfundur greinarinnar í Nature, segir í viðtali við AFP-fréttastofuna að hitabylgjur á hafi úti séu nú þeg- ar mun algengari, langvarandi og skæðari en á undanförnum áratug- um. „Þessi þróun verður örari í framtíðinni með frekari hlýnun jarðar,“ segir Frolicher. Hætta á varanlegum skaða Kóralrif eru talin alveg sérstaklega viðkvæm fyrir frekari hlýnun sjáv- ar, en þau þekja nú þegar minna en 1% af yfirborði hafsins, á sama tíma og um fjórðungur allra sjáv- ardýrategunda er talinn lifa í rif- unum eða í námunda við þau. Nýlegir hitatoppar í hitabeltinu og heittempraða beltinu, sem sér- staklega öflugur El Niño-stormur hefur magnað upp, hafa ýtt undir stórfellda kóralbleikingu sem hefur haft áhrif á um 75% allra kóralrifa heimsins. „Áður fyrr gátu rifin oft náð sér á ný eftir bleikingu af þessu tagi,“ segir Frolicher. „En ef tímabilin á milli slíkra bleikinga verða styttri munu kóralrifin ekki lengur geta endurnýjað sig og þá má búast við að skaðinn verði varanlegur.“ Það gæti aftur leitt til stórfelldra breytinga á lífríkinu sjálfu. Tvær sviðsmyndir Frolicher vann að rannsókn sinni ásamt kollega sínum Erich Fischer auk Nicholas Gruber við tæknihá- skólann ETH Zürich. Þeir nýttu sér gögn úr gervitunglum auk reiknilík- ana um loftslagsbreytingar til þess að reikna út nýlegar og áætlaðar breytingar á hitabylgjum sjávar. Í útreikningunum var litið á tvo möguleika um þróun til framtíðar. Annars vegar var gert ráð fyrir að núverandi þróun myndi halda áfram óhikað, en samkvæmt því líkani verður meðalhiti jarðarinnar um 3,5° hærri árið 2100 en fyrir tíma iðnbyltingarinnar. Hin sviðsmyndin byggðist á markmiðum Parísarsamkomulags- ins, þar sem stefnt er að því að halda hlýnuninni undir 2° á Celsíus frá því sem var fyrir tíma iðnbylt- ingar. Hitastigið er nú að meðaltali um 1° hlýrra en þá. Samkvæmt útreikningum þeirra mun hitabylgjudögum á hafi úti fjölga úr um 33 nú upp í um 84 ef hlýnunin nær 2°C og 150 ef hitastig- ið hækkar um 3,5°C. Það svæði sem nú verður fyrir barðinu á slíkum hitabylgjum hefur þegar stækkað þrefalt, og mun verða nífalt stærra ef meðalhitinn eykst um 2° og 21 sinnum stærra ef hann nær 3,5° á Celsíus. Sjávarhitabylgjur munu einnig endast lengur að meðaltali, eða frá um 25 dögum sem nú er og upp í 55 daga ef markmið Parísarsam- komulagsins nást, en upp í 112 daga ef þau nást ekki. Höfin líkt og svampur Sjávarhitabylgjur gætu einnig haft áhrif á getu hafsins til þess að soga í sig gróðurhúsalofttegundir. Höfin hafa til þessa náð að draga í sig meira en 90% af hitanum sem lofts- lagsbreytingar hafa valdið. Höfin hafa þannig virkað nánast eins og svampur á meðalhitastigið, og án þessara áhrifa væri það nú miklum mun hærra en nú er. Þegar hefur verið leitt í ljós að hlýnun jarðarinnar hefur hægt á flutningi kolefnis sem örverur á yf- irborði sjávar draga í sig niður á hafsbotninn, en þar getur það dvalið í árþúsundir án þess að valda skaða. Sjávarhitabylgjur hafa ekki áhrif á þennan „kolefnishring“, en þær gætu hins vegar valdið skaða á líf- verum í grunnsævi sem einnig geyma kolvetni í sér. „Sá skaði gæti leitt af sér að kolefnið leysist úr læðingi,“ segir Frolicher. sgs@mbl.is Upplitun Þessir kórallar tilheyra Kóralrifinu mikla sem hefur orðið fyrir mikilli bleikingu. Slík bleiking verður sífellt algengari með hlýnun jarðar. AFP Stóra kóralrifið í Belís er næststærsta kóralrif í heimi. Það, líkt og önnur kóralrif, er í hættu vegna loftslagsbreytinga og hlýnun á yfirborði sjávar sem ýtt hafa undir svokallaða kórallableikingu. Nemó Þessir trúðafiskar eru meðal þeirra sjávarspendýra sem búa í námunda við Kóralrifið mikla, en um 25% allra sjáv- ardýrategunda treysta á rifin, jafnvel þó að þau þeki minna en 1% af yfirborði sjávar. Ef þau skemmast er voðinn vís. Vísindamenn hafa áhyggjur af hitabylgj- um á hafi úti sem geta m.a. örvað vöxt eitr- aðra þörunga og fælt í burtu nytjafiska.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.