Morgunblaðið - 01.09.2018, Side 51

Morgunblaðið - 01.09.2018, Side 51
LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2018 MORGUNBLAÐIÐ 51 Eitt sinn þegar Drangey var að leggja úr höfn á Króknum kom upp bilun í olíu- verki aðalvélarinnar. Það var rifið úr í hvelli og farið með það inn á vélaverk- stæði Kaupfélags Skagfirðinga. Valli Jóns vélvirki rauk í verkið og vann hratt. Var hann niðursokkinn í vinnu sína og hélt stilliskrúfu einni á milli var- anna. Þá kom verkstjórinn aftan að honum, klappaði á öxl hans og spurði: „Hvernig gengur, Valli minn?“ Valla dauðbrá og hrökk hann í kút með þeim afleiðingum að stilliskrúfan hrökk ofan í hann og varð Drangeyjan að fresta veiðiferðinni um einhverja daga, eða þar til skrúfan skilaði sér nið- ur af honum! Afdrifarík bilun Gísli Bergs, lengi útgerðarmaður í Nes- kaupstað, var einn þeirra sem notuðu aldrei númer þegar þeir hringdu innan- bæjar. Hann þurfti auðvitað stundum að hringja heim til sín og sagði þá gjarnan við talsímastúlkuna: „Heyrðu, gæskan, viltu gefa mér samband við sjálfan mig – heima hjá mér.“ Notaði aldrei númer Kristján Mikkelsen hitti um árið sjó- manninn Leif Þormóðsson – Leibba Manna – í Hótelteríunni á Húsavík. Að venju var spurt um aflabrögð og Leibbi sagði að þeir væru komnir með um 100 tonn. „Og er það brúttó eða nettó?“ spurði Mikkelsen. „Hvorugt,“ svaraði Leibbi. „Þetta er mestan part ufsi.“ Brúttó eða nettó? Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Silfur Bátar í Reykjavíkurhöfn smekkfullir af síld. Í kringum síldveiðarnar hafa spunnist margar góðar sögur sem gerðust bæði úti á sjó og í landi. Þeir bræður Ragnar og Gunnar Helga- synir, kenndir við Kamb, reru á báti sín- um Hjalta í fjölda ára frá Siglufirði. Einu sinni sem oftar voru þeir við veiðar á Héðinsfirði og gekk mikið á því báðir bræðurnir féllu fyrir borð í þess- um túr, þó ekki samtímis, og tókst þeim að bjarga hvor öðrum úr sjónum. Þegar bræðurnir sigla Hjalta fyrir Siglunesið á heimleiðinni og bærinn þeirra blasir við segir Ragnar við bróð- ur sinn: „Hvað heldur þú að mamma hefði sagt ef Hjalti hefði komið einn til baka?“ Féllu báðir fyrir borð Oddur spekingur Helgason, ættfræðingur og lengi sjómað- ur, hefur orðið: Eitt sinn réði ég mig á Narfa RE 13 sem vanan neta- mann. Ekki var hæfni mín á þessu sviði þó alveg í takt við sannleikann – kannski ekki svo ýkja langt frá honum samt – en mig bráðvantaði vinnu og Óli Koll, loftskeytamaður á skipinu, studdi frásögn mína. Svo gerðist það í fyrsta túrnum að trollið kom upp rifið. Helgi skipstjóri taldi sig heppinn að hafa svona vanan netamann um borð, en einmitt þegar til átti að taka kom á mig hik, enda vissi ég ekkert hvernig ætti að lagfæra þetta. „Hvað er þetta, maður, vannstu ekki á netaverkstæði?“ kallaði skipstjórinn þá reiðilega til mín. „Jú,“ svaraði ég og það var alveg sannleikanum sam- kvæmt. „Hvað gerðirðu eiginlega þar?“ kallaði skipstjórinn á ný. „Ég ... ég var sendill.“ Vanur á verkstæðinu Fengur Aflinn úr veiðitúr Þrastar RE 64 borinn að bryggju. Margt hefur breyst síðan þessi mynd var tekin. Fjölbreytt úrval af gæða viftum frá Vent-Axia fyrir eldhúsið, baðherbergið, skrifstofuna, verkstæðið eða hesthúsið. Við aðstoðum ykkur við rétta valið. Lo-Carbon Silhouette 125 Centrif-duo Silent 12in Wall fan Hi-line Sabre Plate DALVEGI 10-14 | 201 KÓPAVOGI | SÍMI 540 7000 | FALKINN.IS Hreint loft og vellíðan Það borgar sig að nota það besta VENT–AXIA VIFTUR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.