Morgunblaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 48
Ú tibúið er svona rétt að ganga af stað. Þar er aðeins einn starfsmaður sem stendur, sem vinn- ur að því að koma upp afhendingum varahluta og skrá fé- lagið samkvæmt lögum þar í landi,“ segir Elliði Hreinsson, framkvæmdastjóri Curio, í samtali við 200 mílur. „Við erum að huga að því að í framtíðinni verði útibú- ið í Tromsö. En einhvers staðar verðum við að byrja.“ Ekki er þó um að ræða fyrsta strandhögg fyrirtækisins á er- lendri grundu, heldur er þegar til staðar útibú í Peterhead í Skot- landi, sem starfrækt hefur verið í nær fimm ár. „Við ákváðum snemma að koma okkur vel fyrir þar, því þar er stærsti fiskmark- aður í Evrópu og heilmikið líf í kringum hann,“ segir Elliði. Flökunarvélin flaggskipið Ný klumbuskurðarvél er nú í far- vatninu hjá fyrirtækinu, en sú fyrsta af þeirri gerð verður send til Noregs á næstu vikum. „Hér er allt á fullu við smíði þeirrar vélar og það hillir undir lokin á því ferli,“ segir Elliði og bætir við að vélin sé tölvustýrð og að hún skeri fisk sem búið sé að hausa. „Hún sker klumbuna af fyrir flökun. Þetta hafa menn verið að gera ýmist í höndum eða með vél- um sem í raun og veru eru ekki til þess hannaðar. Þessi kemur beint af færibandinu í einmitt þetta verk, þar sem hún mælir einnig fiskinn og sker á mismunandi máta út frá því hvaða tegund fisks fer í gegnum hana. Menn forvelja tegundina, vélin stærðarmælir fiskinn og sker hann svo, þar sem skurðarferillinn getur verið í sam- ræmi við þær afurðir sem menn vilja fá úr fisknum; allt til að há- marka nýtinguna.“ Flökunarvél Curio er enn í dag nokkurs konar flaggskip fyrirtæk- isins. „Hún er og hefur verið stærsti pósturinn okkar í sölunni, en auk hennar erum við með roð- vélar og hausara og nú þessa klumbuskurðarvél.“ Breiða úr sér í Hafnarfirði Um þessar mundir starfa rúmlega fjörutíu manns hjá fyrirtækinu, sem fyrst fór á flug fyrir um það bil tíu árum, í kringum hrun ís- lensku bankanna. Tiltölulega nýverið reisti Curio sérstaka kennslubyggingu við höfuðstöðvar sínar í Hafnarfirði. Þar er boðið upp á námskeið fyrir starfsmenn í þeim vinnslum sem kaupa vélar Curio, svo þeir læri að stilla og stýra vélunum. Fram- kvæmdum við höfuðstöðvarnar er þó ekki lokið því nú stendur yfir frekari stækkun á þeirri byggingu sem fyrirtækið notar til fram- leiðslu vélanna. Hafnarfjörður, Húsavík og heimurinn Heilmikið er að gera í tæknifyrirtækinu Curio í Hafnarfirði, en þaðan eru fluttar út vélar til fiskvinnslna víða um heim. Í sumar opnaði Curio útibú nærri borg- inni Molde í Noregi, en þangað hefur stór hluti framleiðslunnar streymt síðustu misserin. Morgunblaðið/Eggert Stórhuga „Við erum að huga að því að í framtíðinni verði útibúið í Tromsö. En einhvers staðar verðum við að byrja,“ segir Elliði Hreinsson framkvæmdastjóri Curio. Stál Hjá Curio er núna unnið að smíði fullkominnar klumbskurðarvélar en flökunarvélin er enn flaggskip fyrirtækisins. Fróð Curio stækkaði húsakynni sín í Hafnarfirði og bætti m.a. við kennslustofu. „Við erum að breiða aðeins úr okkur hérna í Eyrartröðinni. Svo erum við auðvitað búin að stækka heilmikið á Húsavík, en við erum með útibú þar. Þá stendur yfir heilmikil stækkun útibúsins í Skotlandi.“ Vélasamstæða fyrir sæbjúgu Elliði greinir einnig frá verkefni sem nú er unnið í samstarfi við ís- lenska fyrirtækið Aurora Seafood, en í því felst gerð vélasamstæðu fyrir vinnslu á sæbjúgum. „Hún tekur þau, slægir, ristir upp og skefur holdið af skrápnum,“ segir hann og bætir við að um öfluga græju sé að ræða. Spurður hvort tækifæri kunni að leynast fyrir slíka vél á erlendum mörkuðum, svo sem í Kína, segir Elliði að í dag fari þessi vinna að mestu fram í mannshöndum, að minnsta kosti í Kína. „En hér á landi hefur þetta meira og minna verið heilfryst og flutt í gámum út, sem hefur í raun og veru í för með sér töluverðan útflutning á vatni, sem tekur dýr- mætt flutningspláss. Þessi vél ætti því að auka verðmætasköpun og gera það að verkum að hráefnið er unnið þegar það er enn ferskt. Við komum náttúrlega að þessu verk- efni sem vélarframleiðandi, en Davíð [Freyr Jónsson, fram- kvæmdastjóri Aurora Seafood] fékk styrk frá ESB til að bæta veiðar og vinnslu á sæbjúgum. Í undirbúningi er önnur ný vél, sem vonast er til að komi á mark- að um áramótin, en í henni verður notuð ný tækni við svokallað „deep skinning“, á bæði bolfiski og laxi. „Hún verður tölvustýrð og mun geta mælt flökin, auk þess sem hægt verður að stýra skurð- arferlunum að vild. Sú vél er al- gjör nýjung. Eins og þú heyrir er virkilega mikið í gangi,“ segir El- liði léttur í bragði. sh@mbl.is 48 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2018 Fjórar af hverj- um fimm vél- um fluttar út Tækin frá Curio eru að mestu leyti flutt út til notkunar er- lendis, eða um 80 prósent framleiðslunnar að sögn Elliða. „Það eru um fimmtán til tuttugu prósent vélanna sem seljast hér innanlands. Síðustu tvö ár hefur straumurinn að- allega legið til Noregs, Eystra- saltsríkjanna og Póllands, en svo er alltaf reytingur til Eng- lands, Skotlands, Bandaríkjanna og í raun út um allt,“ segir hann. „En Noregur hefur komið sterkur inn undanfarin misseri. Þar eru menn að byrja að reyna að vinna afurðirnar meira heima, eftir að gengi norsku krónunnar fór að bjóða upp á það.“ Ljóst er að vélar fyrirtækisins fara víða en blaðamanni er spurn hvernig útgerð í Litháen eða Póllandi komist í samband við fjörutíu manna fyrirtæki norður í Atlantshafi. „Við erum náttúrlega alltaf á sýningunum, í Boston og Bruss- el, og svo er þessi heimur bara mikið tengdur. Þetta er hálf- gerður saumaklúbbur, orðsporið breiðist út á milli manna, meðal annars með heimsóknum í vinnslur annarra fyrirtækja.“ Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.