Morgunblaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 20
Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Á örfáum árum hefur orðið verulegur samdráttur í humarveiðum hér við land. Mælingar Haf- rannsóknastofnunar benda til þess að nýliðun hum- arstofnsins hafi tekið að minnka árið 2008 og línan legið rakleiðis niður á við síðan þá. Veiðiheim- ildir hafa minnkað í samræmi við þróun stofnsins: á veiðitímabilinu 2010-11 var aflamark 2.100 tonn en komið niður í 1.300 tonn kvóta- árið 2016-17. „Stofninn er í mikilli nið- ursveiflu og algjör brestur í nýlið- un,“ segir Sverrir Halldórsson, sviðsstjóri botn- fisksviðs Vinnslustöðv- arinnar í Vest- mannaeyjum, þegar hann er spurður um ástandið. Minnkandi ný- liðun má m.a. sjá á vaxandi meðalstærð þess humars sem veiðist sem þýðir að hlutfall ungs og smávaxins humars fer minnk- andi. Sverrir segir mögulega hægt að greina minniháttar við- snúning á allrasíðustu misserum. „Þeir hjá Skinney-Þinganesi hafa haft frumkvæði að því að reyna að nota þau gögn sem verða til í vinnslunum til að greina ástand stofnsins, enda allur humarinn flokkaður sjálfvirkt. Tölurnar gefa okkur vísbendingu um að meðalþyngd þess humars sem veiðist hafi lækkað örlítið og er það góðs viti.“ Kostar störf og dregur úr hagkvæmni veiða Samdráttur humarveiða hefur nei- kvæð áhrif á rekstur útgerðanna sem veiðarnar stunda og bitnar á atvinnulífi þeirra bæjarfélaga þar sem þessar útgerðir starfa. Sverri bendir á að þau fyrirtæki sem eru umsvifamest í humarveiðum; Skin- ney-Þinganes, Rammi og Vinnslu- stöðin í Vestmannaeyjum, stundi blessunarlega fjölbreyttar veiðar og því margar stoðir undir rekstr- inum. Tapið er samt greinilegt: „Hjá Vinnslustöðinni höfum við gert út tvö humarveiðiskip und- anfarin ár en vorum áður með þrjú og jafnvel fjögur. Á verju skipi er tíu manna áhöfn, og með afleys- ingafólki vel á þriðja tug manna sem hafa beina atvinnu af veiðum eins skips, og síðan annað eins af fólki sem vinnur við humarvinnslu landi, að afleiddum störfum ótöld- um,“ segir Sverrir og bendir á að eftir því sem veiðarnar dragast meira saman verði þær líka óhag- kvæmari. „Það er best að vera með sem mesta samfellu í veiðum og vinnslu en nú er svo komið að þá mánuði sem að humarveiðar standa yfir er humarvinnslan ekki starfandi nema hluta úr viku.“ Auk þess sem veiðimagnið hefur breyst hefur veiðitíminn færst lít- illega til. Sverrir segir að skv. ákvæðum reglugerða megi hum- arveiðar ekki byrja fyrr en í mars og vera lokið í nóvember. „Hér áð- ur fyrr voru menn oft að byrja um miðjan maí og voru að fram til ágúst-september, en það hefur breyst og veiðarnar byrja núna fyrr.“ Ekki er með öllu ljóst hvað gæti skýrt versnandi ástandi hum- arstofnsins. „Ástæðan er ekki sú að veiðarnar hafi verið óhóflegar, og hefur kvótinn verið skorinn nið- ur jafnt og þétt en þrátt fyrir það hefur gerst að ónýttur kóti hafi brunnið inni,“ segir Sverrir og bætir við að Hafrannsóknastofnun hafi á undanförnum árum aukið rannsóknir á íslenskum humri og m.a. beitt nýjum aðferðum til að kortleggja betur búsvæði tegund- arinnar. Á meðan eykst eftirspurnin En gæti það gerst að íslenskir matgæðingar færu að eiga í vand- ræðum með að finna humar úti íbúð, til að setja á grillið eða í pönnuna? Sverrir segir það vissu- lega auka á vandann að á sama tíma og humarstofninn hefur skroppið saman hefur eftirspurn á innanlandsmarkaði aukist og þá ekki síst vegna fjölgunar ferða- manna sem vilja ólmir smakka humarrétti á veitingastöðunum. „Innanlandsmarkaðurinn er orðinn miklu stærri en hann var, en þar seljum við nær eingöngu hum- arhala á meðan það er einkum heill frystur humar, með haus og öllu saman, sem seldur er úr landi. Samsetningin á sölunni hefur verið að breytast smám saman, og meira hlutfall af veiddum humri sem rat- ar inn á innanlandsmarkað. Engu að síður hafa margir framleið- endur þurft að skera við nögl þar sem þeir geta afhent innlendum kaupendum og við gætum sjálfsagt selt mun meira af humri innan- lands ef við ættum hann til.“ Skiptar skoðanir eru um hvaða skref ætti að stíga næst. Sumir hafa jafnvel viðrað þá hugmynd að réttast væri að banna humarveiðar tímabundið, og gefa stofninum þannig enn betra tækifæri til að styrkjast. Sverrir segir að greinin reiði sig á ráðleggingar og rann- sóknir Hafró hann en varar þó við því að algjör stöðvun veiða muni hafa ýmsar neikvæðar afleiðingar. „Það verður nefnilega hægara sagt en gert að sækja aftur inn á mark- aði þegar veiðar hefjast að nýju. Að vinna aftur tapaðan markað er alls ekki sjálfgefið og gæti verið æskilegra að stöðva veiðar ekki al- farið svo að megi áfram halda við- skiptaleiðum opnum,“ segir hann. „Það er einnig mikilvægt að halda áfram veiðum til að hafa yfirsýn ástandið á miðunum. Veiðarnar þarf bara að stunda með allri nauðsynlegri varúð. Stofninn mun rétta sig við en það mun taka ein- hvern tíma og við verðum þrauka á meðan hann byggist upp á ný.“ „Gætum selt mun meira af humri ef við ættum hann til“ Stærðarmælingar humarvinnslanna benda til þess að meðalstærð veidds humars hafi minnkað lítillega og gæti það verið til marks um viðsnúning í nýliðun humarstofnsins. Aflamark hefur minnkað um nærri helming frá árinu 2010 og bitnar samdráttur í veiðum á bæði útgerðum og starfsfólki. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Lostæti Ferðamannastraumurinn hefur orðið þess valdandi að eftirspurn eftir humri hefur stóraukist. Mynd úr safni. Morgunblaðið/Kristinn Benedikt Dugnaður Það þarf margar hendur, bæði á sjó og á landi, til að vinna humarinn. Sverrir Haraldsson 20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2018 „Í lok júní fengum við á fund okkar í atvinnuveganefnd sérfræðinga Haf- rannsóknastofnunar og fulltrúa stærri og minni útgerða sem hafa veitt humar hér við land í marga áratugi, og áttum við mjög upplýs- andi samræður,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir. „Nýliðun humarsins hefur hrunið á undanförnum árum og hef ég miklar áhyggjur af þróun- inni rétt eins og sjómenn.“ Lilja er formaður atvinnuvega- nefndar Alþingis og bendir hún á að það feli í sér verulega röskun fyrir atvinnulíf á vissum svæðum á land- inu hve mikið humarveiðar hafa dregist saman. „Árið 1963 veiddust um 6.000 tonn af humri á Íslands- miðum en í fyrra var aflinn kominn niður í tæp 1.200 tonn,“ upplýsir Lilja og bendir á að það sé einkum í byggðum á Suðurlandi, s.s. Höfn í Hornafirði, Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn sem útgerðir og íbúar reiða sig á humarinn. „Tekjutapið er auðvitað töluvert, og það sem meira er þá eru áhrifin slík fyrir marga að það er hreinlega ekki lengur arð- bært að stunda þessar veið- ar.“Aðspurð hvað sé til ráða segir Lilja að erfitt sé að finna orsök þeirrar slæmu þróunar sem hefur orðið á humarstofninum. „Því var haldið fram á fundi okkar að það sæi mjög á miðunum og spurning hvort öflugar togveiðar stærri báta, og flestra með tvö troll, hefðu þar áhrif. Áður fyrr var aðeins veitt í þrjá mánuði hvert ár og engin tog- skip en nú eru togskip og bátar á veiðum í um níu mánuði á ári og ef til vill hefur það neikvæð áhrif á líf- ríkið. Ef til vill á makríllinn þátt í þessu enda er hann nýleg viðbót við lífríkið í hafinu umhverfis Ísland og kann að éta humarlirfurnar. Þorsk- stofninn hefur líka stækkað og gæti það verið á kostnað humarlirfa sem þorskurinn étur,“ útskýrir Lilja. „Í þessari stöðu er mikilvægt að auka rannsóknir svo við skiljum betur hvað hefur þessi áhrif á humarinn og síðan verðum við að reiða okkur á tillögur Hafrannsóknastofnunar hvort sem stofnunin telur eðlilegt að halda veiðum óbreyttum, draga úr þeim eða jafnvel stöðva þær um skeið.“ Morgunblaðið/Golli Rá gáta Lilja Rafney segir makrílinn eða þorskinn hugsanlega sökudólga, eða ranga notkun veiðarfæra. Besta ráðið sé að fylgja tillögum Hafró. Mikilvægt að auka rannsóknir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.