Morgunblaðið - 01.09.2018, Síða 31

Morgunblaðið - 01.09.2018, Síða 31
LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2018 MORGUNBLAÐIÐ 31 fer ekkert á milli mála og allt eru þetta mannanna verk. Frá einum stað til annars hafa menn verið mis- jafnlega útsjónarsamir að finna leiðir til að lifa af breytingar í sjávarútveg- inum eða þá byggju upp nýjar at- vinnugreinar. Víða hefur fólk verið að tengja saman ferðaþjónustu og sjávarútveg sem oft hefur tekist vel. Hér á Suðureyri og á Flateyri koma margir til að stunda sjóstangveiði en aflinn sem hún skilar er lagður inn í fiskvinnsluna á staðnum, sem ferða- menn úr skemmtiferðaskipunum heimsækja reglulega allt sumarið. Standveiðarnar hafa líka verið mikil lyftistöng hér sem víða annars staðar yfir sumarmánuðina,“ segir Lilja Rafney sem leggur þó áherslu á að staðan og framvindan í sjávarbyggð- unum ráðist alltaf talsvert af því að veldur hver á heldur. Og hún segir að síðustu: Drukkna ekki í útópíu „Veiðigjöldin þarf að endurskoða með tilliti til þess að litlu og með- alstóru fyrirtækin geti lifað af. Við sem sitjum á Alþingi megum ekki drukkna í útópíu eða hugmyndafræði um hvað sé hægt að leggja á há veiði- gjöld án tillits til ólíkrar afkomu, samfélags og byggðarsjónarmiða. Það má ekki gleymast í þessari um- ræðu að það er nauðsynlegt að gera fiskveiðistjórnunarkerfið sjálft rétt- látara og efla nýliðun og sporna við áframhaldandi samþjöppun í grein- inni. Allar stjórnvaldsaðgerðir þurfa að taka mið af veruleikanum hverju sinni og litlu fyrirtækin þurfa að eiga sér von. Atvinnulífið þarf að vera fjölbreytt og byggð öflug um allt land og í því efni er sjávarútvegurinn mikilvæg undirstaða.“ útgerðunum Suðureyri Það er stutt á fengsæl miðin hvaðan menn koma með góðan afla. Grandaskipin Togaraflotinn í Reykjavík, sem er kvótahæsti staður landsins. Óvenjulegt listaverk vekur athygli þeirra sem fara um hafnarsvæðið á Suðureyri; útsýnispallur með stafni og framan við hann er víravirki sem sýnir útlínu konu með opinn faðminn. Verk þetta er hönnun Lilju Rafneyjar, en hugmyndin að því bar sigur úr být- um þegar sjávarútvegsfyrirtækið Klofningur ehf. á Suðureyri efndi árið 2008 til samkeppni um umhverf- isverkefni í þorpinu. Margir leggja leið sína að pallinum og horfa þar til hafs – og virða svo fyrir sér sjómannskon- una sem þarna stendur og bíður eftir manni sínum, syni eða öðrum ástvini. „Mér fannst þetta vera áhugavert verkefni og mín teikning og tillaga fékk náð fyrir augum dómnefndar, sem mér þótti afar vænt um,“ segir Lilja Rafney. Þröstur Marselíusson á Ísafirði smíðaði þetta listaverk sem heitir Markúsína og er nefnt eftir föð- urömmu þingkonunnar,Markúsínu Jónsdóttur,sem sjálf átti eiginmann og fimm syni sem sóttu sjóinn og fór- ust tveir þeirra af slysförum til sjós. Rafn Ragnarsson drukknaði ungur í sjóslysi 1955 og var föður Lilju Raf- neyjar þá aðeins 16 ára gömlum naumlega bjargað þegar báturinn sökk eftir árekstur við breskan tog- ara. Seinna dó annar sonur hennar Jón Ingimarsson í slysförum á bát sínum 1981. Sterkar og þrautseigar „Sjórinn gefur og sjórinn tekur það hefur verið raunin á Íslandsmiðum í gegnum aldirnar og ég ber mikla virð- ingu fyrir sjómannastéttinni og sjó- mannskonum sem hafa í gegnum tíð- ina verið sterkar og þrautseigar og haldið utan um fjölskylduna í blíðu og stríðu,“ segir Lilja Rafney. Markúsína stendur vörð við innsiglinguna Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ferðamaður Skoðar listaverkið og víravirki af konu er fyrir stafninum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.