Morgunblaðið - 01.09.2018, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2018
skipa síðustu ár,“ segir hann og
bætir við að Rússar séu vanir
skipasmiðir, skipin verða raðs-
míðuð og væntanlega mun bætast í
reynslubankann með hverju skipi
að sögn Haraldar. „Fyrsta skipið á
að vera tilbúið í lok árs 2019 eða í
byrjun árs 2020. Síðan koma þau
með fjögurra til fimm mánaða
millibili eftir það, og svipað mun
gilda um krabbaskipin,
Hann segir Knarr búa vel að því
að fyrirtæki innan raða þess hafi
undanfarin ár átt veigamikinn þátt
í endurnýjun íslenska fiskiskipa-
flotans. „Með því að taka þátt í
þessum nýsmíðaverkefnum á Ís-
landi síðastliðin fimm til sjö ár
hafa fyrirtækin öðlast gríðarlega
mikla þekkingu og reynslu, en
ekki síst kemur til góða sú stað-
reynd að þau hafa öll áður unnið
saman með hvert öðru. Sum auð-
vitað meira en önnur, en eftir
stendur að þau hafa unnið mikið
saman og það er lykilatriði ef vel á
að ganga, að þú þekkir þann sem
þú ert að vinna með skiptir gríð-
arlega miklu máli.“
40% af virði skipsins frá Knarr
Blaðamanni leikur forvitni á að
vita, hyggist hann koma sér upp
vinnslu og skipi til veiða, hvort það
sé eflaust fátt sem Knarr geti þá
ekki útvegað. Haraldur er snöggur
til svara.
„Það er í raun það sem við lögð-
um upp með, og er okkar stefna í
dag, að verða leiðandi fyrirtæki í
tilbúnum fiskiskipalausnum og líka
landvinnslulausnum. Ef við-
skiptavinur kemur til okkar og
óskar til dæmis eftir nýju skipi, þá
getum við skilað því vel áleiðis. Við
getum sagt sem svo að fjörutíu
prósent af virði skipsins kæmu frá
okkar fyrirtækjum sem eru inni í
Knarr. Hinn hlutinn væri þá stálv-
inna og skrokkur, vélin og ýmis
búnaður sem kemur annars staðar
frá,“ segir Haraldur.
„Þó er það ekki þannig, að ef
viðskiptavinur segist ekki vilja
vöru ákveðins fyrirtækis innan
okkar raða, þá er það ekki eitt-
hvað sem við stöndum í vegi fyrir.
En auðvitað reynum við alltaf að
selja lausnir okkar allra til að skila
svokallaðri Turn-Key (heild-
arlausn) en það vilja mörg sjáv-
arútvegsfyrirtæki fá.“
Opna nýja markaði
Spurður hvernig verkefnastaða
fyrirtækjanna sex hafi breyst eftir
tilkomu Knarr segir Haraldur að
hún hafi breyst töluvert mikið.
„Það er mikið að gera. En sem
betur fer eru þessi fyrirtæki öll-
sömul búin að hafa nóg að gera við
endurnýjun íslenska flotans síð-
ustu ár, auk þess sem sum fyr-
irtækjanna hafa tekið þátt í end-
urnýjun skipaflota íslenskra
fyrirtækja á erlendri grundu. Nú
er þessi endurnýjun íslenska fiski-
skipaflotans langt á leið komin þó
að hún sé ekki búin og þá er Rúss-
land klárlega vettvangur fyrir þau
til að sanna sig og selja sína vöru,“
segir hann.
„Það er ljóst að fyrir þessi fyr-
irtæki hefur Knarr opnað nýja
markaði sem er að skila sér núna.
Ef allt gengur upp sem við erum
að gera núna þá erum við með á
annan tug skipa í pípunum, fyrir
utan landvinnslurnar allar. Í þessu
felast gríðarleg verkefni fyrir þessi
fyrirtæki næstu 5 árin allavega.
Ég held þetta verði því mikil vinna
hjá öllum á komandi árum, en þá
erum við aðeins að tala um Rúss-
land.“
Segja má því að seglin séu þanin
um þessar mundir í Rússlandi, og
telur Haraldur þess vegna mik-
ilvægt að gróðursetja fræ í öðrum
löndum á meðan vel gengur. „Þeg-
ar seglin fara aðeins að blakta get-
urðu verið kominn með önnur
verkefni af stað sem þá geta tekið
við
„Mörg lönd finna hjá sér mikla
endurnýjunarþörf. Auðvitað eru
margir um hítuna – við erum ekki
einir í heiminum – en við höldum
ótrauð áfram með kraftmikla
vöruþróun og reynum alltaf að
vera betri. Þá á okkur eftir að
farnast vel.
Erfitt að vera einn
Að fenginni sinni reynslu segist
Haraldur þeirrar skoðunar að
fleiri íslensk fyrirtæki mættu at-
huga möguleikann á að stofna
svipuð regnhlífarfélög utan um
sína markaðsstarfsemi í fleiri at-
vinnugreinum.
„Það hefur sýnt sig í þessu, að
það getur verið erfitt fyrir eitthvað
eitt fyrirtæki að ætla að fara af
stað á erlendan markað, þar sem
fyrir er fjöldi samkeppnisaðila. Þó
að við hér á Íslandi teljum okkur
kannski vera virkilega stór og
þekkt, þá er staðreyndin sú að
mörg þessara fyrirtækja eru alltof
lítil til að ætla að koma ein og sér
og selja bara sinn búnað inn í
svona stóra fiskiskipalausn. Þá er
miklu sterkara að koma fleiri sam-
an að borðinu,“ segir hann og bæt-
ir við að önnur fyrirtæki hérlendis
hafi sýnt mikinn áhuga á að starfa
með Knarr. „Þau vilja kynna sínar
vörur og koma sér á framfæri í
gegnum okkur. Við erum auðvitað
alltaf opin fyrir því og skoðum það
með opnum hug.“
Spurður hvaða áhrif styrking
krónunnar hafi haft á rekstur
Knarr segir hann menn oft vilja
einblína um of á gengi krónunnar,
þó að hún sé klárlega akkilles-
arhæll fyrir mörg fyrirtæki. „Það
sem við Íslendingar þurfum að
gera er að nýta þetta unga kraft-
mikla og vel menntaða fólk sem
við eigum, ráða það í vinnu og ein-
faldlega búa til með því góða vöru.
Skaginn3X er gott dæmi þar um,
hafa ráðið til sín margt ungt fólk
sem öðlast reynslu á hverjum degi
og mun leiða fyrirtækið áfram á
komandi árum.
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Sókn Knarr hefur farið vel af stað en að félaginu standa framúrskarandi hönnuðir og smiðir tækja og skipa. Mynd úr safni tekin í Hafnarfjarðarhöfn.
Nýi skjáveggurinn frá Brimrúnu, einu þeirra sex fyrirtækja sem saman mynda Knarr.
Sameinar það besta í rafsuðu
Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288