Morgunblaðið - 01.09.2018, Qupperneq 29
eins upp á móti. En klárlega væri
gott ef álíka mikill kraftur eða fjár-
magn væri sett í að veikja krónuna og
varið er í að styrkja hana,“ segir Guð-
mundur. „Það vantar jafnvægi.“
Útlit fyrir leyfi á næstu vikum
Í farvatninu fyrir austan er stækkun
eldisins, í Berufirði og Fáskrúðsfirði,
og er útlit fyrir að leyfi fyrir slíku
muni fást á næstu vikum að sögn
Guðmundar. „Umhverfismatið er
komið og nú er verið að vinna í
rekstrar- og starfsleyfinu, hjá Mat-
væla- og Umhverfisstofnun.“
Undirbúningur er þegar hafinn
fyrir aukna framleiðslu. „Seiðafram-
leiðsla er hafin og munum við setja
seiði út í Fáskrúðsfjörð á næsta ári,
ef allt fer eftir áætlun. Þá heldur
þessi uppbygging áfram; fleiri störf
og meiri framleiðsla.“
Undanfarin ár hafa skapast tugir
starfa í kringum umsvif fyrirtækis-
ins. „Við erum með um tuttugu
starfsmenn í eldinu hjá okkur en svo
eru um fimmtíu í vinnslunni á Djúpa-
vogi. Þetta eru því í kringum sjötíu
manns sem eru að vinna þar, en svo
erum við með í kringum tuttugu og
fimm manns sem eru að vinna við
seiðaframleiðsluna. Allt í allt eru
þetta því tæplega hundrað manns
sem vinna við eldið í dag.“
Með samning við Whole Foods
Nær öll framleiðsla fyrirtækisins er
flutt út til Bandaríkjanna, en með
lagni náðu forsvarsmenn eldisins
samningi við bandarísku heilsu-
vöruverslanakeðjuna Whole Foods.
„Þar á bæ vilja menn hágæðafisk og
það var langt ferli að komast þangað
inn. Keðjan er með mjög stífa staðla;
ég held það séu ekki nema þrír eða
fjórir framleiðendur í heiminum sem
standast þá, og við erum þar á meðal.
Við framleiðum enda lax í háum gæða-
flokki, með ströngustu fram-
leiðsluaðferðum sem hægt er að
finna.“
Laxinn er ekki ýkja lengi á leiðinni
til Bandaríkjanna, en þangað er hann
yfirleitt fluttur með flugi að sögn Guð-
mundar.
„Nú bíðum við bara eftir að Kína
opni, en það er verið að vinna í því í
ráðuneytinu að fá innflutningsleyfi á
laxi til Kína. Það hefur dregist í þrjú
ár að fá það, þrátt fyrir að vera með
fríverslunarsamning við Kína fáum
við ekki að flytja laxinn inn því það er
ekki búið að skrá hann inn hjá Kína.
Þetta er bara svona diplómatískt ferli
sem tekur tíma, en okkur var nú lofað
að fá Kína sem allra fyrst þar sem það
var lokað á okkur til Rússlands. Þrjú
ár eru liðin síðan sú lokun skall á.“
„Mikil fórn fyrir litla þjóð“
Guðmundur segir Kínamarkað ört
vaxandi. „Norðmenn náðu að opna
hann núna um áramótin og það má
glögglega sjá margföldun í útflutningi
á norskum laxi til Kína síðustu mán-
uði. Þetta er stór hluti af heildar-
markaðnum, það er Kína og Rúss-
land,“ segir hann og bætir við að það
sé einkennileg staða að þurfa að horf-
ast í augu við lokaðan Rússlands-
markað.
„Á sama tíma og frændur okkar í
Færeyjum eru búnir að hafa greiða
leið þangað inn allan þennan tíma. Það
ætti að vera tiltölulega auðvelt fyrir ís-
lensku ríkisstjórnina að binda enda á
þetta. Þetta er mikil fórn fyrir litla
þjóð, að hafa Rússland lokað.“
Berufjörður Ný staðsetning sjókvía Fiskeldis Aust-
fjarða er utar í firðinum en sú gamla. Búlandstindur
gnæfir yfir byggð og atvinnulífi svæðisins.
Vöxtur „Umhverfismatið er komið og nú er verið að vinna í rekstrar- og starfsleyfinu, hjá Matvæla- og Umhverfisstofnun,“ segir Guðmundur um stækkunarplön.
LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2018 MORGUNBLAÐIÐ 29
Búlandstindur á Djúpavogi, sem slátrar og pakkar
laxinum fyrir Fiskeldi Austfjarða, tók í byrjun sum-
ars í notkun nýtt kerfi, svokallað ofurkælikerfi, við
slátrun á laxi.
Kerfið er hannað af Skaganum 3X og afkastar allt
að 13 tonnum á sólarhring, en ekki þarf að setja
nema lítið magn af ís í kassana til kælingar við út-
flutning, sem sparar flutningskostnað auk þess sem
umbúðirnar nýtast betur. Ekki síst mikilvæg er sú
staðreynd að ofurkælingin lengir geymsluþol fisks-
ins, enda Ísland lengra frá mörkuðum en helstu sam-
keppnislönd.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Verðmæti Stór og fallegur lax bíður pökkunar og flutnings á erlendan markað. Sendingin mun metta fjölda fólks.
Ofurkældir laxar þurfa lítinn ís