Morgunblaðið - 01.09.2018, Page 17

Morgunblaðið - 01.09.2018, Page 17
Tvenns konar freistnivandi Að sama skapi bendir hann á að til séu annars konar lausnir. „Þetta myndavélaeftirlit snýst náttúrlega að tvenns konar freistnivanda. Annars vegar þegar sjómaður í umboði útgerð- armannsins stendur frammi fyrir því að vera með verðlítinn afla, og finnur þá fyrir freistingu til að kasta þeim verðlitla afla í sjóinn, eins og ítrekað hefur verið fjallað um. Hins vegar er um að ræða vigt- armálin, þar sem sú undarlega ráðstöfun er uppi að fyrirtæki sem bæði veiða og vinna aflann hafa í mörgum tilfellum heimild til þess að vigta eigin afla án aðkomu ann- ars eða þriðja aðila. Freistingin í þeim tilfellum er rík til að minnka magnið og þar með spara kostnað í formi launa, hafnargjalda og veiðiheimilda,“ segir Arnar. Þá bendir hann á að til langs tíma hafi verið uppi hugmyndir um fasta ísprósentu. „Í því fælist gríðarlega mikill sparnaður fyrir hið opinbera, að hreinlega losna við eftirlit og eftirfylgni með allri þessari endurvigtun, sem hefur verið mjög umdeild. Í stað þess kæmi föst ísprósenta að sumri, föst ísprósenta að vetri, föst íspró- senta á dagróðrarbáta og föst ísprósenta á útilegubáta.“ Margfalt betri leið en hin „Þetta er mönnum í lófa lagið og þá hefur útgerðarmaðurinn í raun um tvennt að velja, annars vegar að ísa nóg og fá gott verð fyrir aflann, eða ísa ekki nóg og fá lak- ara verð fyrir aflann, en spara sér þá að einhverju leyti veiðiheimild- irnar. Að okkar viti er þetta marg- falt betri leið að þessu markmiði, heldur en að auka endalaust eft- irlitsiðnaðinn. Tilhugsunin um mögulegt myndavélaeftirlit vekur mig að minnsta kosti til umhugs- unar um það, hvert við erum kom- in í allri þessari umræðu.“ Hvað brottkastið varðar segir Arnar að oft hafi gleymst það til- raunaverkefni sem farið var af stað með fyrir fáeinum árum, sem nefnist VS-afli, sem gildir til að mynda um veiðar á ufsa hjá strandveiðibátum. Það verkefni segir hann hafa gengið langt fram- ar væntingum. Heimild skipa til að koma með verðlítinn afla að landi með þessum hætti snarm- innki líkur á brottkasti í stórum stíl eins og dæmi séu um. Hentu skötuselnum áður fyrr „Útgerðum var þá gert heimilt að landa þeim afla sem þær gætu hugsanlega ellegar hafa hent, þar sem ekki hefði svarað kostnaði að landa honum. Fullur afsláttur af kvóta var veittur af þessum afla en á móti kom að þær fengu auð- vitað afskaplega lítið greitt fyrir aflann. Eftir stóð að þær töpuðu þó ekki á að koma með hann að landi,“ segir Arnar. „Snilldin í þessu öllu var sú að verðmæti þessa afla rann beint til Hafrannsóknastofnunar, og hefur stóraukið tekjur stofnunarinnar. Þetta mætti útvíkka enn þá frekar og það myndi klárlega verða til þess að brottkast myndi minnka. Það er auðvitað alltaf eitthvert verðmæti fólgið í öllum afla. Þú getur farið fjörutíu ár aftur í tím- ann og séð hvar menn hentu skötusel. Slíkt þætti fásinna í dag. Það sama gildir eflaust um þann afla sem einhverjum þykir sjálf- sagt að kasta á brott nú á dögum.“ Sátt um að hlutir séu í ólagi Að lokum segir Arnar samtökin hafa í áraraðir bent á skakka sam- keppnisstöðu sjávarútvegsfyr- irtækja á Íslandi. „Það hefur ítrekað komið fram og felst fyrst og fremst í tvöfaldri verðmyndun, en sjómönnum í landinu eru enn þann dag í dag greidd mismunandi laun fyrir sömu vinnu. Þetta hefur að okkar viti, í öll þessi ár, unnið á móti ís- lenskri fiskvinnslu, og er og verð- ur eitt af okkar helstu áherslu- málum. Og þegar ég lít yfir fiskveiðiárið þá finnst mér athygl- isvert hversu lítil umræða hefur verið um þessa óumdeilanlegu staðreynd. Mér sýnist ríkja mikil sátt um að hlutirnir séu hreinlega í ólagi.“ Þá bendir hann á að ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, hafi ákveðið að framkvæma í sam- starfi við OECD svokallað sam- keppnismat á rekstarumhverfi ferðaþjónustu og byggingariðn- aðar. „Það væri fagnaðarefni ef slíkt væri jafnframt gert í sjávar- útvegi, enda hefur samkeppniseft- irlitið ítrekað bent á samkeppn- ishamlandi þætti innan hans.“ Morgunblaðið/Arnþór Birkisso Bátar Samkepnisstaða sjávarútvegsfyrirtækja er skökk í ýmsu, segir formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda. LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2018 MORGUNBLAÐIÐ 17 Vissir þú að svefnskortur eykur hættu á að menn geri mistök sem geta leitt til slysa. Láttu ekki þreytu og svefnleysi sigla með þig í strand. Vökum yfir öryggi okkar. EKKI SOFNA Á VERÐINUM!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.