Morgunblaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2018 ÁRAMÓT Í SJÁVARÚTVEGI Skúli Halldórsson sh@mbl.is Þ orsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir veiðar og vinnslu hafa gengið vel á fiskveiðiárinu sem nú er nýlokið. „Bolfiskveiðarnar hafa gengið nokkuð vel en á sama tíma hafði maður vonast til að það yrðu meiri loðnuveiðar í vetur. Við hefðum gjarnan viljað veiða meiri loðnu og þar urðum við fyrir svolitlum von- brigðum. Svo hefur uppsjávarveiðin verið erfið, bæði á kolmunna og á makríl, og þar hefur veðrið spilað stórt hlut- verk,“ segir Þorsteinn. „Veðrið var erfitt í vetur, sem hafði áhrif á veið- arnar og þá sérstaklega uppsjáv- arveiðarnar.“ Nýju skipin reynst ágætlega Árið í heild sinni metur hann hvorki jákvætt né neikvætt en seg- ir sveiflur hafa verið í báðar áttir. „Verð var nokkuð stöðugt en bol- fiskverð hækkaði ekki og þær lækkanir sem voru árið áður í karfa og ufsa gengu því miður ekki til baka.“ Nýjasti ísfisktogarinn í eigu Samherja, Björg EA 7, lagði að Forskotið fer ört minnkandi Loðnuveiðar hefðu mátt vera betri á nýliðnu fisk- veiðiári, segir forstjóri Samherja. Erfið veður settu strik í reikninginn í vetur og verslanakeðjur herða sífellt kröfur um afhendingaröryggi. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Forstjórinn Bolfiskveiðarnar hafa gengið nokkuð vel en á sama tíma hafði maður vonast til að það yrðu meiri loðnuveiðar í vetur, segir Þorsteinn Már Baldvinsson. Samherji seldi aflaskipið mikla Vil- helm Þorsteinsson EA 11 úr landi í ágústmánuði. Verður skipið afhent kaupendum í Rússlandi um næstu áramót. „Hann er búinn að þjóna okkur í átján ár og okkur fannst vera kominn tími á hann,“ segir Þor- steinn og bætir við að um sé að ræða áframhaldandi endurnýjun flota félagsins á Íslandi. Skipið hefur verið eitt afla- mesta skipið í íslenska uppsjáv- arflotanum frá aldamótum og var til að mynda það aflahæsta fisk- veiðiárin 2007/2008, 2012/2013 og 2014/2015. Samið hefur verið um smíði á nýju uppsjávarskipi að sögn Þor- steins en þó með ýmsum fyr- irvörum. Bendir hann á að ekki verði um frystiskip að ræða. „Við erum búin að skrifa undir við danska skipasmíðastöð en það eru nokkrir fyrirvarar á því sam- komulagi,“ segir Þorsteinn. Aflaskip Vilhelm Þorsteinsson EA hefur verið í flota Samherja frá 2000. Vilhelm seldur til Rússlands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.