Morgunblaðið - 01.09.2018, Page 14

Morgunblaðið - 01.09.2018, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2018 ÁRAMÓT Í SJÁVARÚTVEGI Skúli Halldórsson sh@mbl.is Þ orsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir veiðar og vinnslu hafa gengið vel á fiskveiðiárinu sem nú er nýlokið. „Bolfiskveiðarnar hafa gengið nokkuð vel en á sama tíma hafði maður vonast til að það yrðu meiri loðnuveiðar í vetur. Við hefðum gjarnan viljað veiða meiri loðnu og þar urðum við fyrir svolitlum von- brigðum. Svo hefur uppsjávarveiðin verið erfið, bæði á kolmunna og á makríl, og þar hefur veðrið spilað stórt hlut- verk,“ segir Þorsteinn. „Veðrið var erfitt í vetur, sem hafði áhrif á veið- arnar og þá sérstaklega uppsjáv- arveiðarnar.“ Nýju skipin reynst ágætlega Árið í heild sinni metur hann hvorki jákvætt né neikvætt en seg- ir sveiflur hafa verið í báðar áttir. „Verð var nokkuð stöðugt en bol- fiskverð hækkaði ekki og þær lækkanir sem voru árið áður í karfa og ufsa gengu því miður ekki til baka.“ Nýjasti ísfisktogarinn í eigu Samherja, Björg EA 7, lagði að Forskotið fer ört minnkandi Loðnuveiðar hefðu mátt vera betri á nýliðnu fisk- veiðiári, segir forstjóri Samherja. Erfið veður settu strik í reikninginn í vetur og verslanakeðjur herða sífellt kröfur um afhendingaröryggi. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Forstjórinn Bolfiskveiðarnar hafa gengið nokkuð vel en á sama tíma hafði maður vonast til að það yrðu meiri loðnuveiðar í vetur, segir Þorsteinn Már Baldvinsson. Samherji seldi aflaskipið mikla Vil- helm Þorsteinsson EA 11 úr landi í ágústmánuði. Verður skipið afhent kaupendum í Rússlandi um næstu áramót. „Hann er búinn að þjóna okkur í átján ár og okkur fannst vera kominn tími á hann,“ segir Þor- steinn og bætir við að um sé að ræða áframhaldandi endurnýjun flota félagsins á Íslandi. Skipið hefur verið eitt afla- mesta skipið í íslenska uppsjáv- arflotanum frá aldamótum og var til að mynda það aflahæsta fisk- veiðiárin 2007/2008, 2012/2013 og 2014/2015. Samið hefur verið um smíði á nýju uppsjávarskipi að sögn Þor- steins en þó með ýmsum fyr- irvörum. Bendir hann á að ekki verði um frystiskip að ræða. „Við erum búin að skrifa undir við danska skipasmíðastöð en það eru nokkrir fyrirvarar á því sam- komulagi,“ segir Þorsteinn. Aflaskip Vilhelm Þorsteinsson EA hefur verið í flota Samherja frá 2000. Vilhelm seldur til Rússlands

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.