Morgunblaðið - 01.09.2018, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2018
ÁRAMÓT Í SJÁVARÚTVEGI
ur breytt. Markmið mitt er að
frumvarpið sem fram kemur í
haust taki á þeim ágöllum sem
finna má í núverandi kerfi, og þá
er stærsta atriðið í rauninni það að
reyna að færa álagningu þessara
gjalda sem næst okkur í tíma. Í því
felst mesta áskorunin.“
Ráðherrann segist enn fremur
finna fyrir ágætis sátt í samfélag-
inu um að greidd skuli gjöld fyrir
nýtingu auðlinda sem eru undir
forræði ríkisins. „Átökin um veiði-
gjöldin hafa að mestu snúist um
fyrirkomulag innheimtunnar,
hvernig til þeirra er stofnað og svo
fjárhæðirnar.“
Spurður hvort fyrirtæki í fisk-
eldi megi vænta keimlíkra gjalda
segir Kristján að það hafi verið
hluti af þeirri sátt sem gerð var á
milli veiðiréttarhafa annars vegar
og fiskeldisfyrirtækja hins vegar.
„Ég er að sjálfsögðu að skoða
þann þátt í samræmi við sáttina.
En ég held að við hljótum að þurfa
að ræða það hvort ekki sé orðið
skynsamlegra að ríkið ákveði fyrir
fullt og allt með hvaða hætti það
ætlar að skattleggja nýtingu auð-
linda sem eru á þess forræði, frek-
ar en að útbúa einhvers konar sér-
staka skattheimtu fyrir einstakar
greinar holt og bolt,“ segir Krist-
ján.
„Þegar farið er að kalla eftir því
að auðlindagjald nokkurs konar
verði lagt á fleiri greinar en færri
– þegar umræðan er orðin svona –
þá er ekki fjarlægt að hugsa sér
það að skynsamlegt gæti verið að
ríkið markaði sér almenna reglu
um það hvernig gjaldtöku af auð-
lindum eigi að vera háttað.
Sárt að sjá á eftir Rússlandi
Um þrjú ár eru liðin síðan stjórn-
völd í Moskvu samþykktu að
banna innflutning á matvælum frá
fjölmörgum löndum á Vest-
urlöndum, sem samþykkt höfðu að
grípa til refsiaðgerða gegn Rúss-
landi vegna framferðis Rússa í
Úkraínu. Íslensk stjórnvöld tóku
þátt í aðgerðunum og enn eru dyr
Rússlandsmarkaðar lokaðar fyrir
útflutningi íslenskra sjávarafurða.
Kristján segir að sárt hafi verið að
sjá á eftir þeim markaði.
„Ekki síst í ljósi þess hversu
sterkt og langt viðskiptasamband
hefur verið á milli Íslendinga og
Rússa. En viðskiptasambönd eru
greinilega fljót að tapast og mark-
aðir sömuleiðis, sem erfitt er að
byggja upp aftur. Eðlilega sjá
menn eftir þessum markaði en það
er ekkert útilokað að hann muni
opnast aftur. Óumdeilt er þó að
það myndi taka okkur nokkurn
tíma að byggja hann upp á ný,“
segir ráðherrann.
Eftirlitsfrumvarpið gagnrýnt
Greint var frá því á vef 200 mílna í
ágústmánuði að Fiskistofu verður
heimilt að vakta löndun og vigtun
afla með rafrænum eftirlitsmynda-
vélum, auk þess sem hún mun geta
nýtt sér fjarstýrð loftför við eft-
irlitsstörf verði væntanlegt frum-
varp sjávarútvegsráðherra að
veruleika.
Vísað var í drög að frumvarpinu,
sem er að finna á vef Stjórnarráðs-
ins, en þar segir að varla hafi
nokkrum dulist sú umræða sem
uppi hafi verið í fjölmiðlum um
skort á eftirlitsheimildum Fiski-
stofu til að sinna fiskveiðieftirliti
og gagnrýni á lagaumgjörð eft-
irlitsins.
Drög þessi hafa sætt þónokkurri
gagnrýni í kjölfar umfjöllunar-
innar, meðal annars af hálfu Sam-
bands ungra sjálfstæðismanna,
Samtaka atvinnulífsins og ekki síst
Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Á vef SFS segir að svo virðist sem
grundvöllur lagasetningarinnar sé
almannarómur þar sem nið-
urstöður rannsókna hafi ekki sýnt
fram á að brottkast tíðkist í mikl-
um mæli. Þá segir enn fremur að
það tæki starfsmann 7.200 klukku-
stundir að fara yfir myndefni frá
skipi sem væri 300 daga á ári við
veiðar og vinnslu, eða þrjú ár og
274 daga.
Mikilvægt að virða reglurnar
Kristján segist hafa átt von á upp-
byggilegri viðbrögðum. „Ég átti
von á að menn myndu senda inn
tillögur og hugmyndir að því með
hvaða hætti mætti berja í þessa
bresti. Það sem ég vil segja um
þetta mál er að það er gríðarlega
mikilvægt að allir fylgi veiðiráð-
gjöfinni og virði þær reglur sem í
lög hafa verið leiddar, hvort sem
það er við útreikning aflamagns,
vigtun eða hvað við kemur brott-
kasti,“ segir hann.
„Ég hef raunar þá trú að þetta
hafi batnað stórum á síðustu árum,
og verulegur samdráttur orðið á
þessu. Engu að síður tel ég þörf á
því að viðhaft sé eftirlit með um-
gengni um auðlindina á öllum stig-
um en að því verði skipað þannig
að það verði bæði sem kostn-
aðarminnst fyrir hið opinbera og
eins þá sem eru eftirlitsskyldir.“
Kristján tekur fram að um sé að
ræða drög að frumvarpi. Sjálft
frumvarpið verði ekki frágengið
fyrr en búið verði að fá úttekt Rík-
isendurskoðunar á starfsemi
Fiskistofu, sem væntanleg sé með
haustinu. „Þá viljum við fara yfir
þær umsagnir sem berast og ein-
beita okkur að þeim gagnlegu til-
lögum sem þeim kunna að fylgja.
Það er öllum ljóst sem vilja vita
það hefur enginn áhuga á því að
byggja hér upp eftirlitskerfi sem
yrði einhvers konar stóri bróðir.
Sem betur fer er lítil stemning fyr-
ir því og engin hugsun í þá veru
heldur.“
Mikilvægur loðnusamningur
Þriggja ára samningaviðræðum
milli Íslands, Grænlands og Nor-
egs lauk fyrr í sumar með und-
irritun nýs samnings um hlutdeild
í loðnukvóta milli ríkjanna. Sam-
kvæmt samningnum fær Ísland
80% loðnukvótans, Grænland 15%
og Noregur 5%, en nær engin
loðna er lengur veidd nema í lög-
sögu Íslands auk þess sem hún
hefur ekki verið veidd að sumri í
mörg ár.
Kristján segist ánægður með að
hafa náð samkomulagi við grann-
ríkin tvö. „Það er mikilvægt að
þessi samningur sé kominn á, um
hvernig nýtingu þessa mikilvæga
stofns eigi að vera háttað, því það
er algjört grundvallaratriði. Í því
sambandi þarf bara að horfa til
þess hvernig þjóðirnar við Norður-
Atlantshafið umgangast kolmunna,
makríl og síld, þar sem sóknin er
langt umfram ráðgjöf og al-
gjörlega ósjálfbær,“ segir Krist-
ján.
„Það er því gleðilegt að ná
samningum við nágranna okkar
um loðnuna, því hún er okkur mjög
mikilvæg bæði sem nytjastofn en
ekki síður sem fæða fyrir aðra
fiskistofna á Íslandsmiðunum. Af
þeim sökum er það töluvert um-
hugsunarefni að þetta skuli vera
eini deilistofninn í Norður-
Atlantshafi sem samkomulag næst
um. Það er mjög merkilegt því all-
ar þessar þjóðir sem hér lifa og
starfa gefa sig út fyrir það að vera
með sjálfbæra nýtingu í huga, og
þá er mjög einkennilegt að við
skulum ekki geta náð saman um
nýtingu á þeim nótum.“
Ótrúleg tækni og þekking
Að lokum telur Kristján vert að
geta þess að sjávarútvegur árið
2018 snúist um meira en hefð-
bundnu útgerðirnar sem sæki fisk-
inn í sjóinn, þó að hlutverk þeirra
sé vissulega stórt. Íslensk tækni-
fyrirtæki veki sífellt meiri athygli
erlendis og hasli sér ört völl fjarri
heimaslóðum.
„Ef maður horfir yfir sjávar-
útveginn hér á Íslandi, frá minnstu
einingu til hinnar stærstu, og allt
það sem við kemur því að sækja
þennan afla sem við fáum úr sjón-
um, vinna hann og koma honum á
markað erlendis, þá er alveg ótrú-
legt að sjá þá tækni, þekkingu og
getu sem býr í atvinnugreininni.
Geta fólksins til að búa til verð-
mæti vex ár frá ári og það er ákaf-
lega gleðilegt.“
Ljósmynd/Þröstur Njálsson
Vinna Kristján segir það hafa verið ákveðin vonbrigði að ná ekki samkomulagi um breytingar á veiðigjöldunum í vor.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Undirstaða „Það er gleðilegt að ná samningum við
nágranna okkar um loðnuna, því hún er okkur mjög
mikilvæg bæði sem nytjastofn en ekki síður sem
fæða fyrir aðra fiskistofna á Íslandsmiðunum.“
ÞÓR FH
Opnunartími:
Opið alla virka daga
frá kl 9:00 - 18:00
Lokað um helgar
Tölvuverslun - Reykjavík:
Ármúla 11
108 Reykjavík
Sími 568-1581
Vefsíða og
netverslun:
www.thor.is
Epson EB-2247U Skerpa: 15,000: 1
Upplausn: WUXGA, 1920 x 1200, 16:10 (Full HD)
Birta: 4,200 Lumen Litur/hvítt ljós
2,410 Lumen (eco) Litur/hvítt ljós
Peru: 5500 klukkutímar - hefðbundin notkun
12000 klukkutímar - “Eco mode”
Tengi: USB 2.0 Type A, USB 2.0 Type B, RS-232C,
Ethernet interface (100 Base-TX / 10 Base-T),
Gigabit ethernet interface, VGA in (2x),
VGA out, HDMI in (2x), Composite in,
RGB in (2x), RGB out, MHL, Stereo mini jack
audio out, Stereo mini jack audio in (2x),
Miracast, Wireless LAN IEEE 802.11a/b/g/n/ac
4200
Góður skjávarpi frá EPSON sem brúar bilið
milli hefðbundins skrifstofu/skólavarpa og
hágæða heimilis skjávarpa. Mjög bjartur
varpi (4520 Lumen.) Hægt að tengja þráðlaust
með Appi í iOS og Android tækjum.
Þráðlaus og bjartur háskerpu-skjávarpi
EPSON SKJÁVARPI