Morgunblaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2018
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
H
andbeiting á línu, sem rík
hefð er fyrir hjá útgerð-
inni í Bolungarvík, er á
undanhaldi og þær við-
bótaraflaheimildir sem
svonefnd línuívilnun skilar geta því
tapast. Beitningarvélar eru komnar
í marga báta í Víkinni og sam-
kvæmt því missa þau ábótina sem
útgerðarfyrirtækin njóta séu bát-
arnir gerði út á handbeitta línu.
Ætla má að þetta séu um 1.000
tonn, segir Jón Páll Hreinsson,
bæjarstjóri í Bolungarvík, sem tel-
ur mikilvægt að gerðar verði þær
breytingar á regluverki og lögum í
samræmi við nýjar aðstæður svo
aflaheimildir þessar haldist áfram í
bænum.
Um hvert starf munar
„Í dag vinna 30-40 manns hér í Bol-
ungarvík við línubeitningu og á bak
við þá tölu eru kannski 100 íbúar.
Verkmenning er auðvitað í stöðugri
þróun og ekkert við því að segja að
frekar sé beitt með vél en í hönd-
um. Það er hins vegar nauðsynlegt
að tryggja að við glötum ekki störf-
um af þessum sökum. Í 950 manna
sjávarplássi munar um hvert
starf,“ segir Jón Páll.
Af heildaraflaheimildum hvers
árs fara 5,3% í kvótapott stjórn-
valda, sem svo er ráðstafað úr til
ýmissa sértækra mála. Þar undir er
til dæmis byggðakvótinn, og svo
línuívilnunin sem komið var á í
kringum aldamótin meðal annars
vegna þrýstings frá Vestfirðingum.
Fyrirkomulag línuívilnunar er
lýst svo á vef Fiskistofu, að úr dag-
róðrabátum á línuveiðum má í ein-
stökum róðrum landa afla umfram
aflamark í þorski, ýsu og steinbít.
Þessi heimild er bundin við ákveðið
hámark í hverri tegund og skil-
greind tímabil. Skilyrðin eru meðal
annars að hafi línan verið beitt í
landi má landa 20% umfram afla
sem reiknast til kvóta og sé í bátn-
um lína stokkuð í landi er viðbótin
15%. Þá þarf báturinn að koma til
löndunar innan við sólarhring frá
því að farið er úr höfn Jafnframt
verður útgerðin að tilkynna fyrir
fram um upphaf þess tímabils sem
gert er út á línuna.
Kvótinn verður munaðarlaus
„Ef línubeitningin dettur út verður
talsverður kvóti henni eyrnamerkt-
ur munaðarlaus. Þá ætti að vera út-
gjaldalaust að ráðstafa honum
áfram til staða eins og Bolung-
arvíkur, þótt á breyttum for-
sendum verði. Það er raunar mjög
mikilvægt mál sem ég hef rætt um
við sjávarútvegsráðherra, þing-
menn og fleiri – sem sýna þessu
skilning þótt ekkert hafi gerst í
málinu enn,“ segir Jón Páll.
Heildarkvóti skipa og báta sem
gerð eru út frá Bolungarvík er nú
rúmlega 10.100 tonn en landaður
afli í Bolungarvíkurhöfn hefur síð-
ustu árin verið á bilinu 17-18.000
tonn.
„Víkin er einn fárra staða á land-
inu þar sem útgerðin hefur klár-
lega verið að styrkjast síðustu árin.
Héðan er gerður út einn togari og
þrír snurvoðarbátar auk nokkurra
slíkra, meðal annars af Snæfells-
nesi, sem héðan er róið á haustin.
Þá eru héðan gerðir út fjórir 15
tonna línubátar og svo telur strand-
veiðin á sumrin ansi drjúgt. Allt
þetta kemur skýrt fram meðal ann-
ars í því að tekjur hafnarsjóðs eru
að aukast og verða í ár um 100
milljónir króna,“ segir Jón Páll.
Flýja fasteignamarkað
á höfuðborgarsvæðinu
Í hendur við þetta segir hann svo
að haldist að íbúum í Bolungarvík
hafi á síðastliðnum þremur árum
fjölgað um nærri 50 manns, á sama
Línubeitning að líða undir lok
Atvinnuhættir eru að breytast en mikilvægt er að
halda í störf og aflaheimildir. Í Bolungarvík er land-
að allt að 18.000 tonnum af afla á ári og almennt
hefur Víkin verið að styrkjast sem útgerðarstaður,
segir Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Handavinna Sterk hefð er fyrir því í Bolungarvík að handbeita línu sem skapar 30-40 störf í bænum. Við beitninguna þarf að hafa hörð handtök, enda eru línurnar ógnarlangar og krókarnir í þúsundavís.
Sigling Það er stutt á fiskislóð frá Bolungarvík, þar sem fjöldi báta og skipa er gerður út. Myndin var tekin vestra í sl. viku.
Sturlaugur Jónsson & Co
er umboðsaðili fyrir
Selhella 13
Hafnarfjörður
sími 412 3000