Morgunblaðið - 01.09.2018, Qupperneq 44
Flaumur Í gegnum verksmiðjuna rennur ógrynni af fiski svo að verka má risastóran skipsfarm á einum degi.Tækni Með sjálfvirkni tekst að halda fjölda starfsmanna óbreyttum.
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
S
tarfsmenn Skagans 3X,
Kælismiðjunnar Frosts
og Rafeyrar eru um þess-
ar mundir að leggja loka-
hönd á uppsjávarverk-
smiðju Varðin Pelagic á Suðurey í
Færeyjum. Fiskvinnslan er með
ólíkindum stór og segir Ingólfur
Árnason, framkvæmdastjóri Skag-
ans 3X, að sennilega sé hvergi í
heiminum hægt að finna stærri og
afkastameiri uppsjávarverksmiðju.
„Þetta verkefni er svo stórt að það
er varla hægt að lýsa því,“ segir
hann og bætir við að pökkunar-
afköst verksmiðjunnar séu í kring-
um 1.000 kg á mínútu. „Hér leggj-
ast stór skip að landi með þúsund
tonna farma og markmiðið að geta
tæmt eitt skip á dag í staðinn fyrir
að þurfa tvo daga eins og áður.
Það þýðir að allur fiskur sem fer
hér í gegn verður ferskari sem
nemur að meðaltali einum degi.“
Það sem gerir verkefnið á Suð-
ureyri enn merkilegra er hvað
framkvæmdirnar hafa gengið hratt
fyrir sig. Fiskvinnsla Varðin Pela-
gic brann til kaldra kola fyrir
rösku ári og var hafist handa við
að reisa nýja verksmiðju fyrir um
tíu mánuðum. „Ég held það myndi
enginn nema brjálaðir Íslendingar
fara í svona verkefni en búnaðinum
var komið fyrir samhliða byggingu
hússins og er núna svo komið að
vinnslubúnaðurinn er klár áður en
húsið er fullfrágengið.“
Eyjan full af Íslendingum
Verksmiðjan sem brann var útbúin
vinnslulausn frá Skaganum 3X og
eftir ítarlega skoðun tóku eigendur
Varðin Pelagic ákvörðun um að
velja aftur lausn frá Skaganum 3X
í nýja húsið. Skaginn 3X hannar og
smíðar allan vinnslubúnað, Kæl-
ismiðjan Frost ber ábyrgð á frysti-
vélakerfinu og Rafeyri sér að
stórum hluta um rafmagnskerfi
hússins en verksmiðjan er samtals
rúmlega 10.000 fermetrar að
stærð.
Ingólfi reiknast til að þegar
mest lét hafi um 60 starfsmenn
Skagans 3X verið á Suðurey og
sennilega hátt á annað hundrað ís-
lenskir sérfræðingar á svæðinu ef
starfsmenn Frosts og Rafeyrar eru
taldir með. Hafa fyrirtækin þurft
að reiða sig á gestrisni heima-
manna til að koma öllum þessum
skara fyrir. „Við fáum að gista í
öðru hverju húsi og svo var fengið
skip sem hefur legið við bryggju
og verið notað til að hýsa mann-
skapinn.“
Bæði Íslendingar og Færeyingar
hafa lagt sig alla fram til að nýja
verksmiðjan rísi hratt og vel og
segir Ingólfur að mjög stór hópur
fólks hafi lagt hönd á plóg: „Ís-
lensku fyrirtækin þrjú sem hafa
veg og vanda af tækjum og tækni
reiða sig á ótalmarga aðila víðs-
vegar á Íslandi bæði hvað varðar
hönnun og smíði.“
Mörg framfaraskref
Gríðarleg vinnslugeta uppsjávar-
verksmiðjunnar stafar ekki af því
að tekin hafi verið risastökk, held-
ur voru tekin mörg góð smáskref
hér og þar í öllu vinnsluferlinu.
Ingólfur segir eigendur Varðin
Pelagic hafa haft ákveðnar hug-
myndir um breytingar, byggðar á
reynslu sinni og með hugvitsam-
legum lausnum og lagfæringum á
ýmsum stöðum hafi tekist að gera
góðan vinnslubúnað enn betri.
„Með þessu verkefni stígum við
einu skrefi lengra inn í fjórðu iðn-
byltinguna og nýtum sjálfvirkni í
meira mæli en áður,“ segir hann.
„Útkoman er sú að verksmiðjan er
um það bil helmingi afkastameiri
en sú sem brann, en stefnt að því
að nota jafnmarga starfsmenn til
að halda vinnslunni á fullum af-
köstum. Rekstur verksmiðjunnar
verður því hagkvæmari á sama
tíma og afköstin auka ferskleika og
gæði vörunnar.“
Næst til Rússlands
Innan skamms verður verksmiðjan
á Suðurey gangsett og tekur þá við
næsta verkefni, austast í Rúss-
landi. Þar ætla Skaginn 3X, Frost
og Rafeyri að smíða ekki eina,
heldur tvær stórar og fjölhæfar
uppsjávarverksmiðjur og verður sú
fyrri gangsett í maí 2019 og sú síð-
ari í ársbyrjun 2020. „Fyrirtækin
þrjú eru orðin vön því að vinna
saman og í sameiningu hefur okk-
ur tekist að búa til vöru sem er
einstök að því leytinu til að við í
sameiningu bjóðum sjávarútvegs-
fyrirtækjum um víða veröld heild-
arlausn sem er í senn nánast als-
jálfvirk, hagkvæm í rekstri og
afkastamikil. Gott samstarf ís-
lenskra tæknifyrirtækja er lykill-
inn að því,“ segir Ingólfur.
„Það myndi enginn nema brjálaðir
Íslendingar fara í svona verkefni“
Íslensk fyrirtæki, með Skagann 3X í fararbroddi,
hafa á skömmum tíma smíðað risastóra og af-
kastamikla uppsjávarverksmiðju í Færeyjum. Næst
verður stefnan tekin á Rússland þar sem stendur til
að smíða tvær stórar verksmiðjur í viðbót.
Verðmætasköpun Með því að bæta ýmislegt í vinnsluferlinu hefur tekist að búa til uppsjávarverksmiðju sem afkastar nær tvöfalt meiru en sú gamla með sama fjölda starfsmanna. Tæknin er öll íslensk.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Útrás Ingólfur Árnason er brattur og hlakkar til landvinninga í Rússlandi.
44 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2018