Morgunblaðið - 01.09.2018, Síða 53
LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2018 MORGUNBLAÐIÐ 53
Gvendur Eyja var með gríðarlega
stórar og kraftalegar hendur, sann-
kallaða hramma. Einhverju sinni
var hann að koma með Herjólfi til
Vestmannaeyja og sat á spjalli við
kunningja sinn í borðsalnum.
Þarna á næsta borði sat karl einn
úr Reykjavík og fylgdist grannt
með þeim félögum. Þegar leið á
ferðina færði hann sig að borðinu
til þeirra og sagði við Gvend:
„Ég er búinn að vera að skoða á
þér hendurnar og held að ég hafi
aldrei fyrr séð jafnstórar hendur á
nokkrum manni. Fyrirgefðu að ég
spyr, en við hvað starfar maður
með svona stórar hendur?“
Gvendur hallaði undir flatt og
sagði síðan:
„Þér að segja, þá er ég úrsmið-
ur.“
Stórar
hendur
Jón Berg Halldórsson er vafalítið mesti
hrekkjalómur íslenska flotans fyrr og
síðar og snemma byrjaði það.
Jón Berg var dagmaður á Voninni VE
árið 1954, þá 19 ára gamall. Hlutverk
hans var meðal annars að dytta að
ýmsum hlutum í vél. Einnig að tæma úr
kamarfötunni. Var það lítt eftirsókn-
arvert, eins og gefur að skilja. Það var
bæði óþrifalegt og síður en svo aðlað-
andi starf að bograst inn á kamarinn,
draga fötuna undan setunni, arka með
„gúmmelaðið“ út á dekk, kasta því í
sjálft Atlantshafið og koma svo ílátinu
aftur fyrir á sínum stað.
Setan var ekkert annað en planki
með gati á sem tók þegjandi á móti
brosandi rasskinnum skipverjanna –
sem létu svo úrganginn vaða í fötuna.
Lyktin á kamrinum var hræðileg, þarna
loddi við óþrifnaður allt um kring eftir
margra ára notkun.
Það þarf mann með einstakt hug-
myndaflug til að gera sér … mat … í
orðsins fyllstu merkingu úr þessu
daunilla starfi. Og það kom bara einn
til greina: Jón Berg Halldórsson.
Einn daginn, þegar Jón Berg var að
fá sér kaffi í lúkarnum sá hann fullan
poka af kakódufti. Hann tók kakópok-
ann og hellti kakóinu í skál. Svo hrærði
hann það út með vatni og útkoman
varð líka þessi fína „ræpa“. Svo lædd-
ist hann með skálina á kamarinn og
sletti kakóhræru yfir alla setuna, svo
varla sást í hana og auðvitað lak eitt-
hvað út af henni og niður á gólf. Í
þessu umhverfi – með fötuna hálfa af
mannaskít og lyktina eftir því – var
þetta ljúffenga kakó í meira lagi ógeðs-
legt, enda engu líkara en einhverjum
hefði orðið brátt í brók og ekki ráðið
neitt við neitt.
Þegar Jón Berg var búinn að sulla
kakóinu á kamarsetuna fór hann niður í
lúkar þar sem áhöfnin var sest til borðs
og beið eftir hádegismatnum. Þar hellti
hann sér yfir strákana, kallaði þá sóða
og spurði hver þeirra hefði eiginlega
drullað yfir kamarsetuna og raunar út
um allt á kamrinum. Enginn kannaðist
við að hafa gert það, en Jón Berg gaf
sig ekki og sagði að þeir yrðu þá bara
að þrífa þetta í sameiningu, því ekki
kæmi til mála að hann gerði það.
Við svo búið fór Jón Berg með skips-
félaga sína aftur á skut bátsins, reif
upp hurðina á kamrinum og sýndi þeim
inn. Þar blasti vissulega ófögur sjón
við. Strákarnir litu hver á annan og
sóru af sér ófögnuðinn.
Þá gerðist það að Jón Berg smeygði
sér framhjá þeim og fór inn á kam-
arinn, stakk þar putta í „kúkinn“ á set-
unni og tók upp væna slettu. Hann
sýndi hana félögum sínum, en stakk
henni síðan upp í sig, kjamsaði eilítið á
gumsinu og sagði svo:
„Þetta er algjörlega hreinn skítur.“
Strákarnir kúguðust. Einhverjir
hlupu fram á dekk og ældu þar. Mat-
arlyst þeirra var lítil það sem eftir lifði
dagsins. Skiljanlega. Enginn þeirra
hafði séð annað eins.
Hrekkirnir
byrjuðu
snemma
Menning Í ljósmyndasafni Morgunblaðsins má finna margar merkilegar myndir sem sýna sögu íslensks sjávarútegs. Þessi er tekin við Reykjavíkurhöfn.
Ingvi Árnason, trillukarl frá Ak-
ureyri, fór fyrst á sumarsíld þegar
hann var 15 ára gamall. Hann hafði
þó ekki aldur til þess að láta
munstra sig á Þerney, en það hét
báturinn, því lágmarksaldurinn var
16 ár. Hins vegar var hann svo
ákveðinn að fara á síldveiðar sum-
arið 1933 að hann laug upp á sig
ári og sagði fulltrúa sýslumanns-
ins að hann væri 16 ára.
Ári seinna fór Ingvi aftur á sum-
arsíld á Þerney. Í þetta sinn gaf
hann upp réttan aldur sinn og
kvaðst vera 16 ára. Fulltrúi sýslu-
manns, sem var sá sami og áður,
leit þá á hann alvarlegum augum
og sagði fullur hluttekningar:
„Þú eldist hægt, vinur minn.“
Fór fimmtán
ára á
sumarsíld
Eitt sinn sem oftar gaf Markús B. Þor-
geirsson, sá sem fann upp björgunarnetið
sem við hann er kennt, upp staðsetningu
á Katrínu sinni til Tilkynningarskyldunnar,
svo sem lög kveða á um. Ekki hafði hann
fyrr sleppt orðinu þegar starfsmaður
hennar spurði:
„Ert þú á leið til Þingvalla?“
Markús hváði og stundi upp:
„Af hverju heldurðu það?“
„Jú, miðað við það sem þú gafst upp er
báturinn staddur á Mosfellsheiði.“
Á leið
til Þingvalla
Einu sinni keypti Ingvar Gunnarsson,
sem rak útgerðarfélagið Þór á Eski-
firði, nýjan dragnótabát úr stáli frá
Svíþjóð. Fékk hann nafnið Geisli og
bar einkennisstafina SU 37. Báturinn
þótti óvenju stuttur fyrir aftan stýr-
ishús og fannst mönnum að töluvert
vantaði á lengdina til að hlutföllin
teldust eðlileg.
Þegar skipið var nýkomið til Eski-
fjarðar flykktust bæjarbúar að til að
skoða það. Einn þeirra var Kalli Sím
(Karl Símonarson), skipasmiður og
lengi forstjóri Vélsmiðju Eskifjarðar.
Að skoðun lokinni snýr hann sér að
fulltrúum útgerðarinnar, grallaralegur
á svip, og spyr:
„Segið mér, strákar; hvenær kemur
svo seinni parturinn?“
Stuttur
fyrir aftan
stýrishús
Endurhannað notendaviðmót gerir Time Zero Navigator auðveldari í notkun en
nokkru sinni fyrr hvort sem það er á snertiskjá eða með mús.
Time Zero Navigator býður upp á fríar
veður upplýsingar yfir internetið.
Tenging við alla NavNet dýptarmæla
í boði sem gerir Time Zero Navigator
að öflugu fiskileitarforriti.
Hægt er að skipta skjánum sem best
hentar hverju sinni.
Allar NavNet ratsjár má tengja við
Time Zero Navigator sem minnkar
plássið sem fer undir tæki í brúnni.
Öflugt notendaviðmót
Ratsjár viðmót
Fríar veður upplýsingar
Dýptarmælis viðmót
Allt um sjávarútveg