Morgunblaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2018 MORGUNBLAÐIÐ 27
áður.“
Greinir hvort los sé í fiskinum
Fleiri tækninýjungar eru í farvatninu
hjá Marel, en fyrirtækið hefur að und-
anförnu leyft FleXiCut-skurðarvélinni
að notast við gervigreind. „Á þessari
sýningu munum við sýna hvernig vélin
getur flokkað flökin eftir því hvort los
sé í fiskinum eða ekki. Við erum með
öflugan röntgen-lampa og út frá hon-
um búum við til þvívíddarlíkan af flak-
inu, en það höfum við gert alveg frá
upphafi. Við erum því með flakið í þrí-
vídd, en nú notum við þau gögn áfram
inn í gervigreindina, sem nýtir þau til
að ákvarða hvort og hversu mikið los
sé í fiskinum. Einnig eru gögnin notuð
til að staðsetja beinin, sem er hægt að
gera með mjög mikilli nákvæmni þeg-
ar til staðar er þrívíddarlíkan af flak-
inu, en það er virkni sem líka hefur
verið frá upphafi.“
Á sýningunni verður sérstök
áhersla lögð á sjálfvirknivæðingu í
gæðaskoðun. „Eins og gæðaskoðun
hefur verið hingað til þá hafa gjarnan
verið tekin slembiúrtök, sem síðan eru
skoðuð, en með tilkomu FleXiCut er-
um við komin með stöðuga gæða-
skoðun þar sem öll flök sem fara í
gegnum vélina eru skoðuð,“ segir Sig-
urður og útskýrir:
„Við tökum röntgen-myndir af öll-
um flökunum og út af rekjanleikanum
sem byggður er í kerfið þá geturðu
gefið endurgjöf inn á starfsstöðvar
snyrtaranna sem eru útbúnir lita-
skjáum, þar sem viðkomandi sér fyrir
framan sig nokkurs konar hitakort af
flakinu, þar sem gallar eru lýstir upp.
Endurtaki mistökin sig í kjölfarið á
öðrum flökum lýsist staðsetning gall-
ans sífellt meira upp. Snyrtirinn áttar
sig þá á því að þarna eru gallar sem
hann þarf að fást við og þarf að bæta
sig í.“
Önnur nýjung á sýningunni er svo-
kallaður gæðaskanni sem mynd- og
litgreinir yfirborð flaksins og getur
t.d. greint litbrigði í flakinu eins og
mar eða blóðbletti sem og útlínur
flaksins og metið hvort eitthvað megi
betur fara.
Áreiðanleiki og þjónusta
Spurður um helstu áskoranir fram-
undan segir Sigurður að asinn sé orð-
inn mikill í geiranum. „Það vilja allir
að hlutirnir gerist á stundinni. Það er
svo mikið að gerast og svo mörg verk-
efni í gangi að ég finn mig knúinn til
að minna á það að þetta er langhlaup,
ekki sprettur. Númer eitt, tvö og þrjú
snúast áskoranirnar líka um áreið-
anleika vélanna og þjónustuna,“ segir
hann.
Í því samhengi bendir Sigurður á
að öflug tölvutækni nútímans hefur
einnig opnað möguleikann á að safna
saman gögnum úr FleXiCut-vélunum
víða um heim og nýta þau til að hjálpa
viðskiptavinum að bera sig saman við
aðra sem hafa sömu vélar í notkun.
„Við erum alltaf að hugsa um hvernig
við getum nýtt þau gögn sem aflað er
við vinnsluna og þetta er mjög spenn-
andi verkefni.“
„Það er eitt að geta teiknað upp
flotta verksmiðju en svo þarf hún að
vera notendahæf, hún þarf að vera
með hugbúnað sem stýrir henni út frá
einhverjum miðlægum stað, og
stjórnandinn þarft að hafa yfirsýn yf-
ir hvað er að gerast. Síðan þarf að
sjálfsögðu að hafa teymi sem er
reiðubúið að þjónusta verksmiðjuna
og halda henni við. Það sem við erum
að sjá núna og er klárlega áskorun,
það er að flækjustigið á þessum kerf-
um er að margfaldast. Er því lyk-
Áhugasamir Marel tekur þátt í fjölda vöru- og fagsýninga og ræktar með því tengslin við viðskiptavini sína um allan heim. Handtök Fiskvinnslutæki í dag eru orðin afar háþróaður búnaður.
Lykilatriði er að vera í nánu
sambandi við viðskiptavini
okkar og að við náum að
þjónusta þá vel.
Fengsælum sjómönnum kann að þykja
freistandi að hlaða bát sinn út í hið óendanlega.
Það getur hins vegar skapað mikla hættu þar
sem ofhleðsla getur leitt til alvarlegra slysa.
Gætum að öryggi okkar og siglum örugg í höfn.
ERTU
AFLAKLÓ?