Morgunblaðið - 01.09.2018, Qupperneq 46
46 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2018
Þ
að kemur mér stundum á óvart hve
mikla veislumáltíð er hægt að gera
úr fiskinum með lítilli fyrirhöfn.
Með svona ferskt og gott hráefni
þarf lítið til svo að útkoman verði
fjarskagóð máltíð,“ segir Dröfn Vilhjálms-
dóttir matarbloggari með meiru.
Dröfn heldur úti vefsíðunni Eldhússögur
(www.eldhussogur.com) en þar má finna ara-
grúa ómótstæðilegra uppskrifta af öllu tagi.
Dröfn er sérstaklega lunkin við að gera óvið-
jafnanlegar kökur en á sér líka fáa jafningja
þegar kemur að því að útbúa gott salat,
freistandi steik, eða fiskrétt sem fær mat-
argesti til að falla í stafi.
Dröfn segist hafa lært að meta íslenska
fiskinn betur þegar hún bjó með fjölskyldu
sinni í Svíþjóð í hálfan annan áratug. „Þar er
fiskurinn úti í búð langt því frá eins ferskur
og góður og hér á Íslandi,“ segir hún en
bætir við að þó svo að það að matreiða fisk
þurfi ekki að vera flókið þá sé hægt að fara
bæði vel og illa með hráefnið:
„Í gamla daga var fiskurinn oft ofsoðinn
en núna vita flestir að galdurinn við að gera
góðan fiskrétt er að ofelda hann ekki. Þetta
er eitthvað sem maður þarf hreinlega að æfa
sig á og prófa sig áfram með, en það getur
létt lærdómsferlið að nota einföld hjálp-
artæki á borð við hitamæli sem stungið er í
fiskinn.“
Hollur skyndibiti
Þeir sem ekki eru vanir að elda mikla það
stundum fyrir sér að matreiða fisk en Dröfn
hvetur alla til að prófa og hika ekki við að
leita ráðgjafar hjá fiskbúðunum. „Það þarf
enginn að hræðast fiskinn þrátt fyrir
reynsluleysi í eldhúsinu, og það er svo magn-
að að við höfum ekki bara gott aðgengi að
glæsilegum fiskbúðum með afburðagóðum
fiski heldur starfa þar sérfræðingar sem eru
boðnir og búnir að leiðbeina við val á fiski og
eldun.“
Dröfn bendir á að þegar komið er yfir erf-
iðasta hjallinn þá átti flestir sig á að það er
fljótlegt og þægilegt að elda fisk í dagsins
amstri. Hún segir að réttast væri að kalla
fisk skyndibita enda ætti varla að taka meira
en 15 mínútur að galdra fram fiskrétt. „Fisk-
máltíð er í raun besta, ódýrasta, ferskasta og
hollasta skyndibitamáltíðin sem völ er á. Það
má t.d. setja fisk í góðri maríneringu beint
inn í ofn í stutta stund og bera fram með
góðri sósu og grænmeti, og þá er komin full-
komin máltíð með nánast enginni fyrirhöfn.
Fiskurinn hefur líka þann ótvíræða kost að
ferskleiki hans og léttleiki kallar á hollt og
ferskt með læti eins og ofnbakað grænmeti
eða ferskt salat.“
Börnin geta ekki
staðist fiskbollur
Ef einnhver á heimilinu er ekki hrifinn af
fiski má grípa til þess ráðs að dulbúa hann.
Dröfn minnist þess hvernig hún leysti úr
vandanum þegar ekkert barna hennar kærði
sig um að borða fisk. „Það virkaði vel að búa
til fiskbollur og þær eru sniðugar fyrir
barnafjölskyldur enda hægt að búa til mikið
magn í einu og frysta. Á annasömum dögum
bíður þá tilbúin máltíð í frystinum,“ segir
hún. „Eins hefur „pitsu-fiskurinn“ verið vin-
sæll á mínu heimili en um er að ræða þorsk
með mozzarella og Miðjarðarhafssósu. Gæti
líka komið mörgum á óvart hve gott það er
að skipta út nautakjöti eða kjúklingi fyrir
fisk í vinsælum réttum sem öllum líkar, t.d.
með því að gera fisk-tacos.“ ai@mbl.is
Það tekur enga stund
að elda góða fiskmáltíð
Dröfn Vilhjálmsdóttir mat-
arbloggari segir upplagt að
leita ráða hjá fisksölum um
matreiðslu og val á tegundum.
Fyrir stórar fjölskyldur er þjóð-
ráð að gera einfaldar fiskbollur
sem geyma má í frysti og síðan
taka fram þegar tíminn er af
skornum skammti og matreiða
í einum hvínandi hvelli.
Fjölhæfni Dröfn segir það geta komið vel út að skipta t.d. nauta- eða kjúklingakjöti út fyrir fisk í þeim réttum sem heimilismeðlimir halda upp á.
Morgunblaðið/Heiddi
Hafsjór fróðleiks Fisksalarnir þekkja hráefnið vel og eru þekktir fyrir hjálpsemi. Á þessari mynd úr
safni réttir Þórarinn Þorsteinsson viðskiptavini fisk yfir afgreiðsluborðið í fiskbúð í Skipholti.
Bragð og
áferð kallast á
Dröfn segir flesta matarbloggara verða vara
við að fiskuppskriftir njóta minni vinsælda
en aðrar mtaruppskriftir á bloggsíðum
þeirra. Hún kann enga skýringu á þessu en
þykir þó ánægjulegt að langvinsælasta Eld-
hússögu-uppskriftin er fiskuppskrift: ofn-
bakaður þorskur með pistasíusalsa, sætk-
artöflumús og sojasmjörsósu.
„Ég held að sú uppskrift sé ágætis dæmi
um hvernig má setja punktinn yfir i-ið í góðri
fiskmáltíð. Notuð eru einföld hráefni sem
skapa andstæður í áferð. Mjúkur og ferskur
fiskurinn kallast á við stökkan hjúpinn, og í
bragðinu fær einfaldleikinn notið sín í góðu
samspili chilí, sítruss og ferskrar steinselju.
Sojasmjörsósan með brúnuðu smjöri full-
komnar réttinn með ómótstæðilegum hnetu-
og karamellukeim.“