Morgunblaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 55
LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2018 MORGUNBLAÐIÐ 55
Jón Páll Hreinsson tók við starfi bæjarstjóra í Bolungarvík
fyrir hálfu þriðja ári. Hann er Vestfirðingur í húð og hár,
menntaður í hagfræði frá Noregi og á að baki langan
starfsferil vestra, meðal annars hjá 3X stál á Ísafirði,
Markaðsstofu Vestfjarða og sem frumkvöðull. Starf bæj-
arstjórans segir hann vera afar fjölbreytt og í mörg horn
að líta. Einn ánægjulegasti þáttur þess séu hin daglegu
samskipti við íbúana sem leiti til bæjarstjórans síns vegna
allskonar mála, praktískra sem persónulegra.
„Ég segi stundum að einn mikilvægasti þátturinn í mínu
starfi sé að fara hér niður að höfn á morgnana þar sem
karlar koma saman til spjalla; tala um pólitíkina, fiskiríið
og bæjarmálin. Þar fæ ég beint í æð hvað er að gerast frá
degi til dags hér í bænum. En svo verður maður líka að spá
í stóru myndina og horfa fram í tímann,“ segir bæjarstjór-
inn og heldur áfram:
Laxeldi er kappsmál
„Hér við Ísafjarðardjúp hefur verið kappsmál okkar að
hefja megi laxeldi eins og minnst þrjú fyrirtæki hafa óskað
eftir. Hafrannsóknastofnun og fleiri hafa hins vegar lagst
gegn því og borið við að óvissuþættirnir varðandi lífríkið
séu of margir til að óhætt sé að gefa út leyfi. Vísindamenn
segja að frekari rannsókna sé þörf og í krafti þess virðist
mega draga mikilvæg mál á langinn, jafnvel árum saman.
Slíkt er ekki boðlegt; í ófullkominni veröld verða end-
anlegar niðurstöður og upplýsingar aldrei tiltækar. Sé bið-
in löng er alltaf hætta á að forsendurnar sem lagt var upp
með séu orðnar úreltar. Vísindin, stjórnsýslan, sveit-
arfélögin og fiskeldisfyrirtækin þurfa því að mínu mati að
vera í sama takti svo niðurstaða fáist í því mikilvæga hags-
munamáli okkar að hefja megi laxeldi hér í Djúpinu.“
Bæjarstjóri þarf að spá í stóru myndina og horfa fram í tímann
Mikilvæg mál eru dregin á langinn
Fiskur Í Víkinni ræðst afkoman jafnan af aflanum.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Bolungarvík Hér er vel byggt og húsin eru mörg hver falleg. Handan víkur er Óshyrnan með skýjakúf á toppnum.
tíma og fólki hefur fækkað víða
annars staðar í sjávarbyggðum.
„Skýringarnar á fjölgun íbúa eru
vafalítið margar og aukin umsvif í
sjávarútvegi ráða þar ekki öllu.
Fólk sem hingað hefur flutt hefur
meðal annars sagt mér að slíkur
munur sé á fasteignaverði hér og á
höfuðborgarsvæðinu að tækifæri
hafi myndast til að innleysa hagn-
aðinn. Þá hefur fólk kannski selt
þriggja herbergja blokkaríbúð fyr-
ir sunnan og keypt einbýlishús
hér,“ segir bæjarstjórinn og heldur
áfram:
„Bolungarvík er staður margra
kosta; svo sem skólastarf, íþrótta-
aðstaða, menningarlíf og fleira. Við
höfum í stórum dráttum sömu gæði
og á höfuðborgarsvæðinu. Það sem
bætist síðan við er samkenndin sem
liggur í tæplega 1.000 manna sam-
félagi. Margir þeir sem hingað hafa
flutt eru hér í ranni stórfjölskyldu
sinnar og finnst það frábært. Hér
er næga vinnu að hafa og störfin
geta líka verið landamæralaus ef
svo má segja, til dæmis fjarvinnsla
ýmiss konar. Allt eru þetta tæki-
færi sem er mikilvægt að nýta Bol-
ungarvík til sóknar, því nú eru uppi
aðstæður sem eru ekki sjálfbær
þróun og vara ekki endalaust. Allt
þetta kallar svo á margvíslega upp-
byggingu hér í bænum; svo sem
stækkun leikskólans, viðgerðir á
götum, endurbætur á sundlauginni
og svo mætti áfram telja.“
Bæjarstjórinn Allt eru þetta tækifæri sem er mikilvægt að nýta Bolungarvík til
sóknar, því nú eru uppi aðstæður sem eru ekki sjálfbær þróun, segir Jón Páll
Eimskip býður upp á alhliða lausnir fyrir sjó- og landflutninga hérlendis en yfir 80 viðkomustaðir
mynda öflugt þjónustunet um land allt. Lögð er áhersla á góða og áreiðanlega þjónustu og að
koma vörum viðskiptavina hratt og örugglega á áfangastað.
eimskip.is
öflugt flutninganet
um land allt
REYÐARFJÖRÐUR
Eskifjörður
ÍSAFJÖRÐUR
AKUREYRI
Húsavík
REYKJAVÍK
Sauðárkrókur
Borgarnes
Grundarfjörður
Bíldudalur
Patreksfjörður
Blönduós
Ólafsfjörður
Siglufjörður
Dalvík
Grindavík
Selfoss
Hvammstangi
Hólmavík
Stykkishólmur
Ólafsvík Búðardalur
Skagaströnd
Raufarhöfn
Kópasker
Þórshöfn
GRUNDARTANGI
Neskaupstaður
Djúpivogur
Fáskrúðsfjörður
Höfn
Vopnafjörður
Egilsstaðir
Vík
Vestmannaeyjar
Hvolsvöllur
Flúðir
Reykjanesbær