Morgunblaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2018
ÁRAMÓT Í SJÁVARÚTVEGI
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
S
igurður Guðjónsson, forstjóri Haf-
rannsóknastofnunar, segir að svo
virðist sem veiðarnar á nýliðnu
fiskveiðiári hafi gengið vel, enda
útgerðir almennt að klára afla-
heimildir sínar í helstu tegundunum. Í sam-
tali við 200 mílur segir hann það ánægjuefni
að sjávarútvegsráðherra hafi afgreitt ráðgjöf
stofnunarinnar, um aflaheimildir nýhafins
fiskveiðiárs, tiltölulega hratt og án breyt-
inga.
„Hún hefur náttúrlega síðustu árin og
bráðum áratugina farið óbreytt í gegn. Auð-
vitað er alltaf einhver þrýstingur til staðar
og freisting til að víkja frá henni, en svona
almennt talað hafa menn orðið trú á vísind-
unum á bak við ráðgjöfina. Að sjálfsögðu er-
um við ekki óskeikul, frekar en aðrir, en
þetta er það besta sem við höfum til að miða
við,“ segir Sigurður.
„Ef maður spyr menn hvort þeir vilji snúa
til baka, þá er svarið mjög afdráttarlaust
„nei“,“ bætir hann við, léttur í bragði. „Menn
bera meiri virðingu fyrir vísindunum.“
Kaldari sjór til bjargar humri?
Slæm staða humarstofnsins hefur vakið at-
hygli síðustu misseri, og segir Sigurður teg-
undina í erfiðri stöðu hér við land.
„Það vantar inn í stofninn nýliðun og það
er áhyggjuefni. Þetta er hægvaxta dýr þann-
ig að þegar það vantar nokkra árganga af
nýliðun þá erum við orðin svolítið áhyggju-
full. Óvenjuhlýtt hefur verið við landið síð-
ustu árin og það gæti hafa haft áhrif á nýlið-
unina hjá humrinum. Nú er sjórinn tekinn að
kólna aftur, bæði á síðasta ári og nú í ár, og
það er spurning hvort sú breyting geti hjálp-
að honum að ná sér aftur á strik. En við vit-
um það ekki,“ segir Sigurður og bendir á að
vel sé fylgst með hitastigi sjávar hér við
land.
„Ef frá eru talin þessi tvö síðustu ár þá
hefur sjórinn við Ísland aldrei verið hlýrri
frá upphafi mælinga. Það er ekkert flóknara
en það.“
Mikilvægt að fylgjast vel með
Veiðar á mikilvægum tegundum eiga mikið
undir því að sjórinn á Íslandsmiðum haldist
kaldur, en á sama tíma hefur hlýnunin valdið
því að suðrænni tegundir sækja norður í
auknum mæli.
„Við höfum náttúrlega fengið hingað teg-
undir að sunnan, þar sem munað hefur mest
um makrílinn. Ýsan er orðin mun meiri en
hún var fyrir norðan og svo hefur skötusel-
urinn náð að breiða vel úr sér.“
Á sama tíma er loðnan, kaldsjávartegund,
í miklu basli að sögn Sigurðar. „Hún er
greinilega komin miklu norðar en hún var,
en hún er mjög mikilvæg sem fæða fyrir
botnfiska á borð við þorsk. Í þessum efnum
gætum við farið að sjá miklar breytingar í
framtíðinni og því mikilvægt að fylgjast vel
með. Þessar breytingar í sjónum eru að hafa
áhrif á lífríkið og munu koma til með að hafa
áhrif næstu árin sömuleiðis.“
Erfitt að sjá fyrir afleiðingar
Stór hluti rannsókna stofnunarinnar beinist
að vöktun á helstu nytjastofnum í íslenskum
sjávarútvegi, enda mikil verðmæti að veði.
Ásamt því að fylgjast með hlýnun sjávarins
er einnig fylgst með súrnun hans, en það er
þegar sýrustig hafsins lækkar af völdum
upptöku koltvísýrings úr andrúmsloftinu.
„Við höfum fylgst með því og mælt kolefn-
isbúskapinn í hafinu, sem ræður sýrustiginu,
og það er ljóst að hafið er að súrna. Koltví-
sýringur endar í sífellt auknum mæli í hafinu
og hann hefur þessi áhrif, en mjög erfitt er
að sjá nákvæmlega fyrir afleiðingar þessa,
það er hvað muni gerast,“ segir hann.
„Við vísindamennirnir þekkjum ekki nógu
vel þau ferli þar sem áhrifanna kann að gæta
sem mest, svo sem svifdýrabúskapinn. Þar
þarf að gera miklu meiri rannsóknir og bein-
línis leggjast í tilraunir á rannsóknarstofu,
til að ráða í mögulega framtíð.“
Meiri virðing borin fyrir vísindunum
Afgreiðsla aflaráðgjafar Haf-
rannsóknastofnunar und-
anfarin ár er til marks um
aukna trú fólks á þeim rann-
sóknum sem liggja þar að baki.
Fylgjast þarf grannt með hlýn-
un og súrnun sjávar og þeim
áhrifum sem þær breytingar
hafa í för með sér.
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Sjávarútvegshúsið Hafransóknastofnun er í þessari byggingu við Skúlagötuna í Reykjavík, en flutningar suður í Hafnarfjörð standa nú fyrir dyrum.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Erindi Hafið er sífellt að súrna, segir Sigurður
Guðjónsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar.
Á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum 18.
júlí síðastliðinn var samþykkt að ríkið léti
3,5 milljarða króna renna til hönnunar og
smíði nýs hafrannsóknaskips. Nýja skipið
kemur í stað rannsóknaskipsins Bjarna
Sæmundssonar RE-30, sem smíðað var ár-
ið 1970 og þykir komið mjög til ára sinna.
Hafrannsóknastofnun mun halda áfram
að nota Árna Friðriksson RE-200, sem er
mun yngra skip, smíðað árið 2000. Sig-
urður segir það mikinn létti að þetta mál
sé komið í höfn.
„Við erum mjög glöð yfir þessu. Við vor-
um búin að ráðast í frumþarfagreiningu
hérna innanhúss, þar sem við útbjuggum
lista yfir þau verkefni sem skipið þarf að
geta sinnt og hvaða eiginleikum það þarf
að vera búið. Næsta skref í ferlinu er
smíðanefnd sem ráðherra hefur í hyggju
að setja á laggirnar, og við munum vinna
með henni að því að fá skip hannað og
síðar meir boðið út til smíða,“ segir Sig-
urður.
Vonast er til þess að skipið nýja komi til
landsins árið 2021, eða eftir um það bil
þrjú ár að hans sögn.
„Þá verður Bjarni orðinn rúmlega fimm-
tugur, hann kom árið 1970. Það verður að
teljast bærileg ending. Hann er enda bú-
inn að þjóna okkur vel.“
„Búinn að þjóna okkur vel“
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Hafrannsóknarskip Bjarni Sæmundsson hefur skilað sínu og vel það, en hann kom til landsins árið 1970. í gær.
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum