Morgunblaðið - 01.09.2018, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2018
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Þ
etta er klárt skref fram á við
og það nýjasta í geir-
anum,“ segir Guðmundur
Gíslason, stjórnarformaður
Fiskeldis Austfjarða.
„Skipið tekur sex hundruð tonn af
fóðri sem gerir okkur kleift að flytja
stærri fóðursendingar til landsins og
lækka til muna sendingarkostnað.
Skipið er búið mjög öflugu fóðurkerfi
sem þýðir að við getum fóðrað allt að
sextán kvíar í
einu. Það gagnast
okkur ekki síst á
veturna, þegar
dagsljóssins nýt-
ur ekki lengi við,
svo og á milli
storma,“ segir
hann og útskýrir
frekar:
„Eldri fóð-
urpramminn var
þannig að við gát-
um aðeins dælt í þrjár kvíar sam-
tímis, sem gerði ferlið tímafrekt og
erfitt að hámarka fóðurgjöfina. Kerf-
ið er því mun afkastameira.“
Mun meiri vöxtur með skipinu
Með bættri fóðurgjöf vex fiskurinn
betur, en skipið er einnig búið búnaði
til að taka úrgang og dauðfisk.
„Dauðfiskurinn er ekki úrgangur í
sjálfu sér, heldur er honum breytt í
meltu sem er til margra hluta nyt-
samleg,“ segir Guðmundur. Skipið er
einnig búið viðamiklu myndavélakerfi
sem ætlað er að fylgjast með fóðrun
fiskanna. Þannig má auka fóðrun er
fiskurinn tekur vel og svo stöðva
hana þegar þeir taka ekki lengur.
„Þannig er hægt að stýra fóðrun-
inni eftir hegðun þeirra. Þetta eykur
fóðurnýtingu og um leið fellur lítið af
fóðri til botns.. Þessu fylgir líka mun
meiri vöxtur, þar sem við náum að
fóðra fiskana vel og vandlega á hverj-
um degi.“
Skipið var sérhannað fyrir Fiskeldi
Austfjarða í Póllandi en umsjón með
verkinu hafði norska fyrirtækið
Steinsvik. Ber skipið heitið Hvaley en
fyrir er fóðurskipið Úlfsey. Um borð
er mjög góð vinnuaðstaða fyrir áhöfn
og aðra sem þar starfa.
Jafnvægi vantar í krónuna
Spurður um gang eldisins fyrir aust-
an segir Guðmundur hann góðan.
„Það er góð tíð, markaðir eru góðir
og slátrun gengur vel. Sé horft til
framtíðar lítur þetta mjög vel út,“
segir hann. „Það er hátt og gott verð
og útlit fyrir að það muni halda sér,
þar sem eftirspurnin hefur vaxið um-
fram framboð síðustu ár. Þá sjáum
við ekki fram á mikla fram-
leiðsluaukningu.“
Spurður hvort styrking krónunnar
undanfarin misseri komi illa við
reksturinn játar hann að svo sé.
„Hún hækkar náttúrlega að vissu
leyti íslenskan kostnað, en mest-
megnis er kostnaðurinn í fóðri sem
við fáum að utan, og það vegur því að-
Bjart yfir eldi fyrir austan
Nýtt og öflugt fóður-
skip á vegum Fiskeldis
Austfjarða kom til
heimahafnar á Djúpa-
vogi um miðjan ágúst-
mánuð. Stjórnarfor-
maður fyrirtækisins
segir að koma skipsins
hafi margt gott í för
með sér fyrir starfsem-
ina. Frá skipinu verða
laxar í Berufirði fóðr-
aðir á degi hverjum.
Tækifæri „Norðmenn náðu að opna hann núna
um áramótin og það má glögglega sjá margföldun
í útflutningi á norskum laxi til Kína síðustu mán-
uði.“ Myndin sýnir flota eldisstöðvarinnar.
Guðmundur
Gíslason
Uppgangur „Seiðaframleiðsla er hafin og munum við
setja seiði út í Fáskrúðsfjörð á næsta ári, ef allt fer eftir
áætlun. Þá heldur þessi uppbygging áfram; fleiri störf
og meiri framleiðsla.“
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Fiskeldi Austfjarða er sex ára
gamalt fyrirtæki en fiskeldi í Beru-
firði á sér mun lengri sögu. Salar
Islandica hóf uppbyggingu lax-
eldis í Berufirði upp úr aldamót-
um.
HB Grandi keypti aðstöðuna og
breytti í tilraunaeldi, aðallega á
þorski, en hætti svo starfsemi.
Fiskeldi Austfjarða hf. keypti
stöðina fyrir sex árum og lagði
áherslu á eldi regnbogasilungs,
sem þótti þá vænlegur eldisfiskur
og fleiri fyrirtæki einbeittu sér að
honum.
Regnbogasilungurinn reyndist
þó ekki standast samanburð við
lax í eldi, ekki vaxa nógu hratt og
nýta fóðrið ekki eins vel, auk þess
sem góður markaður í Rússlandi
lokaðist. Var því ákveðið að skipta
yfir í lax á nýjan leik.
Fóru úr
silungi í lax
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Frysting Silungurinn er slægður
og afhausaður og hraðfrystur.