Morgunblaðið - 20.09.2018, Side 2

Morgunblaðið - 20.09.2018, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2018 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt 595 1000 Frá kr. 249.995 25. OKTÓBER 9 NÆTUR tin ga ás lík u. At SIGGA HALL MATUR & MENNING MEÐ 5 STJÖRNU LÚXUSFERÐ TIL MAROKKÓ Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Samtök iðnaðarins óska eftir því að stjórn Ríkisútvarpsins ohf. setji all- an samkeppnisrekstur sinn í dótt- urfélög, en kveð- ið er á um skyldu þess efnis í 4. grein laga nr. 23/ 2013 um Ríkisút- varpið, fjölmiðil í almannaþágu. Segja samtökin að RÚV ohf. hafi borið skylda til þess að stofna dótturfélög um samkeppnis- rekstur sinn frá 1. janúar síðast- liðnum og að núverandi skipulag fé- lagsins sé í beinni andstöðu við framangreint lagaákvæði. Lagaskylda að greina á milli Í bréfi samtakanna til stjórnar RÚV ohf., sem Morgunblaðið hefur undir höndum, segir meðal annars að forsenda heilbrigðs markaðar og frjálsrar samkeppni sé að allir að- ilar á markaði starfi eftir sömu leik- reglum, þar á meðal ríkisrekin fyrirtæki. Af þeirri ástæðu sé mik- ilvægt að í starfsemi ríkisrekinna fyrirtækja, sem að miklu eða öllu leyti eru fjármögnuð af ríkisfé, sé greint á milli almannahlutverks þeirra og samkeppnisreksturs. Í bréfinu er jafnframt rakið að í 4. gr. laga nr. 23/2013 um Ríkisút- varpið sé lögð sú skylda á RÚV að aðgreina þann hluta starfsemi sinn- ar sem snýr að almannahagsmun- um frá samkeppnisrekstri félags- ins, en 19. grein sömu laga kveður á um að 4. greinin hafi tekið gildi 1. janúar 2018. „Samtök iðnaðarins vekja athygli stjórnar RÚV á því að núverandi skipulag félagsins er í beinni andstöðu við framangreint lagaákvæði. Það leiðir enn fremur til röskunar á samkeppnismarkaði.“ Í bréfinu er tekið fram að það sé skylda stjórnar félagsins að sjá til þess að skipulag og starfsemi þess sé jafnan „í réttu og góðu horfi“ og að það sé einnig áréttað bæði í sam- þykktum og starfsreglum Ríkisút- varpsins. Samtök iðnaðarins óska því eftir því í lokaorðum bréfsins að stjórn Ríkisútvarpsins ohf. komi starfseminni „þegar í stað í lög- mætt horf með því að setja allan samkeppnisrekstur í dótturfélög“. Unnið að útfærslunni Kári Jónasson, formaður stjórnar RÚV ohf., sem skráður er viðtak- andi bréfsins, var erlendis í gær og hafði því ekki séð erindið þegar Morgunblaðið náði tali af honum í gær. Magnús Geir Þórðarson út- varpsstjóri sagði hins vegar að um- rætt erindi hefði ekki borist stjórn og því væri ekki hægt að bregðast við því sem slíku og bætir við: „Ég geri ráð fyrir að stjórn muni bregð- ast við bréfinu þegar það hefur bor- ist henni.“ Hann segir að hins vegar megi nefna að unnið sé að útfærslu þess- arar lagagreinar í samstarfi við mennta- og menningarmálaráðu- neytið. „Það eru ýmis lagaleg álita- efni sem finna þarf lausn á áður en næstu skref verða tekin. Einnig er rétt að benda á að þótt lagagreinin hafi tekið gildi í upphafi árs, þá er skýrt í bráðabirgðaákvæði í lögun- um að núverandi fyrirkomulag er heimilt enda segir þar: „Ríkisút- varpinu er heimilt að afla tekna með viðskiptaboðum, sölu og leigu á vörum sem tengjast dagskrárefni þess og annarri þjónustu sem fellur undir 4. gr. þar til dótturfélög hafa verið stofnuð og eru tekin til starfa.““ Þá segir Magnús Geir að lokum að hafa verði hugfast að þessi starfsemi sé fjárhagslega að- greinanleg í bókum Ríkisútvarps- ins. Hagi starfsemi eftir lögum  Samtök iðnaðarins skora á RÚV ohf. að skilja samkeppnisrekstur frá almanna- hlutverki félagsins  Unnið að útfærslu laga um Ríkisútvarpið, segir útvarpsstjóri Magnús Geir Þórðarson Morgunblaðið/Ómar Ríkisútvarpið Samtök iðnaðarins sendu stjórn RÚV ohf. erindi. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti lýðveldisins, og Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráð- herra, leituðu eftir aðstoð hjá leið- togum Kínverja á vikunum eftir hrun eftir að ljóst var orðið að ríki Evrópu og Bandaríkin hygðust ekki koma Íslandi til bjargar. Þetta kemur fram í samtali Ólafs Ragn- ars við fjölmiðlamanninn Loga Bergmann Eiðsson, en samtal þeirra verður sýnt í Sjónvarpi Sím- ans kl. 20 í kvöld. Ólafur Ragnar segir meðal ann- ars í viðtalinu að þegar ljóst hafi verið orðið að ekkert ríki Evrópu ætlaði sér að hjálpa Íslendingum hafi hann látið vin sinn, einn helsta áhrifamann á verðbréfamarkaðnum Wall Street í New York, hafa sam- band við Timothy Geithner, þá seðlabankastjóra New York-ríkis og síðar fjármálaráðherra Banda- ríkjanna, um hvort hægt væri að aðstoða Íslendinga, en sá hafi farið bónleiður til búðar. Í kjölfarið hafi Ólafur Ragnar haft samband við Geir H. Haarde og þeir ákveðið að forsetinn myndi skrifa bréf til Hu Jintao, forseta Kína. „Sem ég og gerði og lýsti þessari stöðu Íslands og fór kurteislega fram á að það yrði búin til samræða við Kína um einhvers konar aðstoð,“ segir Ólaf- ur Ragnar. Sendiherra Kínverja hafi verið kallaður til seint á laug- ardagskvöldi til þess að koma bréf- inu til skila, sem sýni hvernig ástandið hafi verið. „Síðan tók við merkilegt ferli í marga mánuði þar sem ýmist Geir eða ég skrifuðum bréf til annað- hvort forsætisráðherra eða forseta Kína og sendiherrann kínverski kom til baka með munnleg skila- boð,“ segir Ólafur Ragnar. Afleið- ing þessara samskipta hafi meðal annars verið þau að gerður var gjaldeyrisskiptasamningur milli Seðlabanka Kína og Seðlabanka Ís- lands, sem aftur hafi ýtt við ríkjum Evrópu að fara að sinna Íslandi betur. Ólafur Ragnar greinir einnig frá því í viðtalinu að hann hafi í samtali sínu við seðlabankastjóra Kína í desember 2016 frétt af því að Hu Jintao hafi gefið þau fyrirmæli til fulltrúa Kínverja í stjórn Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins að hann skyldi ávallt styðja Ísland gegn „ofsókn- um Evrópuríkjanna“. Ólafur Ragnar segir því mikil- vægt að haldið sé til haga í allri umræðu um samskipti Íslands og Kína að þeir hafi verið tilbúnir, eft- ir að bæði Evrópa og Bandaríkin hafi neitað að aðstoða okkur, til þess að senda umheiminum þau skilaboð að Ísland skipti máli, án þess að hafa nokkurn tímann óskað eftir neinu í staðinn. Kínverjar opnuðu dyr eftir að aðrir lokuðu á Ísland  Ólafur Ragnar skrifaði til Hu Jintao og leitaði eftir aðstoð frá Kínverjum  Ísland ekki lengur á „áhugasviði“ Bandaríkjanna Viðtal Nýir viðtalsþættir Loga Bergmanns Eiðssonar hefjast í Sjónvarpi Símans í kvöld. Fyrsti viðmælandinn er Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, sem ræðir meðal annars um viðbrögðin eftir bankahrunið. Sjúklingum á bráðamóttöku Land- spítala hefur verið forgangsraðað vegna mikils álags að undanförnu. „Álagið felst í því að það eru margir sjúklingar sem hafa lokið fyrstu meðferð á bráðamóttöku en komast ekki til innlagnar á sérhæfðum legu- deildum,“ segir Jón Magnús Krist- jánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala. „Orsökin er í sjálfu sér ekki slys eða aukin veikindi, heldur skortur á rúmum á legudeildum,“ sagði Jón Magnús við mbl.is í gærkvöld. Hann býst við því að ástandið geti varað í nokkra daga. „Þetta ástand er alltaf svolítinn tíma að byggjast upp. Það hefur verið vaxandi álag undanfarna daga og við gerum ráð fyrir því að það taki líka nokkra daga að vinda ofan af þessu. Við gerum það bæði með því að virkja spítalann allan til að leysa úr þessu og líka í góðu samstarfi við heilsugæslustöðvar á höfuðborgar- svæðinu og Læknavaktina, og svo sjúkrahúsin í nágrannasveitarfélög- unum.“ Biðlað er til fólks með minna bráð veikindi og minniháttar áverka að leita til heilsugæslustöðvar í sínu hverfi. „Heilsugæslan hefur aukið mjög sína þjónustu undanfarin ár. Allar heilsugæslustöðvar höfuðborg- arsvæðisins eru með opna bráðatíma á daginn sem fólk getur farið í án þess að panta tíma,“ segir Jón Magn- ús. Sjúklingar komast ekki á legudeildir  Mikið álag á Landspítala undanfarið Vísitala leiguverðs á höfuðborgar- svæðinu hækkaði um 2,9% í ágúst, á sama tíma og íbúðaverð lækkaði um 0,1%. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Þjóðskrár Íslands, en hækk- un leiguverðs umfram hækkun íbúðaverðs hefur aldrei verið meiri á milli mánaða frá því að mælingar hófust. Árshækkun leiguverðs, sam- kvæmt þinglýstum leigusamningum, mælist nú 8,8% og hækkar frá fyrri mánuði þegar hún mældist 8,3%. Til samanburðar er árshækkun íbúða- verðs í ágúst 4,1% og hefur ekki mælst jafn lág síðan í maí 2011. Sé litið til sögulegrar þróunar hefur íbúðaverð þó hækkað hraðar en leiguverð, en frá því að mælingar hófust á vísitölu leiguverðs í janúar 2011 hefur leiguverð hækkað um 91% á sama tíma og íbúðaverð hefur hækkað um 99%, að því er segir í til- kynningu Íbúðalánasjóðs. Þetta er þó sjötti mánuðurinn í röð þar sem árshækkun leiguverðs er ofar árs- hækkun íbúðaverðs. Mikil hækkun leiguverðs  Íbúðaverð lækkaði í síðasta mánuði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.