Morgunblaðið - 20.09.2018, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2018
SVIÐSLJÓS
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Tækninni fleygir hratt fram og
gögnin sem við fáum eru afar ná-
kvæm og fjölbreytt. Við fáum stöð-
ugt meiri upplýsingar frá Cop-
ernicus og nú þarf að þróa lausnir
sem vakta sér-
staklega svæði
þar sem hrær-
ingar eru líkleg-
ar. Eftir að hafa
greint þessi gögn
aftur í tímann
sjáum við nú að
skriðan mikla
sem féll í Hítar-
dal á Snæfells-
nesi í sumar hafði
nokkurn aðdrag-
anda, enda sýna gögn talsverða
hreyfingu í fjallshlíðinni undanfarin
ár,“ segir Gunnar Haukur Krist-
insson, forstöðumaður sviðs mæl-
inga og landupplýsinga hjá Land-
mælingum Íslands.
Viðamikil Evrópuáætlun
Nú í vikunni er haldin á Íslandi
ráðstefna þar sem embættismenn og
sérfræðingar frá Evrópusamband-
inu og Íslandi kynna vöktunarkerfið
Copernicus. Það er hið viðamesta
sinnar gerðar sem til er í heiminum
og þar að auki er Copernicus ein af
stærri áætlunum ESB. Kostnaður á
árunum 2014-2018 er áætlaður um
sex milljarðar evra. Þar af greiða Ís-
lendingar um 70 milljónir króna á ári
til verkefninsins, sem fullgilt þátt-
tökuland. Er verkefni þetta nefnt
eftir Nikulási Kópernikus (f. 1483)
sem var pólskur stjörnufræðingur
og lagði fyrstur fram nútímaútgáfu
tilgátunnar um að jörðin snerist í
kringum sólina.
Til að safna nauðsynlegum upp-
lýsingum er undir merkjum Cop-
ernicus haldið á lofti fjölda gervi-
tungla auk mæla á jörðu niðri. Að
auki er stuðst við gögn frá öðrum að-
ilum. Ljóst er, að sögn Gunnars, að
áætlunin veður mikilvæg Íslend-
ingum á næstu árum, til dæmis
vegna vöktunar á hafsvæðinu í
kringum landið. Einnig til að meta
áhrif hnattrænnar hlýnunar en áætl-
unin nær yfir vöktun á loftgæðum
jarðarinnar, sjó, yfirborði lands,
loftslagsbreytingum, náttúru-
hamförum og snýr ýmsu er víkur að
öryggismálum.
Draga í gegnum skýjahulu
„Nú þegar eru gögn og þjónusta
Copernicus notuð í ýmsum verk-
efnum hér á landi. Þar get ég nefnt
Hítardalinn og myndun sigkatla í
Öræfajökli. Við greiningu á þeim at-
burðum komu að góðum notum rad-
argögn frá Sentinel-1 sem er eitt
gervitunglanna sem eru á sporbaug
á vegum þessa verkefnis. Radar-
gögn eru raunar mjög heppileg á Ís-
landi enda draga þau í gegnum
skýjahulu sem oft liggur yfir land-
inu,“ segir Gunnar og heldur áfram:
„Gögn frá Sentinel-2 hafa meðal
annars verið notuð til gróðurflokk-
unar og uppfærslu á vatnafari í
kringum jökla. Þá hefur Landhelg-
isgæslan nýtt sér gögn Copernicus
til vöktunar á landhelginni og eft-
irlits með bátum, olíulosun og slíku.
Sömu upplýsingar nýtast einnig
Veðurstofunni og Raunvísinda-
stofnun Háskóla Íslands til að fylgj-
ast með hafís, skriðum, ísjökum,
snjóhulu, hitastigi sjávar, ölduhæð,
landrofi og fleiru. Mat jarðvísinda-
manna er að án Copernicus sé erfitt
að stunda nauðsynlegar rannsóknir
á þessum fyrirbærum.“
Segja fyrir um fellibyli
Notkunarmöguleikar gagna úr
Copernicus-áætluninni eru í raun
óendanlegir, segir Gunnar. Hann
bætir við að nú þegar nýtist upplýs-
ingar þessar vel við eftirlit á Mið-
jarðarhafinu sem Frontex – Landa-
mærastofnun Evrópu hefur með
höndum. Er þá hægt að sjá báta með
flóttafólki sem eru úti á hafinu og
senda út björgunarhópa þegar og ef
vá steðjar að. Þykja flóttaferðir
þessar vera vogunarspil og margir
sem í þær leggja komast aldrei á
leiðarenda. Einnig hafi gögn frá
Copernicus nýst vel til að segja fyrir
um og fylgjast með fellibyljunum
Flórens og Mangkhut og síðan til að
meta áhrif þeirra og eyðileggingu.
„Þótt Copernicus-kerfið sé ekki
fullbúið er það komið í talsverða
notkun víða um heim enda er öll
notkun á gögnum þess og þjónustu
án gjaldtöku og opin öllum,“ segir
Gunnar. „Á næstu árum verður
mörgum nýjum eiginleikum bætt við
kerfið. Er markmiðið að fylgjast
með umhverfi á landi, sjó og lofti og
stuðla um leið að bættu öryggi jarð-
arbúa, t.d. með því að segja fyrir um
flóð eða fárviðri og skipuleggja
neyðarstarf vegna skógarelda eða
jarðskjálfta.“
Minnstu hreyfingar mælast
Gunnar segir að gögn frá Cop-
ernicus nýtist nú þegar í ýmsum
þáttum í starfsemi Landmælinga Ís-
lands, en sú stofnun er tengiliður við
verkefnið fyrir hönd Íslands. Land-
gerð og -notkun sé nú flokkuð sam-
ræmt um alla Evrópu út frá þessum
gögnum. Þau nýtast einnig við að
setja inn nýjar upplýsingar um
vatnafar við jökla landsins, en að-
stæður þar geta breyst mjög hratt.
Þá fylgjast starfsmenn stofnunar-
innar með jarðskorpuhreyfingum til
að viðhalda hnita- og hæðarkerfi
landsins en radarmyndir geta greint
minnstu hreyfingar á yfirborði jarð-
ar. Hefur þetta meðal annars sést á
gögnum af Vaðlaheiði þar sem land
sígur um sem nemur hálfum til ein-
um sentimetra á ári, að öllum lík-
indum vegna jarðgangagerðar í fjall-
inu.
Copernicus kemur að góðum notum
Landmælingar Íslands í ESB-verkefni Gervitungl greina minnstu breytingar á landinu Sjór og loftslags-
breytingar í vöktun Hafís, skriður, ísjöklar, snjóhula og ölduhæð Frontex fylgist með flóttamönnum
Ljósmynd/Landmælingar - Copernicu
Ísland Mynd tekin úr einu af gervitunglum Copernicus sem sýnir stóran hluta landsins. Augnabliksmyndir geta
verið, segja landmælingamenn, mikilvægar því stundum breytist landið hratt og því þarf að fylgjast með.
Gunnar Haukur
Kristinsson
Ljósmynd/Mihails Ignats Morgunblaðið/RAX
Umbrot Ýmsar hræringar hafa verið í náttúru landsins undanfarið. Má þar nefna skriðuna í Hítardal á Snæfellsnesi
og sigkatlamyndun í Öræfajökli. Með vöktunartækni geta vísindamenn nú fylgst vel með framvindu og þróun.
Þú finnur
uppskriftina hér:
kronan.is/
korteri4
299 kr.pk.
Taco skeljar
109 kr.pk.
Taco krydd 349 kr.kg
Rauðkál, íslenskt
M
m
m.
.. f
ski taco
2199 kr.kg
Hafliða Þorskhnakkar 1 flokkur
Svarið við
erfiðustu
spurningu
dagsins er ...
599 kr.pk.
Salsa, jalapeño lime
Afgreiðslutímar á www.kronan.is
Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.