Morgunblaðið - 20.09.2018, Page 22

Morgunblaðið - 20.09.2018, Page 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2018 HEKLA · Laugavegi 170-174 / Audi.is Straumhvörf Audi A3 e-tron sameinar tvo heima ► 17“ álfelgur ► Bakkmyndavél ► Dökkar rúður ► Málm/glitlakk ► Nálgunarvörn framan og aftan ► MMI útvarp ► Bluetooth símatenging ► Bluetooth tenging fyrir tónlist ► Dynamic stefnuljós ► LED afturljós ► Fjarstýrðar samlæsingar ► Lyklalaust aðgengi ► Tenging fyrir USB og Iphone ► Tvískipt sjálfvirk loftkæling ► Hæðarstillanleg framsæti ► Skriðstillir (Cruise control) ► Ljósa- og regnskynjari ► Skynjari fyrir loftþrýsting í hjólbörðum ► Baksýnisspegill með glýjuvörn ► Rafdrifnir upphitaðir og aðfellanlegir útispeglar ► Audi hljóðkerfi 180w með 10 hátölurum ► Leðurklætt aðgerðastýri ► Hiti í framsætum ► ABS bremsukerfi ► ESP stöðugleikastýring ► Árekstrarvörn (pre sense) Listaverð 4.560.000 kr. Tilboðsverð 4.090.000 kr. Til afhend ingar strax Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Félagið stendur vel og félags- mönnum hefur fjölgað um meira en 300 á þessu ári. Við bindum vonir við að virkir félagar verði orðnir 1.500 á afmælinu en yfir fjögur þúsund manns eru á skrá hjá okkur,“ sagði Áki Ármann Jónsson, líffræðingur og formaður Skotveiðifélags Íslands (Skotvís). Félagið fagnar 40 ára af- mæli 23. september en það var stofnað þann dag árið 1978. Fé- lagsmönnum og velunnurum er boð- ið til afmælisfagnaðar 22. september klukkan 16.00 á Nauthóli í Reykja- vík. Þar munu m.a. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra flytja ávarp og Ari Eldjárn skjóta á veislugesti. Áki þekkir vel til málefna skot- veiðimanna en hann starfaði hjá veiðistjóraembættinu og síðar Um- hverfisstofnun. Hann hélt m.a. utan um uppbyggingu og rekstur veiði- kortakerfisins. Áki segir að Skotvís hafi byrjað sem hagsmunafélag skotveiðimanna og barist fyrir rétti almennings til skotveiða. Félagið hóf fræðslustarf fyrir skotveiðimenn 1990 og var ötult við námskeiðahald í Reykjavík. Veiðistjóraembættið tók námskeiðahaldið yfir 1996 þegar veiðikortanámskeiðin fóru formlega af stað. Áki vann að námskeiðunum á vegum veiðistjóraembættisins og var boðið upp á þau um allt landið. Gerður var samningur við embætti ríkislögreglustjóra árið 2000 um að halda skotvopnanámskeið með svip- uðum hætti. „Það má segja að ég hafi tekið frumkvæðið af Skotvís á sínum tíma, reyndar óafvitandi,“ sagði Áki. „Í nágrannalöndum okkar sjá systur- félög Skotvís um fræðslu skotveiði- manna. Það er spurning hvort sama fyrirkomulag á ekki einnig að vera hér.“ Áki sagði að Skotvís gegni mikil- vægu hlutverki. Hið opinbera leitar m.a. umsagna hjá félaginu varðandi breytingar á lögum og reglum um málefni skotveiðimanna. Skotvís á einnig mikið samstarf við systur- félög á Norðurlöndum og annars staðar í Evrópu. Meiri þörf fyrir fræðslu Margt hefur breyst síðan Skotvís var stofnað. Þá höfðu hlutfallslega fleiri en nú haft bein kynni af sveit- unum og náttúrunni. Mörg börn fóru í sveit á hverju sumri. Nú hafa þessi tengsl mikið rofnað. „Ég var sendur í sveit frá fjögurra ára aldri og var farinn að ganga um með byssu til að verja æðarvarpið norður á Melrakkasléttu tíu ára gamall. Það er kannski ekki til eft- irbreytni en svona var þetta,“ sagði Áki. Hann fann hvað hann var betur búinn undir að hefja skotveiðar en sumir félagar hans sem kynntust skotvopnanotkun fyrst á fjögurra tíma námskeiði og gátu farið eftir það út í skurð að skjóta gæsir. „Meiri fræðsla, ekki síst frá öðr- um veiðimönnum, er mjög mikilvæg. Við stefnum á að opna skrifstofu í Ármúla 7 fyrir afmælið og höfum hug á að nota þá aðstöðu til nám- skeiðahalds,“ sagði Áki. Ytra umhverfi skotveiða hefur einnig mikið breyst. „Fyrst er að nefna þjóðlendulögin og svo er búið að friðlýsa mjög mörg svæði á þess- um 40 árum,“ sagði Áki. „Skot- veiðimenn hafa gagnrýnt að orðalag í sambandi við friðlýsingar hefur oft verið loðið og óskýrt. Hér áður fyrr var eins og texti friðlýsinga væri af- ritaður og límdur. Það var kannski verið að friðlýsa jarðvegsmyndanir en samt voru skotveiðar bannaðar þótt þær kæmu friðlýsingunni ekk- ert við. Mér sýnist að menn hafi vandað sig meira á síðari árum þannig að friðlýsingar og verndar- áætlanir séu meira í samræmi við til- efnið en oft áður.“ Skotveiðimönnum fækkar Áki segir að Skotvís hafi átt þokkalega gott samstarf við yfirvöld í gegnum tíðina. Þó séu undantekn- ingar á því eins og þegar Guðlaugs- tungur voru friðlýstar með skömm- um fyrirvara og gæsaveiðar bannaðar án sýnilegs tilefnis. Skotveiðimönnum á Íslandi er að fækka hlutfallslega og meðalaldur þeirra að hækka. Þetta er svipuð þróun og í nágrannalöndunum. „Á móti kemur að konum sem stunda skotveiðar er að fjölga. Þær virðast vera betri skyttur en karlarnir og vanda sig meira,“ sagði Áki. Skotveiðikonunum er að fjölga  Skotveiðifélag Íslands er 40 ára 23. september  Félagið berst fyrir réttindum skotveiðimanna  Félagsmönnum hefur fjölgað mikið á árinu  Fleiri íslenskar konur farnar að stunda skotveiðar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Skotvís Áki Ármann Jónsson formaður segir þörf á meiri fræðslu. Haldið verður upp á 40 ára afmælið á laugardag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.