Morgunblaðið - 20.09.2018, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 20.09.2018, Qupperneq 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2018 BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Enn einu sinni er Guðmundar- og Geifinnsmálið komið á dagskrá. Og nú kann svo að fara að dragi til mik- illa tíðinda í þessu fræga sakamáli. Óraunverulegt var orðið sem kom upp í hugann þegar ég sat í Hæsta- rétti Íslands í síðustu viku og hlustaði á ræðu Davíðs Þórs Björgvinssonar, setts saksóknara. Ég var viðstaddur þegar Þórður Björnsson ríkis- saksóknari flutti ræðu sína í Hæsta- rétti fyrir rúmlega 38 árum. Þórður krafðist þyngstu refsingar yfir ákærðu í málinu en Davíð Þór krefst nú sýknu yfir fimm mönnum. Það er óvenjulegt og mögulega einsdæmi að sækjandi og verjendur í sakamáli krefjist allir sýknu. Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður sagðist á löngum ferli aldrei hafa upplifað það að vera sammála nánast öllu sem saksóknarinn hafði fram að færa í málinu. Óhætt er að segja að ekkert saka- mál Íslandssögunnar hafi fengið jafn mikla umfjöllun og Guðmundar- og Geirfinnsmálið. Síðan dómur féll í sakadómi Reykjavíkur í desember 1977 og Hæstarétti í febrúar 1980 hefur það margoft komist á dagskrá. Með umfjöllun Hæstaréttar nú hillir mögulega undir lyktir málsins. En það er vissara að fullyrða ekki neitt fyrr en dómur fellur. Davíð Þór Björgvinsson byggir sýknukröfu sína að mestu leyti á nið- urstöðum svonefndrar endurupptöku- nefndar, sem féllst á að málið yrði tek- ið fyrir að nýju fyrir Hæstarétti. Davíð Þór rifjaði upp í ræðu sinni að sakfelling í málinu hefði aðeins byggst á játningum dómfelldu en ekki áþreif- anlegum sönnunargögnum. Lík Guð- mundar og Geirfinns hefðu aldrei fundist og ekki væri vitað hvort þeim hefði yfirhöfuð verið ráðinn bani. Fram kom við málflutninginn að framburður hinna ákærðu hefði í mörgum tilfellum verið reikull. Þeir hefðu breytt framburði sínum margoft og að lokum dregið hann til baka. Ákærðu hefðu setið í gæslu- varðhaldi í Síðumúlafangelsinu í allt að tvö ár, sem væri ómannúðlegt. Í málflutningi sem fram fór í Hæstarétti í janúar 1980 bentu lög- menn ákærðu á að þeir hefðu sætt harðræði í gæsluvarðhaldsvistinni. Ekki var það tekið til greina til refsi- lækkunar. Davíð Þór taldi að harðræði sem dómfelldu hefðu mátt sæta í gæsluvarðhaldinu hefði verið mun meira en Hæstiréttur hefði haft vitn- eskju um á sínum tíma. Ekki hefði verið um einstök tilvik að ræða heldur hefði harðræðið verið viðvarandi um langan tíma. Davíð Þór benti á að ýmislegt hefði gerst frá því dómur var kveðinn upp í málinu í Hæstarétti 1980. Komið hefðu fram ný gögn, svo sem dag- bækur Síðumúlafangelsisins og dag- bækur Tryggva Rúnars Leifssonar og Guðjóns Skarphéðinssonar. Sál- fræðimat á játningum og framburði, m.a. frá Gísla Guðjónssyni, væri einn- ig mikilvægt atriði, að sögn Davíðs. Þá hefðu rannsóknir á gæslu- varðhaldi og einangrun sýnt fram á eyðileggjandi áhrif á persónuleika manna og framburð þeirra. Ný þekk- ing á þessu sviði skipti miklu máli. Lesa má nánar um um réttarhöldin í greinargóðum frásögnum blaða- mannanna Sólrúnar Lilju Ragnars- dóttur og Magnúsar Heimis Jónas- sonar í Morgunblaðinu og á mbl.is. Að loknum réttarhöldunum, sem stóðu í einn og hálfan dag, var málið lagt í dóm á föstudaginn. Það kemur í hlut fimm hæstaréttardómara að endurmeta 38 ára gamlan dóm fimm fyrirrennara þeirra. Bundinn eða óbundinn? Því hefur verið haldið fram af ýms- um að Hæstiréttur sé bundinn af kröfu saksóknara um sýknudóm. Aðrir hafa andmælt því og segja að Hæstiréttur hljóti ætíð að vera óbundinn af öllum kröfum. En nú skal haldið til baka rúmlega 38 ár. Klukkan 10. að morgni mánu- dagsins 14. janúar 1980 hófst hinn fyrri málflutningur í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Fyrstur hóf mál sitt Þórður Björnsson ríkissaksóknari og gaf engan afslátt af kröfum sínum. Hann gerði þá kröfu að staðfestur yrði dómur undirréttar um ævilangt fangelsi Sævars Marínós Ciesielskis og Kristjáns Viðars Viðarssonar (nú Júlíussonar). Dómar yfir Tryggva Rúnari Leifssyni og Guðjóni Skarp- héðinssyni yrðu þyngdir, en þeir voru dæmdir í 16 og 12 ára fangelsi. Loks gerði hann þá kröfu að Erla Bolla- dóttir og Albert Klahn Skaftason yrðu sakfelld samkvæmt ákæru og dómar yfir þeim þyngdir, en þau voru dæmd í þriggja ára og 15 mánaða fangelsi í undirrétti. Um Guðmundarmálið sagði Þórður m.a.: „Niðurstaða mín er því sú, að það sé sannað lögfullri sönnun, með eigin játningum hinna ákærðu, hvers um sig og með framburði hinna tveggja, og framburði Alberts, með stuðningi af framburði Erlu Bolla- dóttur og Gunnars Jónssonar svo og vitna í málinu og þeim gögnum, sem fyrir liggja í málinu, að ákærðu, Kristján, Sævar og Tryggvi, hafi veist að Guðmundi Einarssyni með líkamlegu ofbeldi og misþyrmingum, sem leiddu til þess að hann hlaut bana af. Þessi árás var með þeim hætti, að ákærðu hlaut að vera ljóst að hún gat leitt til dauða. En það kom ekki í veg fyrir árásina, ásetningur var fyrir hendi og þeir bera allir sameiginlega ábyrgð á dauða Guðmundar. Þetta er manndráp af ásetningi.“ Í umfjöllun um Geirfinnsmálið rakti Þórður Björnsson afdráttar- lausar og margendurteknar játningar ákærðu í málinu og rakti síðan hlut hvers og eins í átökunum við Geir- finn. Hann ræddi um rangar sakar- giftir í málinu og kvað brot ákærðu varðandi þær svo augljós, að ekki þyrfti að fjölyrða um. Þá ræddi hann atlöguna að Geirfinni og kvað þá Sævar, Kristján og Guðjón Skarp- héðinsson hafa tekið þátt í henni og bæru þeir á henni sameiginlega ábyrgð. Árásin hefði verið með þeim hætti að þeim hefði hlotið að vera ljóst að hún gat leitt til dauða Geir- finns. Þetta væri manndráp af ásetn- ingi. „Þjóðfélagið á rétt á vernd gegn þessum mönnum,“ sagði Þórður Björnsson ríkissaksóknari, þegar hann lauk sóknarræðu sinni í Hæsta- rétti. Þórður hafði þá talað í fjóra daga, alls 15 og hálfa klukkustund. Er þetta efalaust lengsta sóknar- ræða sem flutt hefur verið í opinberu máli hérlendis. Þórður sagði enn- fremur við réttarhöldin að leita yrði allt aftur til loka 16. aldar að máli þar sem jafn alvarlegar sakargiftir væru bornar á menn eins og í þessu máli. Í því máli meðgekk Axlar-Björn að hafa unnið á átta mönnum. Að lokinni ræðu Þórðar fluttu verj- endur sakborninganna ræðu hver af öðrum. Málflutningi lauk klukkan 18.40 miðvikudaginn 23. janúar og hafði þá staðið í átta daga og alls í um 35 klukkustundir. Gamli hætarréttarsalurinn við Lindargötu var þéttsetinn alla daga réttarhaldanna 1980 og stundum þurfti fólk frá að hverfa. Það vakti at- hygli blaðamanns við réttarhöldin nú hve fáir mættu í réttarsal hins nýja Hæstaréttarhúss. Hvar voru laga- nemar landsins? September 2018 Davíð Þór Björgvinsson við upphaf málflutningsins. Að þessu sinni voru máls- skjölin prentuð út úr tölvum. Rétturinn úthlutaði Davíð Þór 90 mínútum til að flytja ræðuna. Nú er komið að ögurstundu  Málflutningur í Guðmundar- og Geirfinnsmáli hefur verið endurtekinn fyrir Hæstarétti og nú er beðið dóms  Saksóknari krefst sýknu yfir fimm mönnum en fyrir 38 árum var krafist þyngstu refsingar Morgunblaðið/Hari Janúar 1980 Þórður Björnsson við upphaf málflutningsins. Málsskjöl eru í möppum á borð- inu. Ræða Þórðar stóð yfir í fjóra daga og hann talaði samtals í 15 og hálfa klukkustund. QsmartQ styleQ picture Samsung QE65Q9FSamsung QLED is Quantum dot based TV LÁGMÚLA 8 - 530 2800 Opnunartímar: Virka daga kl. 10-18 Laugardaga kl. 11-15 ormsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.