Morgunblaðið - 20.09.2018, Síða 30

Morgunblaðið - 20.09.2018, Síða 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2018 Rafport ehf • Auðbrekka 9-11 • 200 Kópavogur • Sími 580 1900 • rafport@rafport.is Fækkaðu hleðslu- tækjunum á heimilinu, skrifstofunni eða sumar- bústaðnum. Tengill með USB Bernhard - Honda á Íslandi Vatnagörðum 24 • 104 Reykjavík • Sími 520 1100 • www.honda.is Umboðsaðilar: Bernhard, Reykjanesbæ, sími 421 7800 • Bílver, Akranesi, sími 431 1985 Höldur, Akureyri, sími 461 6020 • Bragginn, Vestmannaeyjum, sími 481 1535 VERÐ KR. 1.690.000 4X4 • AFLSTÝRI • DCT SJÁLFSKIPT SJÁLFSTÆÐ FJÖÐRUN • VATNSKÆLT TRX420FA6 SVIÐSLJÓS Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Fimm félagar á Seyðisfirði létu sig ekki muna um það að aka í tæpan sólarhring til þess að sjá Evrópu- leik Vals og Benfica 18. september 1968. Ferðin gekk ekki áfallalaust því nær 20 sinn- um sprakk á dekkjum rúss- neska Mosans á leiðinni til Ak- ureyrar og síð- asta spölinn tróðu þeir heyi í dekkin svo þeir kæmust á dekkjaverkstæði til að kaupa ný dekk áður en haldið var áfram til Reykjavíkur. Ferðalangarnir Þorvaldur Jó- hannsson, bræðurnir Haraldur og Sveinn Sigmarssynir, Andrés Ósk- arsson, mágur þeirra, og Rúnar Sigurbjörnsson á Bakka voru allir á þrítugsaldri og þrír þeirra, Þorvald- ur, Haraldur og Rúnar, spiluðu með Hugin á Seyðisfirði. Auglýsingarnar virkuðu „Leikurinn var mikið auglýstur í útvarpinu, stöðugt hljómaði „tekst tannlæknanemanum frá Sauð- árkróki að stöðva svarta pardus- inn“, ég þekkti Pál Ragnarsson og fleiri og það var Valshjarta í nokkr- um hérna fyrir austan,“ rifjar Þor- valdur upp. Hann segir að umræð- an hafi kveikt í mönnum og margir hafi spáð í að fara suður með rútu en á endanum hafi aðeins fimm ákveðið að taka slaginn. Sveinn hafi átt nýlegan og lítið keyrðan Mosk- vitch, sem hafði staðið ónotaður í bílskúr í eitt og hálft ár, og þeir hafi farið á honum. „Sveinn var bílstjór- inn, ég var fararstjóri og sat við hliðina á honum í framsætinu, en í aftursætinu sátu Andrés, Rúnar og Haraldur,“ segir Þorvaldur. Tvö til vara en enginn tjakkur Lagt var í hann um klukkan sex að morgni daginn fyrir leik. Þor- valdur segir að veðrið hafi verið mjög gott og vel hafi gengið upp í Egilsstaði. „Svo gerist það að það springur á Mosanum, rússneska kadílakknum hans Svenna, bíl sem við treystum til alls á þessum árum, þegar við vorum komnir rétt norður fyrir Fellabæinn. Við vorum með tvö dekk til vara en tjakkur hafði gleymst heima. Við skiptum því með okkur verkum; ég skrúfaði dekkið undan og þeir þrír sem sátu í aftursætinu þrykktu bílnum upp áður en við Svenni settum varadekk undir. Við vorum fljótir að þessu en til að gera langa sögu stutta þá sprakk sennilega 16 til 18 sinnum hjá okkur á leiðinni til Akureyrar, þar af tvisvar á báðum afturdekkj- unum í einu. Svo fúin voru dekkin.“ Þorvaldur segir að bætur hafi verið í bílnum og í hvert sinn sem skipt hafi verið um dekk hafi strákarnir í aftursætinu rifið sprungnu slöng- una úr og bætt hana. Þegar þeir hafi verið komnir norður í Möðru- dal hafi bæturnar verið búnar, en þá hafi þeir mætt bónda á Willys- jeppa á leið í Jökuldal. Hann hafi lánað þeim tjakk og látið þá fá nokkrar bætur. „Síðustu metrana til Akureyrar komumst við með því að troða heyi inn í dekkin,“ segir Þorvaldur. Nýju dekkin héldu það sem eftir lifði ferðar og þeir komu til Reykja- víkur um nóttina, tæplega sólar- hring eftir að lagt var af stað. „Guð- björn Jónsson, þjálfari hjá KR, var mágur Halla og Svenna og hafði keypt fyrir okkur miða. Við vorum í góðu yfirlæti hjá honum áður en við fórum á völlinn,“ segir Þorvaldur. Leikurinn og sérstaklega úrslitin voru mikil upplifun fyrir alla við- stadda. „Valsarnir vörðust vel og náðu tveimur eða þremur skotum en mótherjarnir áttu 40 eða 50 skot án þess að skora. Siggi tók allt sem fór í gegnum vörnina.“ Árituðu tékkheftið Þorvaldur segir að á óskiljan- legan hátt hafi þeir komist í mót- töku með liðunum á Loftleiðahót- elinu eftir leik. „Við vildum hitta erlendu goðin og eftir að mér tókst að króa Eusébio, Coluna og Torres af báðum við þá um eiginhand- aráritanir. Við höfðum ekkert til að skrifa á nema tékkhefti Andrésar og ég fékk þá til þess að skrifa á það. Mér er sérstaklega minn- isstætt hvað Eusébio eða „Pardus- inn“ hafði mikið langlundargeð og nennti að standa í þessu.“ Upplifunin gleymist ekki. „Ferðin er ógleymanleg, að horfa á leikinn var stórkostlegt og gaman, og topp- urinn var að hitta hetjurnar og fá þær til þess að skrifa á tékkheftið,“ segir Þorvaldur. Hann bætir við að því miður hafi tékkheftið glatast í tiltekt eftir að Andrés dó. „En minningin lifir.“ Fylltu dekkin af heyi á leið suður  Fimm Seyðfirðingar dóu ekki ráðalausir  Sprakk nær 20 sinnum á Mosanum fyrir Benfica-leikinn Morgunblaðið/Hari Safngripir Halldór Einarsson lék í vörninni í leiknum fræga. Hér er hann með munina sem hann safnaði í sambandi við leikinn og lét ramma inn. Umfjöllun Morgunblaðið gerði leiknum að sjálfsögðu góð skil. Auglýsingastjórinn Baldvin Jóns- son skoðar úrklippur frá leiknum. Þorvaldur Jóhannsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.