Morgunblaðið - 20.09.2018, Side 34

Morgunblaðið - 20.09.2018, Side 34
34 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2018 Suðurhrauni 4210 Garðabæ | Furuvellir 3 600 Akureyri | Sími 575 8000 | samhentir.is Heildarlausnir í umbúðum og öðrum rekstrarvörum fyrir sjó- og landvinnslu u KASSAR u ÖSKJUR u ARKIR u POKAR u FILMUR u VETLINGAR u HANSKAR u SKÓR u STÍGVÉL u HNÍFAR u BRÝNI u BAKKAR u EINNOTA VÖRUR u HREINGERNINGAVÖRUR Allt á einum stað „Lógóið okkar er eins og áttavit- inn, segulnálin vísar í norður en 67 er happatala fjölskyldunnar. Langafi minn, Stefán Guðmunds- son, keyrði hér um götur á vörubíl sem var með þetta númer og þegar hann lést átti hann 67 afkomendur. Síðan hefur talan haldist innan fjöl- skyldunnar og komið upp reglu- lega. Afi minn og alnafni átti t.a.m. ýmsar trillur og báta í gegnum tíð- ina, alltaf með einkennisnúmerinu SI 67,“ segir Marteinn. Smökkunaraðstaða var til að byrja með í suðurenda brugghúss- ins og margir hafa komið þangað í bjórkynningu, íslenskir hópar og erlendir, litlir og stórir. M.a. er far- ið inn í bruggsalinn og þar fá gestir að vita hvernig bjórinn verður til og jafnframt að láta renna í glös beint af tönkum og þar er rakin saga hússins, sem er merkileg út af fyrir sig, því um langt árabil var þetta einhver fjölmennasti vinnustaður Siglufjarðar, alltaf kallaður Frysti- hús S.R. Áldósir og eiming á leiðinni TIl stendur að setja upp átöpp- unarvél fyrir forprentaðar 330 ml áldósir, en fyrirtækið hefur fram til þessa einungis verið með gler. „Við munum byrja á Original og svo koma hinir vonandi í framhaldinu. Við erum því að fara að detta inn á þann markað og hyggjumst bjóða tíu dósir í rútu. Svo hefur móttakan líka verið op- in fyrir aðrar uppákomur á Siglu- firði, sem ekkert tengjast fyrirtæk- inu beint, þ.á m. upplestur, litla tónleika og fleira. Uppskeruhátíð Þjóðlagasetursins var t.d. haldin þarna í lok ágúst. Okkur finnst gaman að færa líf í húsið og gera eitthvað, hafa einhverjar uppá- komur,“ segir Marteinn. Við þetta má bæta að á efri hæð gamla frystihússins er líka gríð- armikið rými og 4.-8. júlí sýndi fjöldi listamanna þar verk sín á sýningunni Afskekkt. Á döfinni er að vera með fleiri slíka viðburði. „Fyrir utan þetta allt er ýmislegt fleira á döfinni, m.a. eiming. Þar er fullt af möguleikum. Við munum byrja á að fara út í gin, vodka og snafs og skoða jafnvel viskí líka. Það er að vísu langtímaverkefni. Einn vina minna er kúabóndi í Klauf í Eyjafirði og ræktar bygg og fleira og við höfum verið að ræða málin, áhugavert væri að nota ís- lenska byggið hans í bjórinn og eiminguna. Þannig að það eru spennandi tímar fram undan. Þegar eimingin verður hafin erum við að stefna að því að bjóða upp á tvo mismunandi túra um húsið, bjórtúr og viskítúr. Fólk getur þá einfald- lega valið eða tekið báða.“ Okkur finnst gaman að færa líf í húsið“  Brugghúsið Segull 67 á Siglufirði er vinsælt af heimamönnum og gestkomandi  Var stofnað árið 2015 og hefur nú verið stækkað umtalsvert  Áldósir eru að koma á markað og eiming á döfinni Ljósmynd/Sigurður Ægisson Bruggmeistarinn Marteinn Brynjólfur Haraldsson, einn af eigendum Seguls 67, lætur renna í glas úr einum af mörgum bruggtönkum. VIÐTAL Sigurður Ægisson sae@sae.is „Ég var búinn að vera að ferðast mikið og í eitt skiptið þegar ég kom heim til Íslands ákvað ég að prófa að brugga og gerði það í nokkuð mörg ár, langaði alltaf að gera eitt- hvað meira úr þessu, var búinn að gera alls konar tilraunir, en það var ekki fyrr en ég tók ákvörðun um að fara alla leið, alveg niður í rekstr- aráætlunina, og náði að plata afa minn og föður í þetta verkefni, árið 2015, að hjólin tóku að snúast fyrir alvöru,“ segir Marteinn Brynjólfur Haraldsson, 34 ára gamall tölv- unarfræðingur og einn af eigendum brugghússins Segull 67 á Siglufirði. Það var sett á laggirnar árið 2015, en þar hefur undanfarið verið unnið að því að breyta og stækka, bæði í framleiðslunni og aðstöðu til að taka á móti sívaxandi gestafjölda. „Við fengum í upphafi gamalt frystihús á Siglufirði til afnota og fórum að gera það upp, svo komu græjurnar og við náðum að koma jólabjór á markað þetta sama ár.“ Síðan hefur margt gerst og nú er komið árið 2018 og þetta hefur gengið vonum framar, segir Mar- teinn. Fyrirtækið er með þrjár bjórtegundir í Vínbúðunum, allan ársins hring. „Við byrjuðum á einni sem við köllum Original, það er millidökkur lagerbjór, næstur kom Sjarmör, sem er ljós pilsnerstíll, og fyrir ekki löngu komum við svo með Sigló IPA, Indian Pale Ale-stíl, hann er ávaxtakenndari og í honum meira alkóhól. Síðan erum við að reyna að nýta árstíðirnar til að gera eitthvað öðruvísi, t.d. á þorra, um páska, á sumrin, í október og um jólin.“ Á heimasíðu Seguls 67, http:// www.segull67.is, má skoða myndir af þessum tegundum öllum. Happatala fjölskyldunnar En hvaðan skyldi heiti fyrirtæk- isins og merki koma? Smökkunaraðstaða var til að byrja með í suðurenda brugghússins og margir hafa komið þangað í bjórkynningu, íslenskir hópar og erlendir, litl- ir og stórir. M.a. er farið inn í bruggsalinn og þar fá gestir að vita hvernig bjórinn verður til og jafnframt að láta renna í glös beint af tönkum og þar er rakin saga hússins, sem er merkileg út af fyrir sig, því um langt árabil var þetta einhver fjölmennasti vinnustaður Siglufjarðar, alltaf kallaður Frystihús S.R. „Við áttum fyrst bara hluta byggingarinnar en eignuðumst hana svo alla,“ segir Marteinn. „Þegar unnið var að breytingum fyrir einu og hálfu ári kviknaði í út frá neista, að öllum líkindum; allir voru farnir heim, en við vorum heppnir að lítið skemmdist hjá okkur, einungis hluti af bjór- birgðunum og eitthvað út af vatninu. Þetta var nánar tiltekið 28. mars 2017. Undanfarið höfum við verið að gera allan þann part endanlega klár- an, förum lengra inn í húsið, m.a. inn í gamla vélasalinn sem hélt öllu köldu þarna áður fyrr, og getum núna tekið á móti enn fleiri gestum en áður í heimsókn. Þar er kominn annar bar, ef fólk skyldi vilja dvelja lengur og jafnvel fá aðkeyptan mat frá veitingastöðum í bænum. Þetta er mun rúmbetra en fyrsta aðstaðan okkar.“ Tveir barir í Frystihúsi S.R. SMÖKKUNARAÐSTAÐA Gamli barinn Smökkunaraðstaðan. Annar bar hefur bæst við í nýju álmunni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.