Morgunblaðið - 20.09.2018, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 20.09.2018, Qupperneq 47
47 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2018 Á baki Stúlka á lystiferð um miðborg Reykjavíkur og skoðar mannlífið. Eggert Það gerðist fyrir mörgum áratugum að unglingalið tveggja knattspyrnufélaga öttu kappi á fótbolta- vellinum. Leikurinn réð úrslitum um sigur í mótinu sem um ræddi. Úrslitin urðu 5-0 og skoraði sami leikmaður annars liðsins öll mörkin. Markmaður andstæð- inganna mátti þola þá niðurlæg- ingu sem honum fannst áreið- anlega felast í þessu. Áratugum síðar hittust þessir tveir fyrrverandi fótboltastrákar og tóku tal saman. Sá sem hafði skorað mörkin vék talinu að þessu atviki. Þá vék svo við að hinn mundi ekkert eftir því. Hvað var hér að gerast? Ætli markmaðurinn fyrrverandi hafi verið að segja ósatt? Engin ástæða er til að telja það. Hann var einfaldlega búinn að fjarlægja úr huga sínum end- urminninguna um þennan atburð, sem hann hafði auðvitað viljað gleyma. Um daginn flutti ég fyrir dómi mál, þar sem fjallað var um játningar sem sak- borningar höfðu gefið við rannsókn alvar- legs sakamáls fyrir mörgum áratugum. Í málinu lá fyrir að þessar játningar höfðu fengist með því að beita sak- borningana svæsnu harðræði. Fljótlega eftir að þessi meðferð á fólkinu hófst á sínum tíma var svo komið fyrir því að vita hreinlega ekki lengur hvort þau hefðu átt þátt í þeim glæpum sem þau voru sökuð um. Snúið hafði verið upp á minni þeirra með þessum afleið- ingum. Ég sá einu sinni þátt í sjónvarpi, þar sem sýnd var tilraun til að prófa skammtímaminni fólks. Sett- ur var upp skyndilegur óvæntur atburður, þar sem allmargt fólk var komið saman. Vitnin voru strax aðskilin og síðan yfirheyrð um atvikið. Þetta voru einhverjir tugir „vitna“ sem voru yfirheyrðir. Engar tvær lýsingar voru eins. Enginn var samt að skrökva neinu. Upplifunin hafði bara verið misjöfn hjá vitnunum. Almennt má gera ráð fyrir að vitni muni atburð betur eftir því sem skemmri tími er liðinn frá honum. Þetta er vegna þess að í huga vitnisins heldur atburðurinn áfram að þróast og taka á sig nýj- ar myndir sem stundum verða verulega frábrugðnar því sem gerðist. Orsakir kunna meðal ann- ars að felast í einhvers konar vild- arafstöðu vitnisins, sem án nokk- urs ásetnings af þess hálfu hefur breytt atburðinum. Af öllu þessu er ljóst að ekki er ráðlegt að treysta frásögnum fólks af liðnum atburðum. Þetta kann að eiga við um nýliðna atburði en auðvitað miklu fremur um atburði sem eiga að hafa gerst fyrir jafn- vel áratugum. Nú um stundir er víða um lönd farið fram með ásakanir um dóna- skap og misgjörðir fólks sem eiga að hafa verið hafðar í frammi fyrir löngu. Sumir ganga jafnvel svo langt að staðhæfa að ásökun um ámælisverða háttsemi sé sönn af þeirri ástæðu einni að hún er höfð í frammi. Svona ásakanir eru einatt látnar duga til að víkja fólkinu úr störf- um sem það gegnir eða til að telja það ekki verðskulda trúnaðarstörf sem til stendur að fela því. Er þá ekki talið skipta máli þó að við- komandi einstaklingur eigi að baki langan og farsælan feril í störfum sínum. Hér ættu menn að staldra við. Það gengur ekki í heimi mannanna að meðhöndla meintar en ósann- aðar ávirðingar svona. Ásökun getur verið röng jafnvel þó að sak- aráberi sé alls ekki að skrökva henni vísvitandi. „Úrvinnsla“ hans úr atviki, gömlu eða nýju, getur einfaldlega verið með þeim hætti að atburðurinn hafi umbreyst yfir í eitthvað sem aldrei gerðist. Kannski ættum við að reyna að sýna hvert öðru þá háttvísi að hafa ekki uppi ásakanir á hendur öðru fólki sem aldrei verður unnt að færa sönnur á að séu réttar. Þann- ig yrði best tryggt að ósannar sak- ir valdi ekki fólki skaða. Hvað finnst þér, lesandi góður? Um upplifun og minni Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson »Kannski ættum viðað reyna að sýna hvert öðru þá háttvísi að hafa ekki uppi ásakanir á hendur öðru fólki sem aldrei verður unnt að færa sönnur á að séu réttar. Jón Steinar Gunnlaugsson Höfundur er lögmaður. Allir eru sammála um að bæta almenn- ingssamgöngur í Reykjavík. Ekki er vanþörf á. Þjónustan er víða brotakennd og ekki hefur tekist að auka hlutdeild strætó í ferðum fólks. Ár eft- ir ár er talan óbreytt: 4%, þrátt fyrir að samningur sé um að hún ætti að fara í 8%. Áætlanir um 11% auknar tekjur á fyrri hluta þessa árs hafa engan veginn gengið eftir. Það er því eðlilegt að menn staldri við og hiki þegar lögð er fram tillaga um að ráðast í verkefni af stærðar- gráðunni 70 milljarðar króna. Tillaga um að fjölga millistjórn- endum í ráðhúsinu. Tillaga sem kostar hundruð milljóna þótt ekkert verði fram- kvæmt. Lengi hefur verið talað um að borgarlína sé sam- starf sveitarfélaganna. Engu að síður hefur borgin ein ákveðið að ráðast í þessi útgjöld. Ekki eykur traustið hvernig fjár- festingaverkefni borgarinnar hafa gengið. Nýlegt dæmi er af bragga sem gerður var upp með náðhúsi og skála fyrir 415 milljónir. Átti standsetningin að kosta 148 millj- ónir. Múrar við Miklubraut eru annað dæmi um dýra framúr- keyrslu þar sem heildarkostnaður slagar í hálfan milljarð. Þegar litið er til þess hvernig „borgarlínu- verkefni“ hafa gengið til dæmis í Edinborg og Stavanger er tvennt sem kemur í ljós. Annars vegar er hver kílómetri mun dýrari en gert er ráð fyrir að borgarlínan í Reykjavík eigi að kosta. Virðist því gert ráð fyrir að Ísland sé ódýrara. Ekki er víst að allir skrifi upp á það. Hitt sem verkefnin eiga sammerkt er að þau fóru all- hressilega yfir áætlun. Óvissan í stórum innviðaverkefnum er alltaf mikil. Vaðlaheiðargöng eru dæmi um slíkt. Óvissan í stórum innviða- verkefnum í grónum hverfum er enn meiri. Stavanger- og Edin- borgarverkefnin sanna það. Aukaskattur á nýtt húsnæði Loks var boðað í tillögunni að samhliða uppbyggingu borgarlínu yrði byggt hagkvæmt húsnæði. Það eru sannkölluð öfugmæli, enda hefur borgarstjórnarmeiri- hlutinn í Reykjavík boðað sér- stakan skatt einmitt á þessi svæði, svokallað innviðagjald. Skatt sem leggst á íbúðir sem eru orðnar dýrar fyrir. Í þá óvissuferð sem felst í tillögunni er ekki hægt að fara því hún er ófjármögnuð. Hún er ávísun á skuldsetningu borgar- sjóðs sem má síst við slíkum byrð- um. Af þessum sökum getum við engan veginn stutt tillöguna um borgarlínu. Svo er það hitt. Stórar hugmyndir sem eiga að leysa öll mál geta orðið til þess að aðrar úrbætur sitji á hakanum. Ekkert verði gert. Stórar hugmyndir sem ekkert verður úr geta verið hættu- legar. Á meðan beðið er eftir God- ot gerist ekkert. Eftir Eyþór Arnalds Eyþór Arnalds » Það er eðlilegt að menn staldri við og hiki þegar lögð er fram tillaga um að ráðast í verkefni af stærðar- gráðunni 70 milljarðar króna. Höfundur er oddviti Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík. Óvissuferð í boði borgarinnar „Þegar ég vaknaði í morgun gat ég ekki stigið í fæturna, ég sá ekki og mér leið eins og þúsund nálum væri stungið í ilj- arnar.“ Þetta eru, ásamt mörgu öðru, einkenni sem geta hrjáð fólk með MS. Einkenni sem ýmist koma einn daginn tiltölulega snöggt, eða hægt og rólega, og hverfa síðar og einstaklingurinn upplifir sig jafn- vel heilbrigðan á ný. Hjá öðrum hverfa einkennin ekki. Sú upplifun að hafa ekki fulla stjórn á líkamanum og vera óviss með hvort hann láti að stjórn, í dag eða eftir tíu ár, getur valdið þó nokkrum kvíða, bæði hjá hinum MS-greinda sem og aðstandendum hans. Lífið er alla jafna óútreikn- anlegt en með MS í farteskinu tekur óvissan á sig nýja mynd. Mikilvægt er því að mæta fólki, bæði með ráðgjöf, fræðslu og stuðningi. Á Íslandi eru um 700 manns greindir með MS-sjúkdóminn. Að meðaltali greinist ein manneskja á tveggja vikna fresti og er hann talinn einn algengasti taugasjúk- dómur unga fólksins. Flestir greinast á aldrinum 20-40 ára en vegna bættra greiningaraðferða og aukinnar þekk- ingar er í auknum mæli verið að greina fólk fyrr á lífstíðinni, allt niður í 11 ára hér á landi. Fyrir 50 árum, þegar þekking á sjúk- dómnum var tak- markaðri og jafnvel í mörgum tilvikum tal- ið að einkenni MS or- sökuðust af andlegum kvillum, tók hópur heilbrigðisstarfs- manna sig saman og stofnaði hagsmunafélag fyrir fólk með MS, MS-félag Íslands. Tilgangur fé- lagsins var skýr: að veita aðstoð þeim sjúklingum sem haldnir væru MS-sjúkdómnum. Aðalmark- miðið var síðar að vinna að bygg- ingu dvalar- og vinnuheimilis þar sem MS-sjúklingar gætu fengið þjónustu. Þess ber að geta að í dag er í húsnæði MS-félagsins rekin sérhæfð dagvist fyrir fólk með MS og aðra taugasjúkdóma, MS-setrið. Þegar félagið var stofnað voru engin lyf og fá meðferðarúrræði í boði fyrir fólk með sjúkdóminn. Skilningur á sjúkdómnum var tak- markaður. Þegar horft er til baka er ljóst að læknavísindum hefur fleygt fram sem hefur leitt til auk- inna lífsgæða fólks með MS. Greiningarferlið er mun betra og hefur þróun meðferða við sjúk- dómnum verið ör, ekki síst síðasta áratuginn. Með þessu er þó aðeins unninn hálfur sigur. Á meðan enn hefur ekki verið fundin lækning við sjúkdómnum og lyfjameðferð stöðvar ekki framgang hans að fullu þurfa einstaklingar með MS að takast á við afleiðingar sjúk- dómsins. Með breyttum tímum fylgja þó jafnan kröfur um breytt- ar áherslur og þjónustu en eftir standa þó grunnkröfurnar um gott aðgengi að sérhæfðu heilbrigðis- starfsfólki um land allt, aukið að- gengi að ráðgjöf, virku stuðnings- neti og öflugri fræðslustarfsemi. Í dag, 20. september 2018, eru 50 ár frá stofnun MS-félag Íslands og hefur félagið í um hálfa öld ein- beitt sér að því að veita MS-fólki og aðstandendum þess stuðning og standa fyrir öflugri fræðslu um sjúkdóminn. Ég vil óska félags- mönnum MS-félags Íslands, vel- unnurum félagsins og öllum þeim sem láta sig MS-sjúkdóminn varða til hamingju með daginn. Eftir Björgu Ástu Þórðardóttur » Félagið hefur í um hálfa öld einbeitt sér að því að veita MS-fólki og aðstandendum þess stuðning og standa fyrir öflugri fræðslu um sjúk- dóminn. Björg Ásta Þórðardóttir Höfundur er formaður MS-félags Íslands. 50 ára afmæli MS-félags Íslands
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.