Morgunblaðið - 20.09.2018, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 20.09.2018, Qupperneq 64
K ristín Bjarnadóttir fæddist í Ólafsvík 20.9. 1943 en ólst upp í Reykjavík: „Ég var fimm ára þegar for- eldrar mínir festu kaup á íbúð í Hlíðunum þar sem ég var næstu 25 árin, bjó síðan erlendis, í Stykk- ishólmi og í Garðabæ en er nú aft- ur komin á slóðir bernskunnar.“ Kristín dvaldi tvö sumur hjá frændfólki á Djúpavogi, gekk í Austurbæjarskóla og Kvennaskól- ann, lauk stúdentsprófi frá MR 1963, BA-prófi í eðlisfræði og stærðfræði frá HÍ 1968 og prófi í uppeldis- og kennslufræðum frá HÍ 1971, lauk M.Sc.-gráðu í stærð- fræði frá Háskólanum í Oregon í Eugene 1983 og PhD-gráðu í stærðfræðimenntun frá Háskól- anum í Hróarskeldu 2006. Kristín kenndi stærðfræði og eðlisfræði við Vogaskóla, Kvenna- skólann og Grunnskólann í Stykk- ishólmi til 1981, og við FG 1983- 2003, lengst af sem áfangastjóri. Hún varð lektor við KHÍ 2003 og síðan dósent og prófessor við HÍ. Þá sinnti hún námsefnisgerð og endurskoðun á námskrám í stærð- fræði í hlutastörfum. Kristín varð skáti 10 ára, sat í mótstjórnum skátamóta og stjórn Bandalags íslenskra skáta sem að- stoðarskátahöfðingi, sat í Evrópu- stjórn kvenskáta, vann við útgáfu- störf, t.d. útgáfu Skátahandbók- arinnar 1993: „Skátastarfið var þá mjög öflugt og veigamikið. Í skáta- heimilinu við Snorrabraut var allt- af eitthvað á döfinni. Þetta starf vakti áhuga minn á landinu, ferð- um, fjallgöngum og skógrækt sem fjölskyldan hefur stundað í tvo áratugi í Stafholtstungum þar sem hún á bústað og landskika. Hvað segir ekki í skátalaginu: „Komdu út því sólskinið vill sjá þig sveifla haka’ og rækta nýjan skóg.““ Kristín Bjarnadóttir, prófessor emeritus – 75 ára Fjölskyldan Kristín og Halldór með börnum, tengdabörnum og barnabörn- um á ferðalagi í Frakklandi árið 2014. Hún vill „sveifla haka’ og rækta nýjan skóg“ Kristín og Halldór nýstúdentar 1963. Kennedy var enn á lífi, unglingar í Ameríku sungu gullfallegt japanskt lag, Sukiyaki með Kyu Sakamoto, en í Bretlandi voru Bítlarnir að bylta dægurlagaheiminum með She Loves you. 64 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2018 Ég er í afmælisferð í Grikklandi ásamt fjölskyldunni, á eyjunniMýkonos. Ég var hérna í afmæli fyrir ári og ákvað þá að hérmyndi ég halda upp á sextugsafmælið mitt,“ segir Leifur Hallgrímsson, framkvæmdastjóri og eigandi Mýflugs, en hann fagnar einmitt 60 ára afmælinu í dag. „Þetta er líka stór dagur því Ríkiskaup verða með útboð á sjúkra- flugi og verða tilboðin opnuð klukkan 14.00 að íslenskum tíma í dag. Það fer því dálítið eftir því hvernig útboðið fer hvað maður gerir en það verður klárlega skálað á hvorn veginn sem verður.“ Mýflug sér einmitt um sjúkraflug á landinu alveg frá Bíldudal og austur um að Vestmannaeyjum. „Flugvélarnar okkar eru á Akureyri og þar erum við með skýli og aðstöðu fyrir flugmenn, sjúkraflutn- ingamenn og lækna.“ Mýflug er einnig með útsýnisflug og gerir það flug út frá Reykja- hlíðarflugvelli í Mývatnssveit. „Sumarið var frekar erfitt hjá okkur í útsýnisfluginu, sterkt gengi krónunnar hefur gert það að verkum. Okkar kúnnahópur er aðallega miðaldra fólk frá Mið-Evrópu og það vita allir að komum þessa hóps hefur fækkað til landsins. En við höf- um verið með útsýnisflugið frá 1989 og það er engan bilbug á okkur að finna, við gefumst ekkert upp.“ Auk flugsins rekur Leifur Vogafjós ásamt systur sinni, en það er vinsæll veitingastaður og gistihús á Mývatni. „Við erum líka með bú- rekstur og nokkrar kindur og við tökum ekki þátt í íslenska landbún- aðarkerfinu og nýtum allar afurðir búsins á veitingastaðnum. Við fáum því ekki beingreiðslur í landbúnaðarkerfinu.“ Eiginkona Leifs er Gunnhildur Stefánsdóttir, fjármálastjóri hjá Mý- flugi, og synir þeirra eru Hallgrímur Páll, flugmaður hjá Mýflugi, og Einar Bjarki, háskólanemi í Reykjavík. Fjölskyldan F.v.: Einar Bjarki, Gunnhildur, Leifur og Hallgrímur Páll. Skálar hvernig sem útboð á sjúkraflugi fer Leifur Hallgrímsson er sextugur í dag Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Velkomin í okkar hóp! Innritun og nánari upplýsingar í síma 581 3730 og á jsb.is Markviss, fjölbreytileg og öflug líkamsrækt fyrir konur og stelpur sem tekur mið af þörfum ólíkra hópa og skilar auknum krafti, hreysti og vellíðan. E F L IR / H N O T S K Ó G U R Rétta þjálfunin sem veitir vellíðan! Fjölbreyttir tímar frá morgni til kvölds Systurnar Perla Dís Vignisdóttir og Sóley Katla Vignisdóttir héldu tombólu á Akur- eyri og söfnuðu 3.230 krónum. Þær gáfu Eyja- fjarðardeild Rauða krossins söfn- unarféð. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.