Morgunblaðið - 20.09.2018, Qupperneq 77

Morgunblaðið - 20.09.2018, Qupperneq 77
MENNING 77 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2018 ICQC 2018-20 Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Miklu meira en bara ódýrt! SONAX bílavörur í miklu úrvali á mjög góðu verði Háþrýstidælur 1650W Óskarsverðlaunaleikstjórinn og myndlistarmaðurinn Steve McQueen ræðst á næstunni í afar viðamikið verkefni í samstarfi við Tate Britain-safnið. Hann mun ásamt hópi um 30 ljósmyndara taka myndir af öllum þriðju bekkjum í barnaskólum Lundúna, alls um 115 þúsund börnum í 2.410 skólum, og er verkefninu lýst sem einu því viða- mesta sem listamaður hefur ráðist í þar í landi. Afraksturinn verður sýndur í safninu næsta vor auk þess sem sýningar á úrvali bekkjarmynd- anna verða settar upp í öllum 33 hverfum borgarinnar. Á sama tíma verður sett upp yfirlitssýning á myndlistarverkum McQueens í Tate Britain. Listamaðurinn vinnur verkið með sérfræðingum í skapandi menntun í stofnuninni A New Direction og Ar- tangel-stofnuninni sem styrkir alls kyns myndlistarverkefni en það rek- ur til að mynda Vatnasafn Roni Horn í Stykkishólmi. McQueen segir verkið fá fólk til að hugsa um hver við erum, hvaðan við komum og hver framtíðin verði. Myndar alla þriðjubekkinga í London Ljósmynd/Tate/PA Bekkjarmynd Bekkur í Little Ealing- grunnskólanum sem verður á sýningunni. Leikritið Blá- klukkur fyrir háttinn eftir Hörpu Arnar- dóttur verður sýnt í mongólsku hirðingjatjaldi í porti Hafnar- hússins í kvöld kl. 20 og um helgina, bæði laugardag og sunnudag, kl. 14. „Leiðsögukona tekur á móti gest- um og leiðir þá inn í töfraveröld tjaldsins þar sem hlustað verður á Bláklukkurnar. Leikarar eru Krist- björg Kjeld, Ingvar E. Sigurðsson og Harpa Arnardóttir. Einar Sigurðs- son gerði hljóðmynd,“ segir í til- kynningu. Verkið var frumsýnt á Listahátíð í Reykjavík 2018 og þá sýnt í hverjum landsfjórðungi. Heilmildarmynd eft- ir Margréti H. Blöndal um leikritið er sýnd á afgreiðslutíma safnsins í fjölnotarými þess sem er gegnt port- inu þar sem hirðingjatjaldið stend- ur. Gestir safnsins geta líka gengið í kringum tjaldið og heyrt í hljóðverk- inu. Miðar eru seldir á tix.is. Bláklukkur fyrir háttinn í Hafnarhúsinu Harpa Arnardóttir Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Það er nauðsynlegt að hafa húmor fyrir lífinu og spillingunni sem við- gengst hér á landi, annars kemst maður ekki af. Það er ekkert sem opnar hjartað jafn mikið og hlátur og þegar hjartað opnast getur lækn- ingin hafist,“ segir Bergur Þór Ing- ólfsson, leikstjóri Svartlyngs sem er nýtt íslenskt gamanleikrit, sem GRAL-leikhópurinn frumsýnir í Tjarnarbíói annað kvöld kl. 20. Verkið, sem er eftir Guðmund Brynjólfsson, er sagt vera sót- svartur hvítþveginn gamanleikur um Svartlyngsættina, sem á dóm- stólana, stjórnaráðið, löggjafar- þingið og mannar öll embætti í nafni Svartlyngsættarinnar, sem á flokk- inn. Þegar ríkisstjórn Svartlynga riðar til falls ákveður ráðherra að ráða gluggaþvottamann til að sýna að allt sé uppi á borðum og gegnsætt í hans ráðuneyti. En það er ekki nóg og því fá hausar og hendur að fjúka til að spillingin nái ekki að brjótast upp á yfirborðið og Svartlyngsættin nái að passa upp á sitt en ekki sína. „Leikhópurinn hefur unnið með Guðmundi Brynjólfssyni, höfundi verksins, og fengum við til okkar dómara, blaðamenn og alþingis- menn, einnig fórum við í gegnum skýrslu GRECO um varnir gegn spillingu hjá æðstu valdhöfum fram- kvæmdavalds og löggæslu á Íslandi. Viðbrögð dómsmálaráðherra við skýrslunni voru að gera lítið úr nefndinni í stað þess að hrekja ávirð- ingar eða laga það sem á var bent, sem er í rauninni fyndið,“ segir Bergur og bætir við að það sé áhugavert að velta því upp hvað vaki fyrir fólki í valdastöðu; hvort það eigi einhver önnur lögmál við um þann hóp. Það megi líka velta fyrir sér þeirri lensku að þegar einhver brýtur traust sé viðbragðið að grafa undan trausti einhvers annars. Háðsk ádeila og gamanleikur „Það má segja að Svartlyng sé háðsk ádeila, gamanleikur um absúrd-realisma. Þvæla um þvælu sem fólk getur fengið framan í sig þegar það þarf að takast á við stjórn- kerfið,“ segir Bergur og fer ekki í grafgötur með að tilurð verksins megi rekja til þess er hann og fólk náið honum vildu leita svara við því hvers vegna dæmdur kynferðis- brotamaður hefði fengið uppreist æru. Hverjir hefðu ábyrgst hann og hvers vegna hann hefði fengið lög- mannsréttindi á ný auk vinnubragða dómsmálaráðherra og samflokks- manna hennar. „Það sem mætti okkur var óskilj- anleg mótspyrna þar sem allt kapp var lagt á að fela gögn málsins. Nú ári eftir að ríkisstjórnin féll í kjölfar þess að við kröfðumst svara virðist raunveruleikinn fáranlegri en skáld- skapurinn. Við erum að reyna að fanga þennan fáránleika sem er svo út í hött að það verður farsakennt,“ segir Bergur og spyr hvort það komi þá ekki öllum við þegar einhver ábyrgist einhvern gagnvart öllum. Af hverju allir megi ekki vita af því. Farsinn þarf að endurnýja sig „Svartlyng er ekki formúlufarsi sem slíkur. Farsi hefur yfirleitt gengið út á framhjáhald og lygar og að konan sé viljalaust verkfæri karla. Farsinn þarf algjörlega að endurnýja sig, rétt eins og sam- félagið í þessum málum. Farsi er í rauninni einhver sem lýgur ein- hverju og svo vindur lygin upp á sig,“ segir Bergur og bætir við að í Svartlyngi sé verið að fást við spurn- inguna hvað vaki fyrir fólki þegar hægt sé að hafa eðlileg samskipti í gegnsæju stjónkerfi með gagnrýnni hugsun en nýta sér það ekki. „Að eiga við íslenska kerfið er eins og að stíga inn í ókunna vídd, ein- hverja skrípaveröld sem engan veg- inn er hægt að fá nokkurt vit í og það er í raun fyndið. Við erum að reyna að sjá mannlega þáttinn í þessu sem leiði okkur yfir í aðra röksemda- heima þar sem veruleikinn stenst ekki skoðun,“ segir Bergur. Gamanleikurinn hefst á því að sögn Bergs að ráðherra kynnir auk- ið gegnsæi og til þess að koma því í verk ræður hann gluggaþvotta- mann. „Í verkinu birtast bækur af og til og það er misjafnt hvenær má sýna úr þeim og hvenær ekki. Hve- nær bók er týnd og hvenær hún kemur í leitirnar. Þá kemur fram öll sú vinna sem fólk leggur á sig til þess að halda bók týndri. Þetta er náttúrlega bráðfyndið og raunveru- legt efni,“ segir Bergur sem bíður spenntur eftir frumsýningunni. Grindvíska atvinnuleikhúsið Leikarar í Svartlyngi eru félagar úr GRAL sem áður var Grindvíska atvinnuleikhúsið en hefur nú flutt starfsemi sína til Reykjavíkur. Sveinn Ólafur Gunnarsson, Sólveig Guðmundsdóttir, Benedikt Gröndal, Þór Tulinius og Valgerður Rúnars- dóttir leika í verkinu. Leikmynda- og búningahönnuður er Eva Vala Guðjónsdóttir og ljósahönnun er í höndum Magnúsar Arnars Sigurðs- sonar og Hafliða Emils Barðasonar sem einnig sér um sviðsstjórn. „Ég er fyrsti atvinnuleikarinn í sögu Grindavíkur og langaði að stofna hálfatvinnuleikhús á heima- slóðum. Fyrstu þrjár sýningar okk- ar voru byggðar á sögum úr nær- umhverfinu,“ segir Bergur og bætir við að pólitískur áhugi á að styðja við GRAL í Grindavík hafi dofnað og því hafi leikhúsið flutt sig sem listfélag til Reykjavíkur. „Svartlyng er fimmta verk leik- hópsins en mörg okkar hafa starfað saman í yfir 20 ár. Öll verk sem GRAL hefur sýnt eru frumflutn- ingur. Við unnum til Grímuverð- launanna með sýningunni Horn á höfði og fengum tilnefningu til þeirra verðlauna fyrir verkið 21 manns saknað,“ segir Bergur en auk þess hefur GRAL sýnt verkin Enda- lok alheimsins og Eiðinn og eitthvað. Raunveruleikinn reyndist fáránlegri en skáldskapurinn  GRAL frumsýnir Svartlyng í Tjarnarbíói  Farsinn þarf að endurnýja sig eins og samfélagið Morgunblaðið/Eggert Þvæla um þvælu Leikstjórinn Bergur Þór Ingólfsson ásamt leikhópi sínum sem í eru Benedikt Gröndal, Sólveig Guðmundsdóttir, Valgerður Rúnarsdóttir, Þór Tulinius og Sveinn Ólafur Gunnarsson á æfingu í Tjarnarbíói.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.