Morgunblaðið - 06.10.2018, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2018
Veður víða um heim 5.10., kl. 18.00
Reykjavík 1 heiðskírt
Akureyri 0 skýjað
Nuuk 3 rigning
Þórshöfn 7 rigning
Ósló 11 heiðskírt
Kaupmannahöfn 14 þoka
Stokkhólmur 11 heiðskírt
Helsinki 10 skýjað
Lúxemborg 18 heiðskírt
Brussel 21 heiðskírt
Dublin 11 skýjað
Glasgow 11 léttskýjað
London 19 skýjað
París 24 heiðskírt
Amsterdam 18 heiðskírt
Hamborg 19 heiðskírt
Berlín 19 heiðskírt
Vín 17 heiðskírt
Moskva 3 heiðskírt
Algarve 26 heiðskírt
Madríd 28 heiðskírt
Barcelona 23 léttskýjað
Mallorca 25 léttskýjað
Róm 23 skúrir
Aþena 21 heiðskírt
Winnipeg 2 þoka
Montreal 7 léttskýjað
New York 18 léttskýjað
Chicago 13 súld
Orlando 29 skýjað
6. október Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 7:52 18:41
ÍSAFJÖRÐUR 8:00 18:42
SIGLUFJÖRÐUR 7:43 18:25
DJÚPIVOGUR 7:22 18:09
VEÐUR KL. 12 Í DAG
Á sunnudag Vestlæg eða breytileg átt 3-10 m/s.
Votviðri á N- og A-landi, skúrir eða él. Hiti 0-5 stig.
Á mánudag NA 8-13 m/s og él við N-ströndina,
hægari annars staðar og vott S-lands, hiti 0-5 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Gengur í hvassa suðaustanátt með slyddu eða rigningu, en hægari og
þurrt á NA-landi. Hiti 2 til 7 stig síðdegis. Lægir SV-til í kvöld með skúrum.
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Guðni Einarsson
Andri Steinn Hilmarsson
„Það verður með einhverjum ráðum
að greiða úr þessu upplausnar-
ástandi, bæði því sem snýr að sam-
félaginu fyrir vestan og eins skiln-
ingi stofnana og almennings á lögum
um mat á umhverfisáhrifum,“ sagði
Kristján Þór Júlíusson sjávarút-
vegsráðherra um stöðuna sem upp
er komin varðandi laxeldi á Vest-
fjörðum.
Úrskurðarnefnd umhverfis- og
auðlindamála vísaði í gær frá kröfu
laxeldisfyrirtækjanna Fjarðalax ehf.
og Arctic Sea Farm hf. um að fresta
réttaráhrifum fyrri úrskurða nefnd-
arinnar um að fella úr gildi starfs-
leyfi og rekstrarleyfi fyrirtækjanna.
Komst úrskurðarnefndin að þeirri
niðurstöðu að hún hefði ekki heimild
til að fresta réttaráhrifum eigin úr-
skurða.
Kristján Þór benti á að úrskurðar-
nefndin hefði beint atriðum að um-
hverfisráðherra og sjávarútvegsráð-
herra. Það þyrfti að meta yfir
helgina. Hann benti á að það væri
réttur almennings að fara með
ágreiningsmál fyrir dómstóla. „Ég
tel að það sé nauðsynlegt í þessu
máli til að skýra ákveðna þætti. Um-
hverfisstofnun og Matvælastofnun
gáfu út starfs- og rekstrarleyfi á
grundvelli skilnings á lögum um mat
á umhverfisáhrifum. Þeir sem fengu
leyfin standa uppi með að þau voru
felld úr gildi. Við þurfum einhvern
veginn að greiða úr því. Við erum
raunar þegar byrjuð að skoða þetta.“
Forsvarsmenn laxeldisfyrirtækj-
anna segjast hafa á grundvelli leyfis-
veitinga Matvælastofnunar og Um-
hverfisstofnunar varið verulegum
fjármunum í rannsóknir, öryggisráð-
stafanir og aðrar fjárfestingar í rétt-
mætu trausti þess að leyfin héldu
gildi sínu en hjá félögunum tveimur
eru samtals 150 stöðugildi.
Segir þar að verði rekstur Fjarða-
lax í Patreksfirði og Tálknafirði
stöðvaður þurfi að ráðast í stórfelld-
ar sparnaðar- og hagræðingarað-
gerðir til að forða félaginu frá gjald-
þroti, þ.m.t. fjöldauppsagnir. Séu
miklar líkur á því að ef stöðva þurfi
starfsemi á grundvelli skorts á
rekstrarleyfi til lengri tíma sé gjald-
þrot óhjákvæmilegt.
Vestfirðingar eru reiðir
Haustþing Fjórðungssambands
Vestfjarða samþykkti í gær einum
rómi ályktun þar sem segir að það sé
„áfall fyrir Vestfirði og þjóðarbúið í
heild“ að úrskurðarnefndin hafi
hafnað beiðni laxeldisfyrirtækjanna
og fellt úr gildi rekstrarleyfi fyrir-
tækja í fullum rekstri. „Vestfirðing-
ar eru reiðir og sætta sig ekki lengur
við við úrræðaleysi og getuleysi kerf-
isins.“ Þá krafðist haustþingið þess
að Alþingi og ríkisstjórn grípi tafar-
laust inn atburðarásina.
Úrskurðarnefnd vildi ekki fresta réttaráhrifum úrskurða
Sjávarútvegsráðherra segir þegar byrjað að skoða málið
Sjá fram á gjald-
þrot og uppsagnir
Fulltrúar nítján félaga, sem hafa
veitt Starfsgreinasambandinu (SGS)
samningsumboð í komandi kjaravið-
ræðum, héldu vinnufund á Selfossi í
gær og í fyrradag.
„Þetta var mjög góður fundur. Við
lögðum drög að kröfugerð. Svo fara
menn með þau heim í félögin og
ræða þetta í sínum ranni. Við ætlum
svo að hittast aftur á miðvikudag í
næstu viku í Reykjavík og reiknum
með að klára meginlínurnar þá,“
sagði Björn Snæbjörnsson, formað-
ur SGS.
Hann sagði þetta vera í fyrsta sinn
sem öll aðildarfélögin veita SGS
samningsumboð. Björn vildi ekki
greina frá efnisatriðum kröfugerðar-
innar enda sé hún ekki frágengin.
Hugmyndir um víðtækara samflot
í komandi kjaraviðræðum voru ekki
ræddar á Selfossi. Þeirri umræðu
var frestað þar til á fundinum á mið-
vikudaginn kemur.
Björn kvaðst vera bjartsýnn á
komandi kjaraviðræður, sérstaklega
eftir að samstaða náðist á milli allra
aðildarfélaga SGS. gudni@mbl.is
SGS mót-
ar kröfu-
gerð
Öll aðildarfélögin
veita SGS umboð
Laufskrúð trjánna hefur tekið á sig fjölbreytta liti. Trén eru
farin að fella laufin og hætt er við að hvassviðrið sem spáð er
muni feykja mörgu laufinu af greininni þar sem það var í
sumar og nýtti þá fáu sólargeisla sem gáfust. Spáð var frosti
um allt land í nótt sem leið og víða talsverðu frosti. Svo geng-
ur í suðaustanhvassviðri sunnan- og vestanlands eftir hádegið
með rigningu, en slyddu eða snjókomu á heiðum. Færð getur
spillst um tíma. Snarpar vindhviður verða á Kjalarnesi og við
Hafnarfjall í dag en svo á að lægja í kvöld.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skrautlegir haust-
litir gleðja augað
Slysavarnafélagið Landsbjörg (SL)
og Rafnar ehf. hafa skrifað undir
viljayfirlýsingu um samstarf. Það
snýr að hönnun og endurnýjun á
björgunar- og skipaflota SL. Um er
að ræða 13 nýja báta og skip. Áætlað
er að verkefnið kosti um 2 milljarða.
Hönnunin mun taka mið af ís-
lenskum aðstæðum og þeim marg-
víslegu verkefnum sem sjódeildir SL
sinna, að því er segir í fréttatilkynn-
ingu. Haft er eftir Jóni Svanberg
Hjartarsyni, framkvæmdastjóra SL,
að endurnýjun björgunarbáta- og
skipaflotans sé bráðnauðsynlegt
hagsmunamál fyrir þjóðina og mikil-
vægt skref í öryggismálum. Miklar
vonir eru bundnar við skrokkhönnun
Rafnars.
Tækniþróunarsjóður ætlar að
styrkja Rafnar um 70 milljónir á
næstu tveimur árum vegna þessa
verkefnis. Hannaðir verða annars
vegar 12-15 m langir léttbyggðir
bátar og hins vegar 15 metra björg-
unarskip. gudni@mbl.is
Björgunar- og skipa-
floti endurnýjaður
Teikning/Rafnar
Nökkvi 1500 Hugmynd að sérhönn-
uðu leitar- og björgunarskipi.
Geir H. Haarde,
sendiherra í
Bandaríkjunum,
mun láta af
störfum í utan-
ríkisþjónust-
unni 1. júlí 2019
og taka sæti að-
alfulltrúa í
stjórn Alþjóða-
bankans fyrir
hönd kjördæmis
Norðurlanda og Eystrasaltsríkja.
Bergdís Ellertsdóttir, sem hefur
verið fastafulltrúi Íslands hjá
Sameinuðu þjóðunum (SÞ), verður
sendiherra Íslands í Bandaríkjun-
um.
Guðlaugur Þór Þórðarson utan-
ríkisráðherra hefur ákveðið flutn-
inga forstöðumanna sendiskrif-
stofa 2019.
Breytingar verða á sjö sendi-
skrifstofum og sendiherrar fluttir
til. Helga Hauksdóttir verður
sendiherra í Danmörku og María
Erla Marelsdóttir í Þýskalandi.
Jörundur Valtýsson verður fasta-
fulltrúi hjá SÞ, Hermann Ingólfs-
son fastafulltrúi hjá NATO og
Ingibjörg Davíðsdóttir verður
sendiherra í Noregi. gudni@mbl.is
Geir H.
Haarde
Geir Haarde
í stjórn Al-
þjóðabankans
Breytingar 2019