Morgunblaðið - 06.10.2018, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.10.2018, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2018 getum notið birtunnar enda fyrir löngu síðan búinn að tryggja sér stað á himnafestingu íslenskra höfðingja. Beddi sá fegurð í því hvers- dagslega og einhver sagði að „góðum mönnum gefin var, sú glögga eftirtekt, að finna líka feg- urð þar, sem flest er hversdags- legt“. Þessi duglegi maður hugsjóna og jöfnuðar hefur gengið af velli og segja má að hröð var för og ör- skömm dvöl og sárt að geta ekki fylgst lengur með Bedda. Stella kona mín á eingöngu góðar minningar um kæran frænda sinn og þökkum við hjón- in honum fyrir samferðina. Á 50 ára afmæli Bedda var honum fært kvæði að gjöf sem lýsir honum vel: „Hræddist hvorki brim né byl, barðist horskur loka til.“ Þorsteinn Geirsson, Stefanía Guðmundsdóttir. Elsku besti afi okkar, það verð- ur erfitt að venjast því að þú sért ekki lengur hjá okkur. Seinustu dagar hafa verið svo erfiðir, erf- iðari en við hefðum nokkurn tím- ann getað hugsað okkur. Þú varst alltaf svo góður við okkur, það þurfti ekki nema eitt símtal og þú varst tilbúinn að hjálpa okkur. Við eigum svo margar góðar minningar um þig á stóra, hvíta bílnum þínum sem þú komst að sækja okkur á. Þú varst alltaf tilbúinn í að koma og skutla okk- ur, skiptir ekki einu sinni máli hvað klukkan var og það var alltaf hægt að treysta á að þú kæmir. Það var svo gaman þegar þú leyfðir okkur barnabörnunum að koma með þér á sjó á trillunni. Það eru minningar sem við mun- um aldrei gleyma og eigum við eftir að minnast þess að þú varst besti og flottasti sjómaðurinn. Þú varst engum líkur og svo mikill karakter. Þú ert fyrirmynd okkar og við lítum svo ótrúlega mikið upp til þín. Við erum öll sammála um að við getum aldrei þakkað þér nógu mikið fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur og erum við svo þakk- lát. Þú varst gull af manni og er- um við svo heppin að hafa fengið að kalla þig afa. Þú munt alltaf eiga stóran hlut af hjarta okkar og þín verður svo sárt saknað. Minning þín mun lifa með okkur alla ævi og erum við svo montin með að hafa átt svona góðan afa. Hvíldu í friði, elsku afi okkar. Barnabörnin María, Tómas, Bergvin, Baldur, Birkir, Jóhanna Lea og Bjarni Þór. Margar minningargreinarnar hef ég skrifað og þær hafa oftast verið mér erfiðar, en engin eins og þessi. Með tárin í augunum reyni ég að setja nokkrar línur á blað um Bedda tvíburabróður minn. Það er svo margs að minn- ast og engin leið að nefna nema fátt eitt. Þegar við vorum heima austur á Norðfirði vorum við alltaf sam- an og gerðum flesta hluti eins enda ótrúlega samrýmdir. Það var sameiginleg ákvörðun pabba og mömmu að skilja okkur ekki að og því fórum við saman í sveit, fyrst upp á Hérað og síðan norður í Langadal, þar sem við vorum í sex sumur. Það var síðan eftir ársdvöl í MA að leiðir okkar skildu í fyrsta skipti, sem var okkur báðum erf- itt, en ég hélt áfram í skólanum og Beddi fór til annarra starfa og endaði sem farsæll útgerðarmað- ur og skipstjóri á eigin skipum. Þó ekki væru nema tuttugu mín- útur á milli okkar, þá leit ég alltaf á hann sem eldri bróður, enda sagði mamma seinna, að ég hefði sagt þegar við vorum yngri og við spurðir um eitthvað, „Beddi, tala þú“. Það er til marks um viðhorf pabba til lífsins og tilverunnar þegar leiðir okkar Bedda skildu forðum daga, þá sagði hann: Strákar mínir, það skiptir engu máli að vera menntaður maður, heldur er aðalatriðið að vera maður,“ sem ég vona að okkur báðum hafi tekist bærilega. Samband okkar bræðranna hefur alla tíð verið mjög gott og höfum við alltaf fylgst vel með hvor öðrum. Ég fékk alltaf fréttir frá honum hvernig gekk á sjónum og fáir fögnuðu meira þegar vel gekk hjá honum en ég. Hann var einstaklega góður og gætinn skipstjóri alla tíð og mér fannst ég alltaf öruggur að vera með honum til sjós. Sumarið 1967 fór Sóley með okkur í siglingu til Esbjerg á Stíganda VE og feng- um við skítabrælu á heimleiðinni og þá fann hún vel hve mikils virði það er að hafa traustan mann við stjórnvölinn, en þar var Beddi í hennar huga alveg ótrúlega flott- ur. Þegar ég fór í pólitíkina í Kópavogi 1978 var Beddi minn helsti stuðningsmaður og gladd- ist mjög yfir góðum úrslitum. Hann fylgdist vel með íþróttum og studdi ÍBV og Tottenham vel og dyggilega, en hann var líka svolítill Bliki í sér og þegar ég var formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks fyrir 20 árum og stelpurnar áttu að spila úrslita- leik í bikarnum, þá hringdi hann í mig og sagðist myndu heita á þær 100.000 kr. ef þær ynnu, sem þær gerðu að sjálfsögðu, en það væri algjört skilyrði að stelpurnar færu út að borða fyrir peninginn. Þetta var hans stíll. Í 10 ár var Glófaxamótið í golfi haldið á Norðfirði og öll árin sá hann um alla vinninga í mótunum og í síð- asta skiptið sem mótið var haldið fórum við bræður austur með fullt af vinningum. Beddi og Dúlla voru miklir höfðingjar heim að sækja og gam- an að eiga með þeim stundir. Hann hafði gaman að syngja og hver man ekki eftir Bedda á Gló- faxa syngjandi lögin hans Magga Eiríks og KK? Þá gaf hann ásamt félögum sínum í Bræluböllunum út geisladiska, sem eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Kæri bróðir, þú verður alltaf efstur í mínum huga. Um leið og ég þakka þér fyrir allt í gegnum tíðina, sendi ég Dúllu og allri fjöl- skyldunni mínar dýpstu samúð- arkveðjur. Guðmundur Oddsson. Fljótt skipast veður í lofti. Það þekkti Beddi frændi vel af sjón- um. Hann átti það til að segja manni sögur af brælum sem birt- ust upp úr hafdjúpunum, en svo datt allt í dúnalogn. Það má segja að það hafi orðið raunin fyrir hon- um nú. Á örskotsstundu var þessi maður, sem aldrei kveinkaði sér, tekinn frá okkur allt of snemma og allt of snöggt. Þegar maður lokar augunum og hugsar um Bedda þá birtist mynd af glaðværum manni, hrók- ur alls fagnaðar hvar sem hann kom. Hann hafði einhvern X-fak- tor, skemmtilegur karl sem laðaði fólk að sér með innilegum hlátri og beinskeyttum umræðum. Á bak við oft á tíðum hrjúfa fram- komu leyndist einstakt ljúfmenni sem vildi samferðafólki sínu vel. Beddi hefur verið stór partur af mínu lífi alla tíð. Fyrst man ég eftir honum um borð í bátnum Glófaxa VE 300. Oft á tíðum fékk ég að fara með pabba á bryggju- rúnt og þegar Glófaxi kom að landi fékk ég stundum að fara um borð með pabba til að spjalla við karlana. Oftar en ekki tók Beddi á móti mér, í bókstaflegri merk- ingu, þar sem ég var handlang- aður yfir rekkverkið á bátnum. Yfirleitt þóttist hann vera að missa mig ofan í sjó, mér dauðbrá og hláturinn spratt upp úr honum. Honum leiddist ekki smá sprell. Upp úr tíu ára aldrinum og fram á unglingsárin fékk ég oft að fara með Glófaxa í róður á laug- ardögum. Yfirleitt var það auð- sótt hjá frænda að taka peyjann með. Ég er ekki viss um að það myndu allir taka lítinn sjóveikan frænda með í heilu túrana, en það gerði Beddi. Fyrir það er ég þakklátur í dag. Seinna átti ég eftir að róa með Bedda, þá sem háseti. Fullt af ungum og spræk- um strákum um borð og mórall- inn góður. Það var alltaf gaman að hitta Bedda og spjalla við hann um sjávarútveginn sem var svo stór partur af lífi hans. Hin síðari ár fann hann sjómennsku sinni stað í smábátaútgerðinni sem hann stundaði af miklum áhuga og á köflum miklu kappi m.v. mann á áttræðisaldri. Það var hvergi gef- ið eftir, sullandi í hægaganginum á litla Glófaxa. Það lá einstaklega vel á frænda þegar hann var bú- inn að fylla litla Glófaxa. Fyrstu árin gekk ýmislegt á í rekstri útgerðarinnar á Glófaxa. Hægt og bítandi styrktist hagur- inn og þegar útgerðin var seld fyrir ári, eftir rúmlega 40 ára far- sælan rekstur, var rekstrarstað- an góð. Eftirtektarvert var hversu vel var hugsað um hlutina. Því miður mun Beddi ekki ná að fiska á nýsmíðuðum bát sínum sem nýlega kom til Eyja. Það var búið að vera mikil tilhlökkun hjá honum fyrir þessum nýja Gló- faxa. En, nú hefur Beddi haldið á önnur mið eftir tæplega sextíu ára sjómennsku og rúmlega 40 ára farsæla útgerð sem ég held ég geti fullyrt að hafi orðið án nokk- urra alvarlegra slysa. Gæfa hefur fylgt útgerð og mannskap. Ég er þakklátur fyrir sam- veruna með þessum góða frænda sem gaf svo mikið af sér til þeirra sem voru í kringum hann. Það er mikill missir að honum úr sam- félaginu. Mestur er missir Dúllu og afkomenda þeirra Bedda. Ég vil í lokin senda þeim mínar inni- legustu samúðarkveðjur með minningu um góðan mann sem ég á eftir að sakna. Hrafn Sævaldsson. Það er gott að eiga sér uppá- haldsfrænda. Ég var svo heppin að eiga einn slíkan sem ég með trega kveð í dag. Beddi var ekk- ert venjulegur frændi en hann var tvíburabróðir pabba og því mikil tenging á milli þeirra. Þeg- ar maður skoðar myndir af þeim þegar þeir voru yngri þá er eig- inlega ekki fræðilegur möguleiki á að þekkja þá í sundur og því var kannski ekki skrýtið að öll börnin mín þrjú fóru að grenja í fyrsta skipti sem þau sáu þá saman. Það var ógnvænlegt fyrir litla stubba að sjá allt í einu tvö eintök af „afa“ og þegar þau voru látin benda á hvor þeirra væri afi þá bentu þau öll þrjú á Bedda frænda. Það eru margar skemmtilegar sögur til af honum frænda mínum því ávallt var mikið líf og fjör í kringum hann. Hann var ákaf- lega gestrisinn og hýsti hann frænku sína og vinkonur frá 15 ára aldri á Þjóðhátíð og síðar auð- vitað Ívar. Allir voru ávallt vel- komnir á Illugagötuna. Það var mikið sungið í hvíta tjaldinu hans og mikilvægt var að borða vel ef menn ætluðu að standa vaktina alla nóttina. Humarsalat, rækju- salat, flatkökur og hangikjöt a la Dúlla eru minnisstæð enda voru þau höfðingjar heim að sækja. Við unga fólkið höfðum ekki roð við þeim á „löngu vöktunum“ þeirra í Dalnum enda menn vanir því að standa sína plikt á sjónum og það sama átti við um Þjóðhá- tíð. Eina þjóðhátíðina ákváðum við vinirnir að fara 50 saman á sunnudeginum og kíkja á Brekkusöng. Það var ekki annað tekið í mál en við kæmum við á Illugagötunni ÖLL til þess að heilsa upp á hjónin, fá sér einn drykk og taka eins og eitt lag áð- ur en haldið var í Dalinn. Hann var örlátur og mátti aldrei neitt aumt sjá. Hann lét mikið til sín taka varðandi íþrótt- irnar í Eyjum og ég leyfi mér að fullyrða að hann hefur örugglega verið einn stærsti bakhjarl ÍBV í gegnum tíðina. Þar skipti ekki máli hvort stelpur eða strákar áttu í hlut og hvort það var fót- bolti eða handbolti. Hann gerðist meira að segja svo djarfur að styrkja Breiðablik þegar frændi hans mætti á Shellmótið í Eyjum en það vakti mikla eftirtekt í Eyj- um sem við hlógum mikið að. Það var alltaf hægt að treysta á að fót- bolti væri í gangi í sjónvarpinu hjá honum og ófáar stundirnar hefur mitt fólk bæði rætt um og horft á boltann enda menn ekki skoðanalausir í þeim málum. Það er gott að hlýja sér við minningar um svona góðan og traustan mann. Honum var mikið í mun að fjölskyldutengslin væru góð og lét sig varða ef upp kom ósætti. Hann var sterkur hjarl í sex systkinahópi og mikils metinn hvert sem hann kom, því allir þekktu Bedda á Glófaxa. Börnin þeirra héldu þessum heiðurshjón- um afmælisveislu í vor en það höfðu hjónin ekki gert áður. Þessi veisla er mér dýrmæt í minning- unni því þetta var sannkölluð stórveisla með góðri tónlist í frá- bærum félagsskap, en hann frændi minn var eitt mesta par- týljón sem ég hef kynnst. Við fjöl- skyldan ætlum að faðma Dúllu okkar, börnin þeirra, pabba minn og systkini á þessari kveðjustund því ekkert er mikilvægara í lífinu en þeir sem standa manni næst. Hvíl í friði, elsku frændi, við munum aldrei gleyma þér. Sunna Guðmundsdóttir. Eitt skemmtilegasta skraut- blómið í mannlífsflóru Vest- mannaeyja er fallið. Beddi á Gló- faxa er til grafar borinn í dag – og er öllum harmdauði sem voru svo gæfusamir að þekkja hann. „Mér hefur alltaf fundist þú fínn peyi, Palli minn, og pabbi þinn var auðvitað afburðamaður, en þú veist að ég get aldrei kosið þig fyrst að þú fórst í þennan flokk,“ sagði Beddi við mig þegar ég fór í pólitík fyrir tveimur ár- um. Þetta vissi ég auðvitað en við þvörguðum samt alltaf um þetta fram og til baka þegar við hitt- umst – og skemmtum okkur vel. Á milli þess sem ég sótti um pláss á nýja bátnum sem verið var að smíða fyrir hann. „Það er ekkert pláss fyrir þig, Palli minn, nema Grímur á Felli gefist upp og hann er ekkert að fara að gera það,“ var góðlátlega svarið sem ég fékk alltaf. Beddi var ekki fæddur og upp- alinn í Vestmannaeyjum en var samt einhver harðkjarnaðasti Eyjamaður sem sögur fara af. Harðduglegur og aflasæll skip- stjóri og útgerðarmaður sem lét samfélagið allt njóta velgengni sinnar og dugnaðar. Ekki síst naut ÍBV góðs af örlæti hans og velvilja. Það var dæmigert að þegar hann og Dúlla, lífsföru- nautur hans, héldu upp á samtals 150 ára afmæli í vor þá þáðu þau engar gjafir en gáfu sjálf ÍBV 10 milljónir króna. Margar skemmtisögur eru sagðar af Bedda, enda fádæma skemmtilegur maður. Einu sinni var hann með vinum sínum á fín- um veitingastað í Reykjavík. Þeg- ar búið var að panta matinn deildi þjónninn út viðamiklum og vönd- uðum vínlista til gestanna. Beddi var lengi að fletta listanum og las hann nákvæmlega. Rétti þjónin- um síðan listann aftur og sagði að sér þætti hann ekki nógu fjöl- breyttur. Þjónninn roðnaði og spurði hikandi hvað það væri sem vantaði. Beddi svaraði að bragði: „Það er enginn sjeniver þarna. Ég drekk alltaf sjeniver með svona mat!“ Þegar ég loka augunum og hugsa um Bedda sé ég – og heyri – hann samt alltaf fyrir mér syngjandi Óbyggðirnar kalla af meiri innlifun en aðrir söngvarar. Það gerði hann líka næstum alltaf þegar hann gerði sér glaðan dag. Beddi á Glófaxa gerði líka flesta daga glaðari fyrir þá sem þekktu hann. Það er ekki öllum lagið. Dúllu og öðrum aðstandendum og ástvinum sendum við fjöl- skyldan dýpstu samúðarkveðjur. Vertu sæll, vinur – ég sakna þín. Páll Magnússon. SJÁ SÍÐU 36 Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, KARL HALLBERTSSON, Hagaflöt 9, Akranesi, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi, þriðjudaginn 25. september. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 12. október klukkan 13. Anna Jónsdóttir, Edda Björk Karlsdóttir Sigurður Reynisson Rósamunda Jóhanna Karlsd. Ómar Sigurðsson Ísleifur Páll Karlsson Oddný Ágústa Hávarðardóttir Benedikt Guðfinnur Karlss. Aníta Gunnarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi, ÁGÚST ERLINGSSON, lést þriðjudaginn 25. september. Útför fór fram í Kaupmannahöfn föstudaginn 5. október. Minningarathöfn fer fram frá Seljakirkju laugardaginn 13. október klukkan 11.30. Gitte Sørensen Ingibjörg Kristín Gísladóttir Erling Adolf Ágústsson Hlín Elfa Birgisdóttir Halldóra Kristín Ágústsdóttir Sverrir Örn Sveinsson Þórir Arnar Ágústsson Gísli Erlingsson Þuríður Bernódusdóttir Sigurborg Violette Robert Violette og barnabörn Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR KARLSSON, Leikskálum 4, Hellu, lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn 30. september. Útförin verður í Oddakirkju laugardaginn 13. október klukkan 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á dvalarheimilið Lund á Hellu, 0308-13-300709, kt. 440375-0149. Hrefna Sigurðardóttir Kristinn Garðarsson Erna Sigurðardóttir Guðmundur Skúlason Karl Sigurðsson Helga Hjaltadóttir Nói Sigurðsson Kristborg Hafsteinsdóttir Ólafur Sigurðsson Garðar Sigurðsson Sigrún Sigurðardóttir Ómar Sigurðsson Linda Þorsteinsdóttir Jóna Björk Sigurðardóttir Þröstur Sigurðsson Hrafnhildur Andrésdóttir Sigurður Ingi Sigurðsson Þórhildur Hjaltadóttir afabörn og langafabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GUÐRÚN HELGA KJARTANSDÓTTIR, Gilsbakka, andaðist á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð 28. september. Útförin fer fram frá Grundarkirkju föstudaginn 12. október klukkan 13:30. Jakob Jóhannesson Kristín S. Ragnarsdóttir Þröstur H. Jóhannesson Sigrún Jóhannesdóttir Víðir Í. Ingvarsson Sigríður Jóhannesdóttir Magnús Guðjónsson Jóhannes G. Jóhannesson Guðrún G. Svanbergsdóttir Kristbjörg L. Jóhannesdóttir Skafti Skírnisson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.