Morgunblaðið - 06.10.2018, Síða 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2018
✝ Kristín Aðal-heiður Þórðar-
dóttir fæddist 6.
desember 1930 í
Skálabrekku á
Húsavík. Hún lést á
Skógarbrekku,
Heilbrigðisstofnun
Þingeyinga 21.
september 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Dalrós
Hulda Jónasdóttir,
fædd 28. september1910 í Mó-
bergi á Húsavík, og Þórður Frið-
bjarnarson, fæddur 7. nóvember
1898 að Rauðuskriðu í Skriðu-
hverfi í Aðaldal. Kristín Aðal-
heiður var elst tíu systkina. Hin
eru: Kristján Sigurður f. 1932, d.
1997. Njáll Trausti, f. 1934,
Rósa, f. 1937, Jónas Þór, f. 1940,
Jónasína Kristjana, f. 1942, Frið-
björn, f. 1943, Vigdís Guðrún, f.
1946, Skarphéðinn, f. 1947, d.
1974, og Sólveig f. 1950.
Árið 1949 giftist Kristín
lífsförunaut sínum, Kjartani Jó-
hannessyni frá Hallbjarnarstöð-
um á Tjörnesi. Kjartan er fædd-
ur 13. október 1925. Kristín og
Kjartan bjuggu lengst af á
Þórðarstöðum á Húsavík. Þau
1957, d. 19. júlí sama ár. 6) Árni
Óskar, f.1958, börn hans eru
Árni Már, Hulda Berglind og
barnabörnin eru þrjú. 7) Aðal-
heiður, f. 1961 gift Jóni Inga-
syni, þau eiga dóttur sem heitir
Guðný. Aðalheiður á fjögur börn
úr öðrum samböndum þau eru
Elí, Kristján, Álfheiður, Sóley
Hulda og eitt barnabarn. 8) Rósa
Guðbjörg, f. 1963, gift Jónasi
Jónassyni, börn þeirra eru
Bjarni, Hafþór, Heiða og barna-
börnin eru sjö. 9) Berta Jóhanna,
f. 1964, gift Jóhanni Garðari
Ólafssyni, börn þeirra eru María
Jóhanna, Björn Rúnar og eitt
barnabarn. 10) Aðalsteinn, f.
1965, kvæntur Stellu Árnadótt-
ur, börn þeirra eru Eva Rakel,
Anna Marý og Elmar Leó.
Kristín ólst upp að Jódísar-
stöðum í Skriðuhverfi og á
Húsavík. Skólagangan var ekki
löng, farskóli í sveitinni og svo
tveir heilir vetur í Barnaskóla
Húsavíkur. Kristín vann í fjölda-
mörg ár sem saumakona með
öðrum verkum, s.s. í eldhúsinu á
Hótel Húsavík, Sjúkrahúsinu og
leikskólanum í bænum. Kristín
var fyrst og fremst húsfreyja og
verkakona. Hún var á árum áður
félagi í Kvenfélagi Húsavíkur,
Slysavarnadeild kvenna og
styrktaraðili í Sjálfsbjörg.
Útför Kristínar Aðalheiðar
verður gerð frá Húsavíkur-
kirkju í dag, 6. október 2018,
klukkan 14.
eignuðust tíu börn.
Þau eru: 1) Dalrós
Hulda, f. 1950, gift
Ólafi Jóni Héðins-
syni, börn þeirra
eru Kristín Svan-
hildur, Héðinn, Ey-
dís og barnabörnin
eru tvö. 2) Þórður,
f. 1952, kvæntur
Steinunni Hrund
Jóhannsdóttur og
eiga þau tvo syni,
þeir eru Skarphéðinn og Haf-
steinn. Þórður á tvo syni og eina
uppeldisdóttir af fyrra hjóna-
bandi, þau eru Júlíana Sigríður,
Kjartan Arnþór, Páll Bergþór
og barnabörnin eru þrjú. 3) Vil-
helmína Ásdís, f. 1953, gift Vig-
fúsi Sigurðssyni, börn Ásdísar
eru Skarphéðinn, Steinþór,
Kristbjörg Lilja og barnabörnin
eru níu. 4) Sigrún, f. 1955, eig-
inmaður hennar var Haukur
Tryggvason, f. 1949, d. 2011,
börn þeirra eru Sólrún, Árný
Ósk, Kjartan Jóhannes, barna-
börnin eru átta og langömmu-
börnin tvö. Sambýlismaður Sig-
rúnar er Sigurður Gíslason,
hann á dóttur sem heitir Eygló
Arna. 5) Árný Ósk, f. 10. júní
Elsku mamma, nú ertu komin í
sumarlandið sem þú varst farin að
þrá. Eftir stendur tómarúm og
minningar frá æskuárum rifjast
upp. Það var gott að alast upp í
stórum systkinahóp. Aldrei
heyrðum við þig kvarta um að
mikið væri að gera hjá þér. Þú
stóðst við eldavélina að elda, baka
eða frammi í þvottahúsi við að þvo.
Ekki var um neina sjálfvirka
þvottavél að ræða heldur þurftir
þú að sjóða í þvottapotti og skola á
eftir í bala. Góð minning er um
páska, þá klæddir þú okkur öll í
betri fötin og við fórum í páska-
dagsmessu klukkan átta um
morguninn. Oft á veturna fór raf-
magnið og ekkert hægt að elda, þá
tók pabbi fram prímusinn til að
elda á og þá tókum við krakkarnir
fram spilin og spiluðum við kerta-
ljós, þetta voru góðir tímar.
Fermingarsumar Villu systur (ég
var 12 ára) fórst þú að vinna í
frystihúsinu allan daginn, þá kom
það hlut okkur Villu að passa
systkini okkar sem voru þá
tveggja, þriggja, fjögurra, sex og
níu ára gömul, þú treystir okkur
fullkomlega og aldrei man ég eftir
að neitt kæmi uppá þennan tíma (í
dag færi barnavernd í málið).
Þetta þroskaði okkur til frambúð-
ar. Góð minning er þegar þú sagð-
ir okkur sögur fyrir svefninn, ým-
ist búnar til á staðnum eða upp úr
Grimms ævintýrum og svo faðir-
vorið á eftir. Alltaf stóð heimilið
opið fyrir okkur börnin þó fullorð-
in yrðum.
Elsku mamma, þá er komið að
leiðarlokum. Hafðu þökk fyrir allt.
Þín dóttir,
Sigrún.
Ég ætla ekki að skrifa lofræðu
um móður mína, hún vildi það
ekki. Þegar ég hugsa aftur í tím-
ann, um æskuna, finn ég hvað ég
er heppin með foreldra, ættingja
og samfélagið í Brekkunni. Lífið
var frelsi og leikur. Ég er alin upp
í stórum systkinahópi. Hún
mamma mín sem nú hefur fengið
hvíldina sína og ferð í sumarland-
ið, vann mikið. Ég hugsaði ekki
um það þá, en geri það núna, hvað
hún lagði að baki margar vinnu-
stundir til að sinna þessu stóra
heimili.
Í barnæsku er það eitthvað svo
sjálfsagt að mamma væri alltaf til
staðar og nánast alltaf í eldhúsinu.
Heimilið var alltaf hreint, alltaf
heimabakað brauð, alltaf heitur
matur tvisvar á dag og auðvitað
grautur eða annað í eftirmat, flest
föt heimasaumuð eða prjónuð, svo
maður tali nú ekki um allan þvott-
inn sem þurfti að þvo. Ég man eft-
ir kleinusteikingu þar sem klein-
urnar sem komu uppúr pottinum,
runnu jafnóðum ljúflega niður í
krakkaormana sem voru á hlaup-
um fram og til baka og kræktu sér
í lungamjúkar og heitar kleinur.
Ég man eftir gestakomum, heilu
fjölskyldurnar komu og fengu
gistingu, jafnvel dögum saman. Þá
var eldaður matur, vaskað upp í
höndunum, kaffi drukkið, spjallað,
við systkinin og frændsystkini í
leikjum, skellt í flatsæng, húsin
yfirfullt af fólki. Það gafst ekki
mikill tími til gæðastunda fyrir
hvert og eitt okkar, en ég minnist
þó stunda eftir langan útileikja-
dag, að við fengum að fara í fóta-
bað í eldhúsvaskinum, það var
eitthvað svo gott við það þegar
mamma þerraði fæturna. Ég
minnist notalegra kvöldstunda,
við börnin fjögur eða fimm þau
yngstu háttuð og komin í bólið
uppi á lofti, þá settist mamma með
sögubók á loftskörina og las fyrir
okkur, pabba fannst þetta líka
góðar stundir því hann hallaði sér
niðri og hlustaði líka.
Mamma var Saumakona með
stóru essi. Í dag héti það fatahönn-
uður. Það var nóg að segja henni
hvernig flíkin átti að vera, krota
eitthvað á blað, þá gat hún sniðið
og saumað. Oft fékk hún of lítið
efni til að sauma það sem óskað
var eftir, en þá þurfti bara að raða
sniðunum aftur og aftur á efnið,
snúa og hafa sumt á ská, þar til
ætlunarverkinu var náð. Henni
leið vel við „blessaða“ saumavél-
ina. Einhverju sinni stuttu fyrir
páska hafði hún bakað alla dunka
fulla af smákökum og settist þá
niður við saumavélina og gleymdi
sér alveg. Við yngri krakkarnir
vorum úti að leika, kíktum innum
eldhúsdyrnar og spurðum hvort
við mættum fá köku og gefa hin-
um krökkunum í Brekkunni með
okkur, hún sagði auðvitað já, og
svo var spurt aftur og aftur og allt-
af fór öll krakkastrollan inn í búr
að fá sér gómsætar smákökur. Á
páskadagsmorgun þegar átti að
gera vel við heimilisfólk með heitu
kakói og smákökum voru bauk-
arnir tómir. Mamma var hagmælt,
hafði yndi af bóklestri, var næm
og naut þess að ferðast þegar
tækifæri gafst. Þegar ég heyri
þrastasöng að vori finnst mér að
ég sé komin heim og lýk þessum
skrifum með ljóði eftir mömmu
sem hún söng oft fyrir okkur.
Hér úti fyrir glugganum
situr fugl á grein
og syngur fyrir börnin
sem hlusta hljóð og hrein.
Hann syngur þeim um sumarið,
blómailm og yl
og þakkar fyrir brauðið
sem þau gáfu í vetrar byl.
Hjartans þakkir fær núverandi
og fyrrverandi starfsfólk á
Skógarbrekku, fyrir milda og ljúfa
umönnun.
Aðalheiður Kjartansdóttir.
Elsku mamma mín, nú ertu
komin í Sumarlandið eins og þú
sagðir stundum. Laus við allar
þrautir. Þú varst sátt við að kveðja
þennan heim, búin að skila þínu og
rúmlega það. Fæddir af þér tíu
börn, en misstir litlu systur mína
þá aðeins sex vikna gamla, er hún
dó úr heilahimnubólgu. Þá sátuð
þið amma Dalla við rúmið hennar
þar til yfir lauk. Þetta var árið
1957 og þá bjuggu við á Bessa-
stöðum hér á Húsavík. Þú varst
aðeins 27 ára gömul og þá búin að
eignast okkur fjögur elstu. Þá var
engin áfallahjálp. Þú sagðir ein-
hvern tíma þegar við ræddum
þennan atburð, að þér fannst eins
og verið væri að slíta úr þér hjart-
að þegar hún dó. Maður getur
ekki sett sig í þessi spor, þetta var
mikil lífsreynsla fyrir unga móður.
Elsku mamma, þú varst stoð
okkar og stytta alla tíð. Allur þinn
tími fór í okkur börnin þín. Ef þú
varst ekki að baka brauð í eldhús-
inu þá varstu örugglega að þvo
þvott í þvottahúsinu. Þú saumaðir
föt á okkur börnin þín og líka á
konur út í bæ til að fá þér smá pen-
ing, því ekki var mikið til af þeim á
þessum tímum, en nóg af ást og
kærleik.
Elsku mamma mín, nú ertu
komin til litlu systur sem tekur nú
á móti þér. Takk fyrir allt sem þú
hefur gert fyrir mig.
Þín dóttir
Vilhelmína Ásdís.
Amma Stína og afi Kjartan
voru fastur partur af tilveru minni
þegar ég ólst upp. Þegar ég var 16
ára eyddi ég sumrinu á Húsavík.
Oft átti ég ekki mikinn pening og
þá var gott að koma í mat hjá afa
og ömmu á Þórðarstöðum. Þetta
sumar fór ég með vinkonum mín-
um í Atlavík á útihátíð. Amma
smurði helling af nesti og sendi
með mér í Atlavík. Mér fannst
hallærislegt að taka heimatilbúið
nesti á útihátíð og ætlaði að lifa á
mat úr sjoppunni. Þegar við vin-
konurnar komum á svæðið var lít-
ið úrval í sjoppunni og þar að auki
á okurverði. Það endaði með því
að nestið hélt lífinu í okkur öllum.
Ömmu fannst vænt um að heyra
þetta og hefur hún oft gert grín að
þessu. Ég hef haldið þessum sið
og smyr nesti fyrir mig og mína
þegar við ferðumst um í Banda-
ríkjunum þó svo að það sé sjoppa á
hverju götuhorni.
Þegar við Baldur fórum til Ari-
zona til náms var amma dugleg að
skrifa okkur bréf og las stundum
inn á segulbandsspólur fréttir af
því sem var um að vera heima.
Þetta var yndislegt, því ekki var til
internetið og rándýrt að hringja
heim, svo þetta var ein af fáum
leiðum til að fá fréttir að heiman.
Þegar ég útskrifaðist með BS-
gráðuna kom amma Stína með
foreldrum mínum og systkinum til
okkar til að vera við útskriftina.
Mér þótti einstaklega vænt um að
hún skyldi leggja þetta á sig og
reynt var að gera sem mest úr
ferðinni með því að ferðast til bæði
Seattle og Kanada. Það er okkur
einstaklega minnisstætt þegar við
fórum yfir landamærin til Mexíkó,
þar sem amma varð mjög vinsæl
meðal sölumannanna sem töldu að
hún ætti mikinn pening því hún
var elst í hópnum og var með stórt
og veglegt veski. Þeir voru farnir
að kalla á eftir henni „amma
sjáðu“ því þeir heyrðu okkur segja
það. Amma bara hló að þessu og
hafði gaman af.
Það var ekki fyrr en ég eign-
aðist strákana mína tvo að ég
gerði mér grein fyrir því hvað það
hlýtur að hafa verið gífurlegt álag
á ömmu, að ala upp níu börn, úti-
vinnandi og alltaf fullt hús af fólki.
Það var alltaf til fullt af bakkelsi
þegar fólk bar að garði. Einnig var
ævinlega nóg pláss fyrir gesti
þrátt fyrir að öll herbergi væru
yfirfull. Það var bara hægt að
koma fyrir dýnu annars staðar ef
þörf var á.
Amma var mikill listamaður því
hún saumaði, bjó til handverks-
muni og var einstaklega hagmælt
á bæði ljóð og vísur. Þegar ég var
beðin að vera með ummæli í stúd-
entaafmæli mínu hringdi ég í
ömmu, sem henti saman vísum um
tilefnið, sem að sjálfsögðu slógu í
gegn. Þegar ég varð fertug bað
amma hana mömmu að taka gjöf
til mín, því foreldar mínir voru á
leið í heimsókn. Mamma hafði
ekki mikið pláss, en amma dó ekki
ráðalaus og samdi ljóð til mín.
Þetta ljóð er innrammað heima
hjá okkur, og það og aðrir munir
sem amma gerði og prýða heimili
okkar munu minna mig á ömmu
um ókomna tíð.
Við fjölskyldan sáum ömmu
ekki nógu oft þar sem við búum
svo langt í burtu en við áttum
ómetanlegar stundir með henni og
afa í sumar og fyrir það munum
við vera að eilífu þakklát.
Hvíl í friði, elsku amma.
Kristín og fjölskylda.
Í dag fylgjum við Stínu frænku
okkar síðasta spölinn. Við minn-
umst Stínu föðursystur okkar með
þakklæti og minningar flæða um
hugann. Yndislegar minningar
þegar við vorum börn og við kom-
um til Húsavíkur með foreldrum
okkar. Alltaf var tekið á móti okk-
ur opnum örmum á Þórðarstöðum
og húsið ilmaði af nýbökuðum eða
nýsteiktum kleinum og brauði.
Við minnumst allra skemmtilegu
stundanna þegar við krakkarnir
lékum okkur í brekkunni fyrir of-
an Þórðarstaði og fengum svo ný-
bakað brauð og ískalda mjólk þeg-
ar við komum inn. Ef við vildum
gista þá var alltaf nóg pláss hjá
Stínu, þó svo að börnin á heimilinu
væru mörg og húsið ekki stórt.
Þar sem er hjartahlýja er nóg
pláss en þessi orð áttu vel við á
Þórðarstöðum og einkenndu
Stínu. Hún var einstaklega
hjartahlý kona sem stráði kær-
leiksmolum til okkar allra sem
vorum svo heppin að fá að vera
henni samferða í lífanda lífi. Af-
komendum vottum við innilega
samúð og minning um yndislega
frænku lifir.
Kærar þakkir fyrir allt.
Ástfríður, Árný Dalrós,
Þórdís, Jóhanna og Kolfinna
Njálsdóttir.
Kristín Aðalheiður
Þórðardóttir
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug vegna andláts ástkærrar
eiginkonu minnar, móður, tengdamóður,
ömmu og systur,
ÁSTHILDAR SALBERGSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
líknardeildar og Heimahlynningar LSH fyrir
góða umönnun, vinsemd og hlýlegt viðmót.
Friðrik F. Söebech
Berglind Söebech
Þórarinn Söebech Stefanía Unnarsdóttir
Birta Kristín, Ásta Fanney og Friðrik Fannar
Vilhelmína Þórdís Salbergsdóttir
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug
vegna andláts og útfarar eiginkonu, móður,
tengdamóður, ömmu og langömmu okkar,
GUÐLAUGAR SVEINSDÓTTUR
frá Ólafsvík,
Lækjabrún 17, Hveragerði.
Egill Guðmundsson
Elísabet Eygló Egilsdóttir
Sveinn Egilsson Margrét Bjartmarsdóttir
Elín Þuríður Egilsdóttir Guðjón Kristinn Kristgeirsson
Guðmundur Gísli Egilsson Guðlaug Jóhanna Steinsdóttir
Sigurður Egilsson Herdís Þórðardóttir
Guðbjörg Egilsdóttir Guðbrandur Björgvinsson
Gústaf Geir Egilsson Vaida Visockaite
Hólmar Egilsson Halldóra Einarsdóttir
Sigurlaug Egilsdóttir Ingólfur Gauti Ingvarsson
Agla Egilsdóttir Arnljótur Arnarsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi,
SKARPHÉÐINN EINARSSON,
Kjalarsíðu 1 b,
Akureyri,
lést af slysförum 21. september.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Okkar innilegustu þakkir til starfsmanna við
Sambýli/þjónustuíbúðir fatlaðra Akureyri sem leiðbeindu honum
og aðstoðuðu á lífsgöngunni.
Guðbjörg P. Einarsdóttir
Sigríður Einarsdóttir Gunnar B. Gunnarsson
Kristófer Einarsson Guðrún B. Ketilsdóttir
og systkinabörn
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við
andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður,
tengdaföður, afa og langafa,
UNNSTEINS ÞORSTEINSSONAR
vélstjóra,
Miðleiti 3, Reykjavík.
Okkur langar sérstaklega að þakka
starfsfólki 4B á Landspítalanum í Fossvogi fyrir sérlega góða
umönnun, fallega framkomu og hversu þétt þið stóðuð við bak
okkar aðstandenda. Þið eigið heiður skilinn fyrir ykkar
mikilvæga og óeigingjarna starf.
Rut Árnadóttir
Þorsteinn Unnsteinsson
Árni S. Unnsteinsson Anna Guðmundsdóttir
Sigurlaug K. Unnsteinsdóttir Þorsteinn J.J. Brynjólfsson
barnabörn og barnabarnabörn