Morgunblaðið - 06.10.2018, Page 52

Morgunblaðið - 06.10.2018, Page 52
52 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2018 Söfn • Setur • Sýningar LISTASAFN ÍSLANDS Ókeypis aðgangur á greiningarsýningu í Myndasal Sunnudagur 7.10. Barnaleiðsögn kl. 14 Þriðjudagur 9.10. Hádegisfyrirlestur kl. 12: Hví voru íslenskar fornsögur ekki skrifaðar á latínu?– Árni Björnsson Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Þjóðminjasafnsins Heiðnar grafir í nýju ljósi – sýning um fornleifarannsókn á Dysnesi við Eyjafjörð Alfreð D. Jónsson – Hver er á myndinni? Greiningarsýning í Myndasal Hjálmar R. Bárðarson – Aldarminning á Vegg Prýðileg reiðtygi í Bogasal Leitin að klaustrunum í Horni Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi Sjónarhorn - Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú grunnsýning Safnahússins Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög, ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira Bókverk og Kveisustrengur úr Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali Júlía & Julia ljúfar veitingar í fallegu umhverfi Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands Hverfisgata 15, 101 Reykjavík, s. 530 2210 www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/ Opið þriðjud.-sunnud. kl. 10-17 SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Suðurgata 41, 101 Reykjavík, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið þriðjud.-sunnud. kl. 10-17 Sýningaropnun í Listasafni Íslands, laugardaginn 6. október kl. 15 á verkum Karls Einarssonar Dunganons. Sunnudagsleiðsögn sýningarstjóra um sýninguna Véfréttir – Karl Einarsson Dunganon, 7. október kl. 14. VÉFRÉTTIR – KARL EINARSSON DUNGANON LÍFSBLÓMIÐ - FULLVELDI ÍSLANDS Í 100 ÁR FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR Valin verk úr safneign BÓKFELL eftir Steinu í Vasulka-stofu SAFNBÚÐ – Listrænar gjafavörur Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is. Listasafn Íslands er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10-17 LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR TVEIR SAMHERJAR – ASGER JORN OG SIGURJÓN ÓLAFSSON Opið allar helgar frá kl. 13-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is Kaffistofa – heimabakað meðlæti SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR - HEIMILI LISTAMANNS OG SÝNINGAR KORRIRÓ OG DILLIDÓ - ÞJÓÐSAGNAMYNDIR ÁSGRÍMS JÓNSSONAR Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13-17. Bergstaðastræti 74, sími 515 9625, www.listasafn.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þetta er fimmta ævintýrið um Maxa,“ segir Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari um nýjasta tónlistar- ævintýri sitt um músina ástsælu, Maxímús Músíkús, sem flutt verður á fyrstu tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands (SÍ) í tónleikaröðinni Litli tónsprotinn þetta starfsárið. Tónleikarnir verða í Eldborg Hörpu í dag, laugardag, kl. 14, en boðið verður upp á listasmiðju í Hörpu- horni frá kl. 13 og aftur að tónleikum loknum þar sem tónleikagestir á öll- um aldri geta búið til kórónur með Maxa og félögum. Tónlistarævintýrið sem nefnist Maxímús Músíkús fer á fjöll var pantað af SÍ og Fílharmóníuhljóm- sveitinni í Los Angeles sem frum- flutti það á Reykjavíkurhátíð sinni í Walt Disney-tónlistarhöllinni vorið 2017 undir stjórn Daníels Bjarna- sonar sem einnig heldur um tón- sprotann í dag. Sögumaður bæði í Los Angeles og í dag er Unnur Egg- ertsdóttir, sem valin var í hlutverkið eftir opnar prufur vestanhafs. Samhliða tónleikunum kemur tón- listarævintýrið út á bók með teikn- ingum eftir Þórarin Má Baldursson, sem tónleikagestir fá að njóta á tón- leikunum í dag á stórum skjá fyrir aftan hljómsveitina. Sögumaður hljóðbókarinnar er eins og áður Val- ur Freyr Einarsson. Að þessu sinni ferðast Maxímús upp á fjöll í fylgd tveggja gestamúsa, Viva og Moto, sem komu í tösku erlends hljóm- sveitarstjóra. Í ferðalagi músanna ber margt fyrir augu og eyru, sem dæmi upplifa þær jarðskjálfta uppi á jökli og verða vitni að elds- umbrotum. Læðir inn góðum boðskap „Þegar Sinfóníuhljómsveit Íslands og Fílharmóníuhljómsveitin í Los Angeles pöntuðu verkið hjá mér í ársbyrjun 2016 ákvað ég strax að nota aðeins íslenska tónlist að þessu sinni og blanda saman bæði gamalli tónlist og splunkunýrri. Markmið mitt var að semja ævintýri sem gæti verið góð Íslandskynning fyrir börn erlendis og samtímis frætt íslensk börn.“ Spurð hvort komi fyrst þegar hún sé að semja um Maxímús, valið á tónlistinni eða sagan, segir Hall- fríður það virka í báðar áttir. „Ég vinn útfrá aðalefni hverrar bókar. Sem dæmi var markmið fyrstu bók- arinnar að kynna hljómsveitina og þá lá beint við að nota Bolero til að kynna hvert hljóðfæri og ólíkar hljóðfærasamsetningar. Þegar við vorum með tónlistarskólabókina valdi ég verk sem börn gátu leikið, en í þeirri sögu vorum við með barn- unga einleikara,“ segir Hallfríður og bendir á að eftir margra ára starf í tónlistarbransanum þekki tónlist- arfólk mikið af tónverkum og eigi þess vegna auðveldara með að velja. „Í ballettbókinni langaði mig til að nota nokkur uppáhaldsverk, Eld eft- ir Jórunni Viðar og Gæsamömmu- svítu Ravels sem er um ævintýri sem var auðvelt að spinna sögu um. Stundum kallar tónlistin sem ég vel á hliðarsögu við aðalefnið,“ segir Hallfríður og tekur fram að sér sé einnig mikilvægt að læða góðum boðskap inn í bækur sínar hvort heldur það snýr að gleði, vináttu eða sjálfsöryggi. Þegar kemur að Maxímús Mús- íkús fer á fjöll kallast tónlistarvalið sterklega á við innihald sögunnar. Auk Lagsins hans Maxa eftir Hall- fríði sjálfa hljóma átta önnur verk bæði á tónleikunum í dag og í hljóð- „Þar verða allir glaðir“  Nýtt tónlistarævintýri um Maxímús Músíkús flutt í Hörpu í dag kl. 14 Morgunblaðið/Eggert Eftirvænting Maxímús Músíkus og Unnur Eggertsdóttir á æfingu hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands. Listasafn Íslands efnir til sýningar á úrvali verka Karls Einarssonar Dunganons kl. 15 í dag. Yfirskrift sýningarinnar dregur dám af mynd- röðinni Véfréttir, sem ásamt rúm- lega 200 myndverkum listamannsins er í eigu safnsins. Ljóð hans, úr- klippubækur og önnur gögn eru geymd í Þjóðskjalasafni Íslands. Sýningunni er ætlað að varpa ljósi á líf og list listamannsins, sem hafði sterkar taugar til Íslands og arf- leiddi þjóðina að verkum sínum. Karl Kerúlf Einarsson fæddist á Ís- landi árið 1897 en flutti barnungur til Færeyja og síðar til Danmerkur þar sem hann bjó lengst af og lést þar árið 1972. Hann tók sér ungur nafnið Dunganon en gekk einnig undir öðrum nöfnum og titlum, sem hann tók sér, þekktasti er hertoginn af St. Kildu. Þó að hann kæmi aldrei til þessa skoska eyjaklasa, sló hann eign sinni á hann og lýsti sig æðsta stjórnanda, útbjó sér vegabréf, ríkisstimpil, póststimpil og útdeildi riddaraskjölum. Dunganon var lífs- kúnstner og ljóðskáld sem ferðaðist víða og bjó í helstu borgum Evrópu. Hann gaf út sína fyrstu ljóðabók árið 1931 en upp úr 1946 hóf hann að teikna og mála og myndskreytti hann mörg ljóða sinna. Dunganon taldi sig sjá inn í huldari heima og tjáir oft í myndum sínum sýnir eða drauma, þó að einnig séu hvers- dagsleg störf og athafnir viðfangs- efni hans. Dunganon gerði myndröð- ina Véfréttir, við ljóðabálk sinn Oracles of St. Kilda, samtals 250 verk. Myndefnið er m.a. ýmiss konar dýr og furðuverur, spúandi eldfjöll, fagrar konur og fengsælir veiði- menn. Verkin eru unnin á árunum 1946-1960, öll svipuð að stærð, unnin á pappír með fjölbreyttri gerð lita og lökkuð. Samhliða sýningunni er gefin út bók um ljóðskáldið og myndlist- armanninn Dunganon, ævintýralegt lífshlaup hans og höfundarverk. Bókinni er ritstýrt af Helgu Hjörvar og Hörpu Björnsdóttur, sem jafn- framt er sýningarstjóri. Véfréttir og úrvalsverk Dung- anons, hertogans af St. Kilda Ævintýri Myndir Dunganons eru ávallt litríkar og ævintýralegar. Fjöldi tónlistarmanna heldur á næstunni tónleika og óp- erusýningar til heiðurs Jóni Ásgeirssyni tónskáldi sem fagnar 90 ára afmæli sínu 11. október. Fyrstu tónleik- arnir eru kl. 20 á morgun, sunnudag, í Salnum. Valdís Gregory sópran, Agnes Tanja Þorsteinsdóttir messó- sópran, Þorsteinn Freyr Sigurðsson tenór og Ágúst Ólafsson barítón ásamt Guðríði St. Sigurðardóttur píanóleikara flytja sönglög, aríur og dúetta úr óperum Jóns. Söngskólinn í Reykjavík verður með masterklassa kl. 14 hinn 9. október þar sem Jón leiðbeinir söngnem- endum. Hinn 10. október verða svo tónleikar með söng- verkum eftir hann. Á afmælisdaginn verður opið hús frá kl. 17.15 í Von, sal SÁÁ við Efstaleiti 7. Hljóðfæraleik- arar, kórar og einsöngvarar heiðra tónskáldið og ný nótnaútgáfa Ísalaga á öllum sönglögum Jóns verður kynnt. TIBRÁ söngtónleikar verða í Salnum kl. 20 hinn 17. október þar sem frumflutt verða m.a. 4 sönglög við ljóð Þorsteins frá Hamri. Hildigunnur Einarsdóttir messósópran og Guðrún Dalía Salómonsdóttir píanóleikari flytja lagaflokkinn Svartálfadans kl. 16 í Hannesarholti 20. október. Afmælisveislunni lýkur 26. og 27. október í Norður- ljósum í Hörpu, þar sem kl. 20 bæði kvöldin verður flutt endurgerð Jóns á aríu úr Þrymskviðu. Stjórnandi er Gunnsteinn Ólafsson, leikstjóri Bjarni Thor Kristinsson. Tónlistarveisla til heiðurs Jóni Morgunblaðið/Kristinn Tónskáld Jón Ásgeirsson tónskáld hefur hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín og störf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.