Morgunblaðið - 15.11.2018, Page 33

Morgunblaðið - 15.11.2018, Page 33
FRÉTTIR 33Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2018 Bókið skoðunarferð til Spánar eða viðtal í síma 699 3665 eða birna@euromarina.es www.euromarina.com/is Einkaviðtöl á Fasteignasölu Reykjavíkur FASTEIGNIR ALLT SEM ÞÚ ÞARFT AÐ VITA UM FASTEIGNAKAUP Á SPÁNI Kynningarfundur á Nauthóli í Nauthólsvík 17. og 18. nóvember Laugardag 17. nóvember kl.11-18 Sunnudag 18. nóvember kl.12-18 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Björgun mun nota öll sín stærri tæki til dýpkunar í Landeyjahöfn þegar dýpi verður ekki nægilegt til siglinga, þegar samningur fyr- irtækisins við Vegagerðina tekur gildi í byrjun nýs árs. Það eru dæluskipið Dísa, efnisflutninga- pramminn Pétur mikli og gröfu- pramminn Reynir. Einnig stóra sanddæluskipið Sóley. Þessi tæki verða aðallega notuð á vorin, þeg- ar hreinsa þarf til eftir vetrarveðr- in, samkvæmt upplýsingum Vega- gerðarinnar. Björgun átti langlægsta tilboð í dýpkun í og við Landeyjahöfn næstu þrjú árin í útboði Vegagerð- arinnar sem lauk í lok september. Eftir samanburð og mat á tilboð- um ákvað Vegagerðin að ganga til samninga við Björgun og hefur nú verið skrifað undir. Mat á tækjum og verði Við mat á tilboðum þurfti að taka tillit til verðs og tækjabún- aðar bjóðenda. Óskir komu úr Vestmannaeyjum að horft yrði til núverandi verktaka sem þykir hafa staðið sig vel. Samkvæmt upplýsingum Vega- gerðarinnar var tækjabúnaður belgíska fyrirtækisins Jan De Nul, sem nú annast dýpkun í Landeyja- höfn með skipinu Galilei 2000, metinn betri en Björgunar en það dugði ekki til að vega á móti þeim mikla mun sem er á verði. Vega- gerðin telur einnig að Björgun hafi sýnt að fyrirtækið geti dýpkað við erfiðari aðstæður. Þá sýni reynsl- an frá því Björgun var með verkið á sínum tíma að höfnin var opnuð á svipuðum tíma og hjá Belgunum. Miðað er við að um 300 þúsund rúmmetrum af sandi verði dælt á hverju ári. Það er minna en nú er gert. Morgunblaðið/Styrmir Kári Landeyjahöfn Sanddæluskipið Dísa, áður Skandia, hefur fimm ára reynslu af dælingu í og við Landeyjahöfn. Björgun notar allan flotann í Landeyjahöfn  Björgun með langlægsta tilboð  Belgarnir með betri tæki Leiguíbúðum á vegum sveitarfélaga fjölgaði um 13,6% í Reykjavík og 10% í Kraganum svonefnda á ára- bilinu 2012-2017 en fækkaði annars á landsbyggðinni nema á Norður- landi eystra, samkvæmt niður- stöðum könnunar Varasjóðs hús- næðismála á stöðu leiguíbúða sem sveitarfélögin reka. Svör bárust frá 44 sveitarfélögum af 74, en í sveitarfélögunum 44 búa tæp 90% landsmanna. Fram kemur í skýrslunni að mest hafi leiguíbúðum fækkað á þessu tímabili á Vest- fjörðum eða um 26,1%, á Norður- landi vestra um 12,5%, og 11,3% á Austurlandi. Umsækjendur á biðlistum sveitar- félaganna við árslok 2017 voru sam- tals 1.638 og er það svipuð tala og verið hefur undanfarin ár. Umsækj- endur eru flestir í fjölmennustu sveitarfélögunum, Reykjavík, Hafn- arfjarðarkaupstað, Kópavogsbæ, Akureyrarkaupstað og Reykja- nesbæ. Biðtími var lengstur hjá Sveitarfélaginu Ölfusi eða 48 mán- uðir, þá 38 mánuðir hjá Reykjavík- urborg, 36 mánuðir hjá Reykja- nesbæ og 29 mánuðir hjá Kópavogsbæ. Fram kemur í skýrslunni að vand- kvæði vegna auðra íbúða innan leiguíbúðakerfisins séu sem næst úr sögunni. Á síðastliðnum áratug höfðu um 150 íbúðir staðið auðar lengur en sex mánuði en engin íbúð við lok 2017. Aðeins fjórar íbúðir voru auðar 2-6 mánuði. Tíu sveitarfélög hafa uppi áform um að fjölga leiguíbúðum sínum um samtals 167 íbúðir. Mest munar um 124 íbúðir sem Reykjavíkurborg hyggst byggja eða festa kaup á. Fimm sveitarfélög hafa í hyggju að taka í notkun 189 íbúðir á árunum 2018 og 2019. Þar vegur þyngst hlut- ur Reykjavíkurborgar en reiknað er með að 26 íbúðir verði teknar í notk- un árið 2018 og 148 íbúðir árið 2019, samtals 174 íbúðir. Talsverð hækkun varð á leigu- verði milli áranna 2016 og 2017. Hæst er meðalleigan á höfuðborg- arsvæðinu og innan þess var hún hæst í Reykjavík, Seltjarnarnes- kaupstað og Garðabæ. Leiguíbúðum fjölgar á suð- vesturhorninu  Fjölgunin nam 13,6% í Reykjavík Morgunblaðið/Eggert Íbúðir Tíu sveitarfélög áforma að fjölga leiguíbúðum á næsta ári.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.