Morgunblaðið - 15.11.2018, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 15.11.2018, Blaðsíða 33
FRÉTTIR 33Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2018 Bókið skoðunarferð til Spánar eða viðtal í síma 699 3665 eða birna@euromarina.es www.euromarina.com/is Einkaviðtöl á Fasteignasölu Reykjavíkur FASTEIGNIR ALLT SEM ÞÚ ÞARFT AÐ VITA UM FASTEIGNAKAUP Á SPÁNI Kynningarfundur á Nauthóli í Nauthólsvík 17. og 18. nóvember Laugardag 17. nóvember kl.11-18 Sunnudag 18. nóvember kl.12-18 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Björgun mun nota öll sín stærri tæki til dýpkunar í Landeyjahöfn þegar dýpi verður ekki nægilegt til siglinga, þegar samningur fyr- irtækisins við Vegagerðina tekur gildi í byrjun nýs árs. Það eru dæluskipið Dísa, efnisflutninga- pramminn Pétur mikli og gröfu- pramminn Reynir. Einnig stóra sanddæluskipið Sóley. Þessi tæki verða aðallega notuð á vorin, þeg- ar hreinsa þarf til eftir vetrarveðr- in, samkvæmt upplýsingum Vega- gerðarinnar. Björgun átti langlægsta tilboð í dýpkun í og við Landeyjahöfn næstu þrjú árin í útboði Vegagerð- arinnar sem lauk í lok september. Eftir samanburð og mat á tilboð- um ákvað Vegagerðin að ganga til samninga við Björgun og hefur nú verið skrifað undir. Mat á tækjum og verði Við mat á tilboðum þurfti að taka tillit til verðs og tækjabún- aðar bjóðenda. Óskir komu úr Vestmannaeyjum að horft yrði til núverandi verktaka sem þykir hafa staðið sig vel. Samkvæmt upplýsingum Vega- gerðarinnar var tækjabúnaður belgíska fyrirtækisins Jan De Nul, sem nú annast dýpkun í Landeyja- höfn með skipinu Galilei 2000, metinn betri en Björgunar en það dugði ekki til að vega á móti þeim mikla mun sem er á verði. Vega- gerðin telur einnig að Björgun hafi sýnt að fyrirtækið geti dýpkað við erfiðari aðstæður. Þá sýni reynsl- an frá því Björgun var með verkið á sínum tíma að höfnin var opnuð á svipuðum tíma og hjá Belgunum. Miðað er við að um 300 þúsund rúmmetrum af sandi verði dælt á hverju ári. Það er minna en nú er gert. Morgunblaðið/Styrmir Kári Landeyjahöfn Sanddæluskipið Dísa, áður Skandia, hefur fimm ára reynslu af dælingu í og við Landeyjahöfn. Björgun notar allan flotann í Landeyjahöfn  Björgun með langlægsta tilboð  Belgarnir með betri tæki Leiguíbúðum á vegum sveitarfélaga fjölgaði um 13,6% í Reykjavík og 10% í Kraganum svonefnda á ára- bilinu 2012-2017 en fækkaði annars á landsbyggðinni nema á Norður- landi eystra, samkvæmt niður- stöðum könnunar Varasjóðs hús- næðismála á stöðu leiguíbúða sem sveitarfélögin reka. Svör bárust frá 44 sveitarfélögum af 74, en í sveitarfélögunum 44 búa tæp 90% landsmanna. Fram kemur í skýrslunni að mest hafi leiguíbúðum fækkað á þessu tímabili á Vest- fjörðum eða um 26,1%, á Norður- landi vestra um 12,5%, og 11,3% á Austurlandi. Umsækjendur á biðlistum sveitar- félaganna við árslok 2017 voru sam- tals 1.638 og er það svipuð tala og verið hefur undanfarin ár. Umsækj- endur eru flestir í fjölmennustu sveitarfélögunum, Reykjavík, Hafn- arfjarðarkaupstað, Kópavogsbæ, Akureyrarkaupstað og Reykja- nesbæ. Biðtími var lengstur hjá Sveitarfélaginu Ölfusi eða 48 mán- uðir, þá 38 mánuðir hjá Reykjavík- urborg, 36 mánuðir hjá Reykja- nesbæ og 29 mánuðir hjá Kópavogsbæ. Fram kemur í skýrslunni að vand- kvæði vegna auðra íbúða innan leiguíbúðakerfisins séu sem næst úr sögunni. Á síðastliðnum áratug höfðu um 150 íbúðir staðið auðar lengur en sex mánuði en engin íbúð við lok 2017. Aðeins fjórar íbúðir voru auðar 2-6 mánuði. Tíu sveitarfélög hafa uppi áform um að fjölga leiguíbúðum sínum um samtals 167 íbúðir. Mest munar um 124 íbúðir sem Reykjavíkurborg hyggst byggja eða festa kaup á. Fimm sveitarfélög hafa í hyggju að taka í notkun 189 íbúðir á árunum 2018 og 2019. Þar vegur þyngst hlut- ur Reykjavíkurborgar en reiknað er með að 26 íbúðir verði teknar í notk- un árið 2018 og 148 íbúðir árið 2019, samtals 174 íbúðir. Talsverð hækkun varð á leigu- verði milli áranna 2016 og 2017. Hæst er meðalleigan á höfuðborg- arsvæðinu og innan þess var hún hæst í Reykjavík, Seltjarnarnes- kaupstað og Garðabæ. Leiguíbúðum fjölgar á suð- vesturhorninu  Fjölgunin nam 13,6% í Reykjavík Morgunblaðið/Eggert Íbúðir Tíu sveitarfélög áforma að fjölga leiguíbúðum á næsta ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.