Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2018, Blaðsíða 2
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.11. 2018
Ritstjórn
Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is
Börn hitta gjarnan naglann á höfuðið. Alþjóðlegur dagur barna var 20.nóvember síðastliðinn. Á þeim degi var sérstaklega minnt á mikilvægiþess að raddir barna heyrist. Að þau fái að segja sitt og hafa skoðun en
sé ekki eilíflega sagt fyrir verkum. Líklega ættum við blaðamenn að taka þetta
til okkar og gera meira af því að birta viðtöl við börn, ekki bara til að láta þau
segja eitthvað krúttlegt heldur raunverulega fá fram þeirra sýn á veröldina.
Herdís Egilsdóttir kennari, sem starfað hefur með börnum alla sína starfs-
ævi, var spurð um það í viðtali í þessu blaði fyrir jólin í hitteðfyrra hvað það
væri við börn sem gæfi henni svona
mikið. Svarið sem hún gaf var þetta:
„Það er það að þau eru það eina í
heiminum sem er fullkomið þegar
þau koma í heiminn. Þau eru miklu
klárari en við gerum okkur grein fyr-
ir og sjá strax hver við í raun erum.
Ég er sjálf feimin við börn í vöggu
sem eru farin að mynda augn-
samband við mann, þá næstum því
roðna ég. Mér finnst ég þá svo einföld
og berskjölduð. Þessi vitsmunavera
sem er ekkert farin að segja, hún
skynjar svo mikið.“
Börn vita meira en fullorðna fólkið áttar sig gjarnan á. Þau skynja margt
þótt þau komi því ekki alltaf í orð. Þetta er gott að hafa í huga þegar jólin nálg-
ast. Aðventan getur verið tími fyrir fjölskylduna, tími símalausra stunda yfir
spilum, föndri og piparkökuáti. En hún getur líka verið tími streitu og eltinga-
leiks við ímyndaðar þarfir. Við veljum hvora stemninguna við færum inn á
heimilið. Og börnin skynja hvernig við erum stemmd. Ef áhyggjurnar og jóla-
stressið taka yfir þá líður þeim illa.
Í blaðinu í dag fjöllum við um börn og ræðum við börn. Margt er hægt að
læra af börnum og því hvernig þau sjá hlutina. Í forsíðuviðtali við Val Frey Ein-
arsson er minnst á þá góðu hugmynd að skrifa lista yfir allt sem er gott, bæði í
heiminum og í eigin fari. Valur Freyr vitnar í sálfræðing sem hefur þann hátt á
að láta skjólstæðinga sína gera lista um sig sjálfa og telja upp tíu hluti sem þeir
eru góðir í, tíu jákvæð atriði í eigin fari. Fullorðnir ná varla upp í fimm en börn-
in kvarta undan því að mega ekki telja upp fleiri en tíu. Þau eru ekki með svip-
una á bakinu á sér eins og við heldur gallhörð og sannfærð um eigin ágæti. Svo
er það okkar fullorðna fólksins að styðja þau í að glata ekki þessari sýn á sjálf
sig sem er svo heilbrigð.
Morgunblaðið/Hari
Blessuð börnin vita
hvað þau syngja
Pistill
Eyrún
Magnúsdóttir
eyrun@mbl.is
’Þau eru miklu klárarien við gerum okkurgrein fyrir og sjá straxhver við í raun erum.
Smári Hilmarsson Hoffritz
Selvfølgelig taler jeg dansk, man.
Min morfar var ju dansk.
SPURNING
DAGSINS
Talarðu
dönsku?
Finnur Orri Thorlacius
Já, ég tala dönsku, eða það minnir
mig síðast er ég prófaði. Fólki á
mínum aldri var gert að gera það.
María Þórsdóttir
Nei, ég hef ekki talað dönsku síðan í
skóla.
Vigfús Karlsson
Ég tala sáralitla dönsku. Miklu
minni en ég ætti að gera.
Ritstjóri Davíð Oddsson
Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
JÓHANN KRISTINSSON
SITUR FYRIR SVÖRUM
Ótrúlega
nálægt
sálinni
Forsíðumyndina tók
Eggert Jóhannesson
Jóhann Kristinsson barítónsöngvari tekur þátt í flutningi Dómkórsins á
Jólaóratoríu eftir J.S. Bach í Hallgrímskirkju í dag, laugardag, kl. 17. Aðrir
einsöngvarar verða Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Hanna Dóra Sturlu-
dóttir alt og Benedikt Kristjánsson tenór. Konsertmeistari er Una Svein-
bjarnardóttir og stjórnandi Kári Þormar dómorganisti.
Hvernig leggst flutningurinn í þig?
„Mjög vel. Hljómsveitin spilar æðislega vel, Kári er frábær
stjórnandi og hinir einsöngvararnir mjög góðir. Kórinn er líka
frábær þannig að þetta á eftir að verða mjög skemmtilegt. Ég á
von á góðum tónleikum.“
Er Jólaóratorían í uppáhaldi hjá þér?
„Já, heldur betur. Og ekki síður Bach sjálfur. Hann er eitt af mín-
um uppáhaldstónskáldum og ég fæ ekki oft tækifæri til að syngja
hann; ég er oftar að syngja óperur. Þetta er fyrsta Jólaóratorían
mín, þannig að ég er mjög spenntur. Ég hlusta alltaf á þetta verk
þegar líður að jólum og það er rosalega gaman að fá loksins að
vera með.“
Hvað gerir Bach svona magnaðan?
„Maður heyrir alltaf eitthvað nýtt þegar maður hlustar á hann.
Bach er ótrúlega persónulegur og algjör frumkvöðull í tónlist,
bæði hvað varðar kontrapunkt og pólýfóníu. Hann kemst alveg
ótrúlega nálægt sálinni og það getur verið mjög hrífandi þegar
Bach er fluttur vel.“
Ætlarðu að stoppa lengi á landinu?
„Nei. Ég kom á miðvikudaginn og þarf að fara aftur út á sunnu-
daginn vegna þess að það er tónlistaræfing hjá mér í Hamborg á
mánudaginn. Þannig að þetta er stutt stopp að þessu sinni og ég næ
ekki að hitta marga. En fæ yndislegt veður.“
Hvaða verkefni eru framundan?
„Ég er núna milli sýninga á Manon Lescaut eftir Puccini og svo stefn-
ir í frumsýningu á Rakaranum í Sevilla í Hamborg en það er sýning
sem ég söng á síðasta leikári líka.“
Kanntu vel við líf óperusöngvarans?
„Já, mjög vel. Auðvitað getur þetta líf verið stressandi en þegar vel
gengur er það alveg þess virði. Svo er þetta ögrandi vegna þess að
maður getur alltaf bætt sig. Verður aldrei fullkominn.“
Hvað hefur komið þér mest á óvart?
„Það er meiri útlitsdýrkun í óperuheiminum en ég bjóst við. Sum-
staðar er söngurinn hreinlega númer tvö. Þannig var það ekki í
gamla daga. Samfélagsmiðlar skipta líka meira máli en ég átti von á
og það er töluvert af narsissískum söngvurum á sveimi í þessum
bransa. Annars vissi ég að þetta væri harður heimur og að langmestu
leyti hefur þetta ferðalag verið skemmtilegt.“