Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2018, Blaðsíða 21
25.11. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21
Áhöfnin stóð í stórræðum og felldi m.a. ellefu hvítabirni.
og höfðu veiðimennirnir ekki undan. Á þessu
eru ævintýralegar lýsingar í bókinni. á end-
anum náðu þeir þó að fanga sjö kálfa og koma
þeim til skips. Skildu eftir sig blóðrauða jörð.
Allt útlit var fyrir að Gotta þyrfti að hafa
vetursetu á Grænlandi í boði risastórs ísjaka
sem blokkaði leiðina út á hafið. Einn morgun-
inn brotnaði jakinn hins vegar óvænt undan
eigin þunga þegar fjaraði út og gliðnaði milli
brotanna. Þegar bilið milli þeirra hafi gleikkað
nægilega sigldi Gotta í gegnum glufuna með
jökulstálið himinhátt til beggja handa og von
bráðar var hún komin í gegn. Við blasti spegil-
fagurt og íslaust haf.
Siglingin heim varð þó ekki tíðindalaus enda
hreppti Gotta stórsjó um tíma. Þá kom í ljós að
dekkið hafði spennst upp og gliðnað í klemm-
unni í ísnum og sjórinn hripaði alls staðar nið-
ur. Sá kafli heimferðarinnar var blautur en
haft á orði að landkrabbarnir tveir, Vigfús og
Ársæll, hefðu það best enda nær meðvitundar-
lausir af völdum sjóveiki.
Charcot þurfti ekki að leita
Þegar ísing tók við leist mönnum ekki um tíma
á blikuna en allt fór þó vel að lokum og 26.
ágúst 1929 sigldi Gotta inn í Reykjavíkurhöfn.
Og ástvinir voru innilega faðmaðir.
Daginn eftir stóð í Morgunblaðinu: „Gotta
kom í gærmorgun öllum að óvörum. Franski
landkönnuðurinn Charcot, sem hér er nú með
skip sitt, „Pourquoi Pas“, hefir látið mikið yfir
því, hve mikill ís sé við Austur-Grænland nú og
sigling þar erfið. Hann ætlaði að sigla þar upp
að ströndinni, en varð frá að hverfa. Hann lét
svo ummælt í fyrradag: Ætli ég verði ekki
fenginn til að leita að Gottu að ári.“
Sauðnautskálfunum varð ekki meint af volk-
inu og vel gekk að hlúa að þeim á heimleiðinni
og munu þeir hafa étið allt sem að þeim var rétt.
Eftir á að hyggja segir Halldór það mikla
mildi að allir leiðangursmenn skyldu komast
heilir heim; slíkar hafi hremmingarnar og kunn-
áttuleysið verið. Heim hafi þeir þó klárlega snú-
ið reynslunni ríkari. Fjárhagslega sluppu menn
fyrir horn, Alþingi stóð við greiðsluna.
Eftir komuna til landsins voru sauðnautin
fjóra daga til sýnis á Austurvelli. Eftir það
voru þau í rúma viku við Reynisvatn en voru
flutt þaðan að Gunnarsholti á Rangárvöllum
sem ríkið hafði þá nýlega keypt. Þar voru þau
sett á nýrækt og gott gras enda átti að gera vel
við þau. Fljótlega kom þó í ljós að kálfunum
leið ekki vel og leituðu þeir út fyrir nýgræðing-
inn enda vanir öðru og lakara fæði. Voru þeir
reknir jafnharðan til baka.
Sultur og sullaveiki
Í Gunnarsholti fóru dýrin fljótlega að týna töl-
unni og féllu eitt af öðru strax um haustið.
Leiðangursmenn gengu á fund Tryggva Þór-
hallssonar forsætisráðherra í þeirri von að fá
dýrin flutt á annan stað sem væri líkari heim-
kynnum þeirra en töluðu fyrir daufum eyrum.
Prófessor Níels Dungal fékk innyfli eins
dýrsins á sitt borð og skoðaði þau. Hann fann
enga fæðu í maga dýrsins og taldi það hafa
drepist úr sulti. Aðeins eitt dýranna var krufið
af dýralækni og reyndist það hafa drepist úr
sullaveiki. Að lokum stóð aðeins ein kvíga uppi
og fékk hún nafnið Sigga.
Ekki dugði ein kvíga til ræktunar og árið
eftir voru sjö kálfar keyptir af norskum veiði-
mönnum til að veita Siggu félagsskap. Þrátt
fyrir ágæta byrjun náðu þau dýr sér ekki á
strik til lengri tíma og menn gáfust upp á því
að rækta sauðnaut á Íslandi og hið metn-
aðarfulla félag Eiríkur rauði h/f var lagt nið-
ur.
„Þessar tilraunir voru endasleppar og aldrei
fékkst úr því skorið hvort sauðnaut gætu þrif-
ist hér á landi,“ segir Halldór. „Ráðist var í
þetta verkefni af miklu þekkingarleysi og því
fór sem fór. Upp kemur sú spurning hvort ekki
hefði átt að sleppa sauðnautunum lausum upp
til fjalla, þar hefðu þau mögulega lifað af. Á
móti kemur að sauðnaut eru mannýg og
kannski ekkert spennandi að hafa slíkar
skepnur reikandi í óbyggðum. Ef til vill var
þessi niðurstaða því bara fyrir bestu.“
Heldur sig við heimildirnar
Það tók tíma að vinna að bókinni en því meiri
upplýsinga sem Halldór aflaði þeim mun sann-
færðari var hann um að gefa yrði þessa sögu út
á bók. „Ég þurfti að safna heimildum hingað og
þangað og held mig við heimildirnar, sleppi öll-
um sögusögnum sem ekki eru staðfestar. Þetta
var stórmerkilegt ferðalag og athyglisverð til-
raun til sauðnautaræktar á Íslandi; þess vegna
er mikilvægt að þessu sé til haga haldið á ein-
um stað. Ég hef nú þegar fengið góð viðbrögð
frá fólki sem ég get tekið mark á, þannig að
þetta var sannarlega ómaksins virði.“
Spurður hvort fleiri bækur séu í farvatninu
svarar Halldór játandi. „Ég er byrjaður á
næstu bók og hún fjallar um strand breska
seglskipsins Jamestown við Hafnir á Reykja-
nesi árið 1881. Skipið var fullt af timbri þegar
stýrið bilaði úti á ballarhafi og þar sem það var
svo stórt, 110 til 120 metrar, var ekkert hægt
að gera nema að bjarga áhöfninni. Skipið rak
svo bara stjórnlaust hingað. Þetta var að von-
um mikill hvalreki fyrir Íslendinga og timbrið
var notað til að reisa fjölmörg hús hér á landi
sem sum hver standa enn. Þetta er stór-
merkileg saga og ég botna ekkert í því að hún
sé ekki þegar komin út á bók. Sjálfur veit ég
ekki hvað ég kemst upp með að verða gamall
en vonandi næ ég að gefa þessa bók út á næsta
eða þarnæsta ári.“
Morgunblaðið/Hari
Sauðnaut eru okkur Íslendingum framandi skepnur. Fjölmenni kom saman á Austurvelli til að skoða sauðnautin.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Halldóri Svavarssyni þótti mikilvægt að
Grænlandsför Gottu yrði haldið til haga með
áherslu á staðreyndir en ekki sögusagnir.
Gotta komst í hann
krappann við Grænland
enda hafði áhöfnin enga
reynslu af siglingum í ís.
„Senditækin eru í ólagi, en móttakarinn
ágætur. Erum staddir í nánd við land norð-
an við Franz Josefs fjörð og komumst von-
andi inn. Hittum hjer norskt skip. Höfum
lagt að velli 9 bjarndýr og nokkra seli. Vel-
líðan. Kveðjur.“
Svohljóðandi loftskeyti birtist í Morgun-
blaðinu þriðjudaginn 6. ágúst 1929, rúmum
mánuði eftir að Gotta lagði af stað frá
Reykjavík. Skeytið var stílað á Þorstein
Jónsson, framkvæmdastjóra Eiríks rauða
h/f.
Ennfremur segir í frétt blaðsins: „Eins og
sjá má á skeyti þessu, hafa þeir skipverjar á
„Gotta“ ekki getað náð sambandi við um-
heiminn vegna ólags á senditækjunum. En
norska skipið [Heimaland 1], sem þeir
hittu, mun hafa komið þessu skeyti áleiðis
fyrir þá til Jan Mayen, því að þaðan barst
það í gær til loftskeytastöðvarinnar hjerna
og hafði þá verið 4 daga á leiðinni, dagsett
um borð í Gotta hinn 1. ágúst.“
Athygli vekur að yfir fréttinni stendur
skýrum stöfum: Eftirprentun bönnuð. Þeg-
ar Vísi er flett kemur í ljós hvers vegna. Þar
segir: „Grænlandsfarið Gotta sendi einka-
skeyti hingað í gær, og keypti Morgunblaðið
einkaleyfi til þess að birta það. Skipsverjum
leið vel og munu nú um það bil að lenda í
Grænlandi.“
Halldóri Svavarssyni er ekki kunnugt um
með hvaða hætti frá þessu fyrirkomulagi var
gengið en segir augljóst að Eiríkur rauði h/f
hafi þurft að afla tekna vegna verkefnisins.
Hann veit heldur ekki hvort algengt hafi verið
að dagblöð hafi keypt einkaleyfi á fréttaflutn-
ingi á þessum tíma. „Líkast til er þetta einka-
leyfi löngu fallið úr gildi en mér finnst samt við
hæfi í ljósi sögunnar að fyrsta viðtalið við mig
vegna bókarinnar birtist í Morgunblaðinu.“
Morgunblaðið keypti
einkaleyfi á fréttaflutningi