Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2018, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2018, Blaðsíða 23
Gott fyrir hugann Ninna segir að þessi handavinna hafi haft já- kvæð áhrif á hana sjálfa. „Ég held að stór þáttur í því að ég hætti ekki sé að þetta hefur svo róandi áhrif á hug- ann. Maður var kannski búinn að fara í gegn- um daginn með lítil börn, í skóla, og allt á fullu spani þannig að á kvöldin þegar allir voru sofnaðir var gott að fara að hnýta og tæma hugann. Ég lendi svo oft á tímalausum stað þegar ég er að hnýta, þetta er eins og hugleiðsla. Virkar vel fyrir minn virka huga.“ Myndir/Íris Dögg Einarsdóttir Blómahengi hafa verið vinsæl. Hugmyndaflugið er eina takmörkunin fyrir því hvað hægt er að gera með macramé eftir að búið er að læra grunnhnútana. Þessi væri flottur við gallabuxur og silki- skyrtu fyrir afslapp- að kvöld úti á lífinu. Zara 8.995 kr. Truflaðar rifflur Úr línu Alexu Chung, sem er þekkt fyrir ást sína á átt- unda áratugnum. Net-a-porter.com 120.000 kr. Rifflað flauel er komið í tísku eftir langan tíma úti í kuldanum. Þetta uppáhald áttunda áratugarins hæfir brúnum tónum og jarðar- litum vel en kemur líka á óvart í bleikum og bláum litum. Því gróf- ara sem efnið er, því betra. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Úr línunni Victoria, Victoria Beckham. Það fást buxur í stíl. Net-a-porter.com 94.000 kr. Það er flott að vera í rúllukragabol innan- undir þessum. Mango.com 6.000 kr. Það er hægt að fá jakka í stíl. Zara 6.995 kr. Það hæfir mínípilsi að vera úr flaueli. Passar vel við þykkar sokkabuxur. Zara 3.495 kr. Glæsilegur kvöldfatnaður úr grófriffluðu flaueli. Úr haust- og vetrarlínu Roland Mouret fyrir 2018-2019. Úr haust- og vetrarlínu Roland Mouret fyrir 2018-2019. Það kem- ur vel út að hafa kápuna ekki með tölum heldur aðeins bundna. Upphaf macramé má rekja til þeirrar iðnar að nýta umfram þræði og garn í vefnaði til að hnýta ýmis kögur og mynstur. „Hnýtingaraðferðin er talin eiga rætur sínar að rekja allt aftur til arabískra vefara á 14. öld þótt sumir vilji meina að heimildir séu um hana í Kína á 4. öld. Aðferðin átti svo eftir að ferðast víða á 18. og 19. öld og eru siglingar taldar ástæða þess. Evrópskir sjómenn sigldu oft langar leiðir og til að stytta sér stundir hnýttu þeir hnúta. Sumir bjuggu til töskur og annað handverk úr hnútunum og seldu til að drýgja tekjurnar eða gáfu sínum heittelskuðu. Þeir köll- uðu aðferðina „square knotting“ eftir þeim hnút (flötum hnút) sem þeir notuðu mest í vörur sínar. Enn í dag er sá hnútur sá algeng- asti sem notaður er í macramé,“ stendur í bókinni en sjómenn héldu uppteknum hætti og hnýttu allt fram á 20. öld. „Til að mynda hnýttu breskir og bandarískir sjómenn hengistóla og belti að ógleymdum netunum ut- an um glerkúlur sem hafa prýtt ófá íslensk heimili. Það var í sömu mund og vinsældir macramé náðu hæstu hæðum, á 8. áratugnum. Þá voru öll heimili full af hnýttum blómahengjum og allt frá ung- skáldum að ömmum þeirra hnýttu myndaramma, hengirúm, gardínur, vegghengi og jafnvel sundfatnað. Þegar 9. áratugurinn gekk í garð fengu litríku lykkjurnar að víkja fyrir speglum og neoni og raunar má segja að hnútarnir hafi verið bannfærðir af tískulögg- unni,“ segir ennfremur í bókinni. Upphaf macramé 25.11. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.