Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2018, Blaðsíða 18
Tveir drengir velta
tilverunni fyrir sér
við Reykjavíkurtjörn.
Sjálfstæðir
einstaklingar
Lengi vel áttu börn aðeins að hlýða. Álit barna fékk smám saman meira vægi.
1910
Hlýðni og virðing fyrir yfirboðurum á
heimilum og í skólum er eitt af því allra
nauðsynlegasta ef uppeldi og stjórn á að
verða að gagni.
(Skólablaðið, 2.tbl.)
1951
Það virðast vera komnar gjörsamlega
nýjar uppeldisaðferðir í skóla landsins, þar
sem það eru börnin, sem eiga að ráða en
ekki kennararnir. Og skólastjórarnir virðast
ekki hafa manndóm sumir hverjir, eða skiln-
ing á því, að láta halda þótt ekki væru nema
fáeinar kurteisisreglur. Í einum barnaskóla
bæjarins er t.d. ekki borin meiri virðing fyr-
ir skólastjóranum en svo, að sumir kennarar
láta nemendur standa á fætur, ef hann kem-
ur inn í kennslustofu, en aðrir ekki.
(Morgunblaðið, 15. tbl.)
1979
Sumir geðlæknar og sálfræðingar
halda því fram að möglunarlaus, skil-
yrðislaus undirgefni og hlýðni sé bein-
línis hættuleg. Menn eru vanir að
hlýða án hugsunar, fylgja „foringjan-
um“ í undirgefni án spurninga, og fara
eftir því, sem „leiðtoginn“ segir, án
nokkurra efasemda. […] Við gleðjumst
yfir sjálfstæðri hugsun, frelsi og frjáls-
mannleika hjá mönnum, einnig á meðal
barna og unglinga. Það kann að koma
sér vel fyrir mig, að börnin mín hlýði
mér sífellt skilyrðislaust og án nokk-
urra efasemda. Það sparar mér út-
skýringar, það sparar mér tíma og
fyrirhöfn og þannig mætti lengi telja.
En kemur það sér vel fyrir börnin mín
í framtíðinni?
(Morgunblaðið, 51. tbl.)
Leikur barna og leikföng þótti ekki stórt atriði í gegnum aldirnar þar sem börnin urðu vinnu-
afl ung að árum. Að auki var aðstaða fyrir leiki þeirra slök langt fram eftir síðustu öld. Alla
síðustu öld var bent á hvað mikið vantaði upp á að leikir barna fengju rými.
1937
Á mörgum heimilum er enginn griða-
staður fyrir börnin — ekkert skot, þar
sem þau geta verið í næði með dót sitt.
Kringum húsin er oft engir garðar og þar
sem garðar eru kringum hús, virðast þeir
eiga að þjóna sama tilgangi og postulíns-
hundurinn í stássstofunni. Ef sandhrúgu
er hvolft af bíl á götuna, þar sem verið er
að byggja hús, þyrpast börnin þangað,
rétt eins og verið væri að útdeila ókeypis
sælgæti.
(Alþýðublaðið, 154. tbl.)
1976
Við teljum að frumorsök þess hvern-
ig búið er að börnum hér á landi varð-
andi leikvelli, sé sú, að almenningur i
þjóðfélaginu liti ekki á börnin sem ein-
staklinga. Það er ekki reiknað með að
barnið hafi réttindi og þarfir sem ber
að virða. Leikvellir þeir, sem börnum
eru ætlaðir hér, bera þess glöggt vitni,
að þjóðfélagið er sniðið eftir þörfum
fullorðinna, en ekki barna.
(Margrét Sigurðardóttir fóstra,
Alþýðublaðið, 250. tbl.)
Lengi var barist fyrir því að börn
fengju viðeigandi leikaðstöðu, úti
og inni. Leikvöllur árið 1976.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Réttindin að leika
BÖRN
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.11. 2018
Ásgeir Skarphéðinn Andrason er tíuára fótboltastrákur úr Árbænum.Hann hefur talsvert álit á fullorðnu
fólki almennt, finnst flestir koma vel fram og
segist hafa það fínt.
Það skemmtilegasta sem hann veit er að
spila fótbolta og vera með vinum sínum og
fjölskyldunni.
„Mér finnst eiginlega allt vera gott hjá mér
en ég veit ekkert hvernig líf annarra er,
nema úr einhverjum bíómyndum. En ég veit
að sum börn eiga bágt og verða fyrir ofbeldi.
Það á að hjálpa þeim. Ég myndi vilja laga
það, stoppa einelti og að allir verði vinir.“
Heldurðu að börn viti stundum meira
en fullorðnir halda að þau viti?
„Já, mér finnst það, börn vita oft meira en
fullorðnir halda að við vitum. Til dæmis um
lög og eitthvað sem er gert í skólanum.
Ég held að fullorðnir séu gáfaðri en börn
en ég held að börn viti meira um tölvuleiki og
fótbolta og svoleiðis.“
Pælirðu eitthvað í þessu fullorðna fólki
sem stjórnar landinu, stjórnmálamönn-
um?
„Ég er ekkert mikið að pæla í því. Pæli
bara svona í mínu lífi og því sem ég geri.“
En heldurðu að stjórnmálamenn geti
gert eitthvað til að gera líf barna betra?
„Kannski já. Það þarf allavega ekkert að
gera líf mitt eitthvað betra. En það á að
hjálpa börnum sem er verið að berja og koma
illa fram við eða eitthvað svoleiðis. En það
þarf ekkert að hjálpa mér allavega. Það er
bara allt gott hjá mér.“
Hvort heldurðu að það sé betra að vera
barn árið 2018 eða í gamla daga, þegar
amma og afi voru börn?
„Ég held að það hafi verið svona heilbrigð-
ara að vera barn þá, þegar þau voru krakkar.
Þá var engin tölva til og ekki eins mikið
nammi sem er hægt að kaupa.
En ég myndi samt segja að núna væri
skemmtilegra að lifa. Ég myndi ekki vilja
skipta.“
Hvað finnst þér að fullorðnir og börn
ættu að gera saman?
„Ég held að það séu allir að gera eitthvað
með krökkunum sínum, það fara nú allir ein-
hvern tímann í sund saman allavega. Mér
finnst að það eigi allar fjölskyldur að gera eitt-
hvað saman.“
Heldurðu að fullorðnir geri nóg af því að
gera eitthvað með krökkunum sínum?
„Já já, en ég held að krakkar vilji frekar
leika við vini sína í vikunni, en um helgar gerir
maður meira eitthvað með fjölskyldunni.“
Ertu spenntur fyrir jólunum?
„Já, en það er erfitt með þessar gjafir. Ef
mann langar í eitthvað dýrt þá veit maður að
maður fær það aldrei. Mér finnst foreldrar
soldið oft of mikið á móti dýru.“
Er eitthvað sem þér finnst að megi
breyta í þjóðfélaginu?
„Það mætti auðvitað breyta fullt af hlutum,
en mér finnst samt allt frekar gott í dag.“
Er eitthvað sem þú hefur áhyggjur af í
heiminum eða myndir vilja breyta?
„Já, ég myndi vilja að krakkar og unglingar
hætti að eyðileggja líf sitt með einhverju
veseni. Svona til dæmis þegar unglingar taka
eiturlyf.
Ég hef áhyggjur af því að einhverjir geri
þannig, mér finnst það ekki flott. Mér finnst
það mjög ógeðslegt.“
Ertu með einhverjar hugmyndir um
hvernig mætti leysa þetta mál?
„Mér finnst að það ætti að finna alla gaura
sem eru að selja svona eiturlyf og setja þá í
fangelsi. Taka bara allt af þeim og henda því
svo allir hætti að taka eiturlyf, bara í öllum
heiminum.“
Ef þú værir forsætisráðherra og fengir að
ráða hvaða lög væru sett, hvað myndirðu
gera?
„Þá myndi ég taka út öll eiturlyf og öll vond
lyf. Nema bara ég myndi hafa öll lyf í apótek-
um sem geta læknað fólk.“
Finnst þér fullorðið fólk almennt hlusta
nógu mikið á börn?
„Stundum já, en stundum ekki. Stundum
finnst þeim maður segja eitthvað ómerkilegt
og nenna ekki að hlusta. Sumt hlusta þau á ef
þeim finnst það merkilegt en svo stundum eru
þau bara „já, flott“ og fatta ekki alveg hvað
krakkarnir eru að segja.
Svo mættu fullorðnir vera minna á Face-
book og meira að hlusta á börnin sín.“
Ásgeir Skarphéðinn
Andrason 10 ára.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Foreldrar of mikið á
móti dýrum gjöfum