Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2018, Blaðsíða 4
INNLENT
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.11. 2018
Vægi verkgreina sláandi lágt
Við viljum ráðast að rótumvandans, enda sýna grein-ingar að við þurfum að vinna
með þetta á grunnstigum mennta-
kerfisins. Þegar við skoðum stöðu
þessara greina í grunnskólanum
koma sláandi staðreyndir í ljós,“ seg-
ir Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, sviðs-
stjóri reksturs Mennta- og mann-
auðsmála hjá Samtökum iðnaðarins,
og á þar við kennslu í list- og verk-
greinum í grunnskólum landsins.
Í viðmiðunarstundaskrám er hlut-
fallið sem grunnskólum ber að verja
til kennslu í téðum greinum ein af
hverjum fimm mínútum í yngstu
bekkjunum og fer niður í eina af
hverjum þrettán mínútum í elstu
bekkjunum. Að áliti Ingibjargar
Aspar er þetta sláandi lágt hlutfall.
„Ekki nóg með það, þegar rýnt er í
stundaskrár grunnskóla kemur í ljós
að skólarnir eru í fáum tilvikum að
fylgja þessum stundaskrám. Við
sjáum að á miðstigi, sem er 5. til 7.
bekkur, uppfylla 80% skóla í Reykja-
vík ekki þessi viðmið. Það er mjög al-
varlegt,“ segir hún.
Ingibjörg Ösp segir þetta koma
sér illa þegar fyrir liggur að skortur
á fólki með iðnmenntun á vinnu-
markaði sé mikill, þannig að það
hamli jafnvel þróun á starfsemi fyr-
irtækja.
Svigrúm innan kvótans
Spurð hvað veldur segir Ingibjörg
Ösp enga vísindalega könnun liggja
til grundvallar en margt bendi þó til
þess að skortur á starfsfólki með
nauðsynlega færni og þekkingu ráði
mestu og í einhverjum tilvikum að-
stöðuskortur. „Það er líka ákveðið
vandamál að innan kvótans hafa
skólarnir töluvert svigrúm. Það þýð-
ir að hafi skóli hæfan kennara í textíl-
mennt í sínum röðum getur hann
gengið langt í að fylla kvótann með
því að láta nemendurna hekla. Þann-
ig er þetta auðvitað
ekki hugsað; við
teljum eðlilegt að
vinna þetta á
breiddina. List- og
verkgreinar eru
svo ótrúlega marg-
ar og fjölbreyttar.“
Ingibjörg Ösp
segir mikilvægt að
bæta aðgengi fólks sem hefur sér-
menntun á sviði list- eða iðngreina að
kennslu. „Eins og staðan er í dag
tekur það eitt til tvö ár að öðlast
kennsluréttindi, fyrir litla sem enga
launahækkun. Það er vitaskuld ekki
hvetjandi og alls ekki ásættanlegt.
Fyrir vikið er mikilvægt að stytta og
einfalda réttindaferlið og breyta
regluverkinu með hliðsjón af því,“
segir Ingibjörg Ösp og bætir við að
vandinn sé ekki bara bundinn við
grunnskólann; þetta eigi líka við á
leikskóla- og framhaldsskólastiginu.
Þekkt eru dæmi um að sumir
kennarar eigi auðveldara með að
vekja áhuga nemenda á einstökum
greinum en aðrir. Þetta á alveg eins
við um list- og verkgreinar, að dómi
Ingibjargar Aspar. „Það eru yfirleitt
bestu kennararnir sem hafa hugsjón-
ina, brenna fyrir starfið og ná hópn-
um með sér. Við heyrum þær sögur
en því miður ekki nógu oft,“ segir
hún.
Burt með barlóminn!
Sjálf situr Ingibjörg Ösp í vinnuhópi
á vegum menntamálaráðuneytisins
um það hvernig auka megi nýliðun í
kennaranáminu og kveðst á þeim
vettvangi hafa bent á, að það felist
tækifæri í að kennarar tali með öðr-
um hætti um starf sitt en þeir hafi
gert fram að þessu. „Það er erfitt að
vinna með verkefnið þegar þróunin
hefur því miður orðið sú að kennara-
stéttin tjáir sig með neikvæðum
hætti um starfið í fjölmiðlum; þetta
er eilífðar barlómur; þar sem talað er
um kjaramálin, mikið álag og þar
fram eftir götunum en of sjaldan
heyrum við jákvæðar sögur. Þetta
virðist loða við kennarastéttina. Í því
sambandi er ekki skrýtið að ungt fólk
sæki ekki í kennaranám. Þessi nálg-
un hjálpar ekki og þessu mega kenn-
arar til með að breyta.“
Miðlun upplýsinga vegur þungt og
Ingibjörg Ösp bendir á, að þegar
nemendur eru spurðir að loknum
grunnskóla hversu margar leiðir séu
í boði varðandi verkmenntun geti
Frá Barnaþingi í Laugarnesskóla á
dögunum. Ein af hverjum 5 mín-
útum í yngstu bekkjum á að fara í
kennslu í list- og verkgreinum.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Samtökum iðnaðarins þykir vægi list- og verkgreina í grunnskólum landsins sláandi lágt og vilja ráðast að rótum vandans. Sam-
tökunum þykir margt benda til þess að skortur á hæfu starfsfólki ráði mestu þar um og í einhverjum tilvikum aðstöðuskortur.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Þorgerður Laufey Diðriks-
dóttir, formaður Félags grunn-
skólakennara, segir stöðu list-
og verkgreina í grunnskólum
alls ekki nógu góða og félagið
hafi, eins og fleiri, áhyggjur af
henni.
„Íslenskir grunnskólar eru
sérstakir á þann hátt að gert er
ráð fyrir því að þessar greinar
séu skyldugreinar, líkt og sund
og íþróttir, sem við höfum fram
yfir þær þjóðir sem við viljum
bera okkur saman við. Þetta
fyrirkomulag byggist á hefðum
sem við höfum viljað halda í en
bakslag kom í það með nýrri
aðalnámskrá, þegar þessar
greinar voru allar settar undir
sama hatt. Núna útskrifast
nemendur sumsé með eina ein-
kunn í listgreinum og eina ein-
kunn í verkgreinum sem þýðir
að lítið er gert úr þessum grein-
um, svo sem list- og verk-
greinakennarar hafa bent á,“
segir Þorgerður og bætir við að
námsmat hljóti alltaf að vera
hluti af kennslunni og fag-
mennskunni í skólum.
Spurð hvort ekki þurfi að
snúa þessu við svarar Þorgerð-
ur: „Þessi ákvörðun var ekki
góð, ég held að allir sjái það
núna og Menntamálastofnun
mun væntanlega liðka fyrir
þessu fyrr en síðar.“
Þorgerður
staðfestir að
mannekla sé
hluti af vand-
anum. „Kenn-
urum sem tek-
ið hafa þessar
greinar sem
viðbót fer fækk-
andi, til dæmis
hefur mjög lítið verið útskrifað
af tónmenntakennurum undan-
farið. Álagið í starfinu veldur því
líka að margir kennarar, sem
hafa menntað sig með list- og
verkgreinar sem sérsvið, sækja
síðar meir í kennslu í öðrum
greinum innan grunnskólans.
Þetta þýðir að endurnýjun er
ekki nægilega góð og það bitnar
að sjálfsögðu á greinunum; tím-
um fækkar í samræmi við þann
mannauð sem hver skóli hefur
yfir að ráða og nemendur fá
ekki heildstæða kennslu gegn-
um alla sína grunnskólagöngu.“
Þorgerði þykir þetta bagalegt
enda séu íslenskir grunnskólar
alla jafna mjög stoltir af list- og
verkgreinum og flaggi þeim á
hátíðum eins og Skrekk, auk
þess sem listaverk nemenda
hangi víða upp um alla veggi í
skólum landsins. „Í umgjörðinni
er þessum greinum gert hátt
undir höfði en það er samt hægt
að gera svo miklu betur.“
Vill halda í hefðirnar
Þorgerður Laufey
Diðriksdóttir
Ingibjörg Ösp
Stefánsdóttir
þeir almennt nefnt fjórar til sex leið-
ir. Staðreyndin er á hinn bóginn sú
að 100 leiðir eru í boði, þar af sextíu
sem tengjast starfsmenntun.
„Þarna komum við að náms- og
starfsráðgjöf í grunnskólum sem er
afar mikilvæg. Námsráðgjafar eru
býsna einsleitur hópur, með akadem-
ískan bakgrunn. Þeirra störf virðast
alla jafna vera frekar vandamála-
drifin. Áherslan er á að greina frávik
og vinna ýmiskonar erfiðleika á borð
við kvíða og þess háttar. Vissulega
mjög mikilvægt en því miður er það
svo að starfsráðgjöfin líður fyrir það.
Henni er ekki sinnt eins og þarf að
sinna henni og börnin ekki upplýst
um alla kosti sem eru í stöðunni. Það
er ekki nóg að sinna bara þeim sem
eru í bráðum vanda. Þarna teljum við
að séu tækifæri í því að gera fleirum
kleift að sinna starfsráðgjöf.“
Velja skóla en ekki nám
Að sögn Ingibjargar Aspar kom
fram í könnun sem Samtök iðnaðar-
ins gerðu nýverið meðal nemenda í
efstu bekkjum grunnskóla að margir
þeirra geta hugsað sér að vinna í
skapandi umhverfi og í höndunum í
framtíðinni, frekar en að vinna á
skrifstofu fyrir framan tölvu. Síðan
var spurt í hvaða framhaldsskóla
nemendurnir vildu helst fara og þá
nefndu sömu nemendur MR og
Verzló. Þegar spurt var hvers vegna
kom í ljós að val vina og félagslífið
réðu miklu. „Þannig að börnin eru að
velja skóla en ekki nám. Það leiðir
hugann að róttækustu tillögunni í
nýju menntastefnunni okkar sem
snýr að því að seinka þessum brot-
punkti, það er að segja þegar kemur
að því að velja milli bóknáms og
starfsnáms. Eru krakkar almennt til-
búnir að gera það fimmtán ára?
Hvaða forsendur hafa þeir til að taka
þessa risastóru ákvörðun á þeim
aldri?“