Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2018, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2018, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.11. 2018 MATUR 1 heill kjúklingur 4 sítrónur 3 heilir hvítlaukshausar 1 lúka ferskt rósmarín 1 lúka ferskt timían 1 lúka fersk steinselja nokkur lárviðarlauf (má nota fleiri kryddjurtir) lárviðarlauf kjúklingakrydd að eigin vali, til dæmis frá Potta- göldrum salt og pipar Skerið sítrónurnar í þykkar sneiðar og hvítlaukshausana í tvennt án þess að pilla sundur hvítlauks- rifin og ekki afhýða hvít- laukinn. Leggið 2 hvít- laukshausa og 3 sítrónur í Þerrið kjúklinginn með eldhúspappír og kryddið vel. Leggið kjúklinginn ofan á hvítlauks-, sítrónu- og kryddbeðinn. Setjið þá af- ganginn af sítrónunum og hvítlauknum inn í kjúkling- inn. Raðið því sem eftir er af kryddjurtunum ofan á kjúklinginn og fallegt er að setja örfáar þunnar sítrónusneiðar ofan á. Setjið kjúklinginn inn í ofn og eldið í um 4 klukkustundir við 120°C eða þar til hann er eldaður í gegn. Gott er að nota kjöt- mæli en kjúklingurinn er eldaður við 70°C kjarn- hita. Hægeldaður sítrónu- og hvítlaukskjúklingur botninn á góðum potti sem er búið að dreypa ör- lítilli olíu yfir og gott er að hægelda í, svo sem steypu- járnspotti. Setjið helming- inn af kryddjurtunum í botninn. Getty Images/iStockphoto Sitthvað með sítrónu Hversu óbærilega súr sem okkur kann að finnst sítróna þá passar hún svo furðuvel með alls kyns mat, í eftirrétti og drykki. Og það er varla til það hráefni sem hún passar ekki við og má gera tilraunir með að setja hana í kvöldverðinn eða eftirréttina sem áður voru sítrónulausir. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Kjúklingarétturinn þekkti Piccata er yfirleitt ekki með kjúklingabollum eða rjóma en þessi er ekki síðri en klassíski rétturinn. BOLLURNAR 500 kjúklingakjöt, til dæmis úrbeinuð læri 1 egg ¾ bolli brauðmylsna 3 hvítlauksrif, fínt söxuð 5 msk. bolli fersk flöt steinselja, fínt skorin ½ bolli parmesan-ostur, rifinn salt og pipar eftir smekk SÓSAN 1 msk. ólífuolía 3 msk. smjör 1-2 tsk. hlynsíróp (má sleppa) 1 msk. hveiti 240 ml kjúklingasoð 240 ml rjómi 60-80 ml safi úr sítrónu ¼ bolli capers salt og pipar eftir smekk urnar yfir á bökunarplötu, klædda bökunarpappír og eldið afganginn af bollunum og setjið þær svo einnig á plötuna. Þerrið pönnuna aðeins með eldhúspappír, lækkið hitann og bræðið smjör á henni, setjið þá hveitið á og blandið saman í smjörbollu. Setjið þá sí- trónusafa saman við, kjúk- lingasoð og rjóma, gott er að fara varlega í að blanda sítrónusafanum saman við, byrja á 60 ml og bæta við ef ef þarf. Hitið upp að suðu og setjið þá kjötbollurnar út í. Eldið í 8-10 mínútur eða þar til þær eru eldaðar í gegn. Smakkið til með salti og pipar og setjið að lokum steinseljuna og capers sam- an við. Bollurnar passa til dæmis vel með kartöflum, hrísgrjónum, pasta og góðu salati. Setjið kjúklingakjötið í til dæmis matvinnsluvél og lát- ið vélina ganga þar sem kjötið er hakkað, einnig má nota stút á mörgum mat- vinnsluvélum til að þræða kjötið í gegn og fá hakk en matvinnsluvélin dugar vel með beittum hníf. Setjið svo allt sem á að fara í kjöt- bollurnar í skál og blandið vel saman, best er að nota hendurnar. Ef blandan er of blaut má bæta við smávegis af brauðmylsnu. Rúllið upp í bollur, gott er að miða magnið sem fer í hverja bollu við eina kúpta msk. Takið fram pönnu, helst viðloðunarfría, og hitið olíu við miðlungshita. Setjið helminginn af bollunum á pönnuna og eldið í nokkrar mínútur, eða þar til boll- urnar eru brúnaðar á öllum hliðum án þess að vera eld- aðar í gegn. Færið boll- Rjómakennd útgáfa af Piccata

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.