Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2018, Blaðsíða 6
ERLENT
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.11. 2018
Bosnía-Hersegóvína er á
Balkanskaga og var áður
hluti af Júgóslavíu. Sam-
kvæmt manntali frá 2013 eru
Bosníumúslimar 51% íbú-
anna, Bosníuserbar 31% og
Bosníukróatar 15%. Íbúar
landsins eru 3,8 milljónir.
Í stríðinu sem lauk 1995
féll þjóðarframleiðsla um
60% og hefur efnahagslífið
aldrei náð sér á strik.
Mikið atvinnu-
leysi er í landinu,
39%, og er sér-
staklega mikið
meðal ungs
fólks þar
sem það
mælist
um 60%.
Þrír menn tóku við embætti for-seta í Bosníu-Hersegóvínu áþriðjudag. Á komandi kjör-
tímabili munu þeir skiptast á að veita
forustu átta mánuði í senn. Milorad
Dodik verður fyrstur til að leiða land-
ið, sem logar í deilum og flokkadrátt-
um. Hann er fulltrúi serbneska hlut-
ans. Hinir eru Sefik Dzaferovic,
forseti bosnískra múslima eða Bosn-
íaka, og Zeljko Komsic, fulltrúi Kró-
ata.
Fyrirkomulag þetta er arfleifð
friðarsamkomulagsins, sem batt
enda á stríðið í Bosníu á síðasta ára-
tug 20. aldar og kennt er við borgina
Dayton í Bandaríkjunum. Þar var
völdunum skipt á milli bosnískra
múslima, Serba og Króata. Enn
markar gjáin á milli þessara þriggja
hópa stjórnmál í landinu.
Dodik er hliðhollur Rússum og
reglulegur gestur Vladimírs Pútíns,
forseta Rússlands. Hann er harður
þjóðernissinni og sagði í samtali við
fréttaveituna AFP fyrir tveimur ár-
um að hann „gæti ekki þóst styðja
hina misheppnuðu hugmynd sem
kallast Bosnía-Hersegóvína“. Bætti
hann við að Bosnía væri „staður sem
enginn vill nema nokkrir ídealistar í
Sarajevo“.
Dodik hefur leitt serbneska hluta
landsins í rúman áratug og reglulega
hótað að halda þjóðaratkvæði um að-
skilnað. Í fyrra settu Bandaríkja-
menn hann á svartan lista fyrir að
grafa undan Dayton-samkomulaginu.
Það var annar tónn í Dodik þegar
hann hóf afskipti af stjórnmálum
skömmu fyrir aldamót. Þá naut hann
stuðnings Vesturlanda og var einn af
fáum stjórnmálamönnum á þeim
tíma sem „ekki [voru] með óhreinar
hendur af stríði og glæpum“ eins og
stjórnmálaskýrandinn Tanja Topic
orðaði það við AFP. Árið 1998 sagði
Madeleine Albright, þáverandi utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna, að
Dodik fylgdi „ferskur andblær“.
Á þeim tíma hvatti Dodik til þess
að Radovan Karaczic og Ratko Mla-
dic, sem stýrðu þjóðernishreinsunum
í stríðinu, yrðu sóttir til saka í Haag
fyrir stríðsglæpi.
Eftir að hann beið ósigur í kosn-
ingum árið 2000 fór tónninn að breyt-
ast og nú kallar hann Mladic serb-
neska hetju. Nýr tónn skilaði honum
pólitískum árangri, en stuðnings-
menn hans í vestri sneru baki við
honum.
Eftir forsetakosningarnar í októ-
ber er kominn meiri sáttatónn í Do-
dik, hann muni vinna í þágu allra og
óski skilvirks samstarfs. Um leið seg-
ir hann þó að stefna sín sé ekki að
breytast, aðeins vinnustaðurinn og
daginn áður en hann tók embætti
ítrekaði hann kröfur sínar um að af-
nema ákveðin ákvæði Dayton-
samkomulagsins. Þar á meðal er
embætti sérlegs erindreka Samein-
uðu þjóðanna, sem á að fylgjast með
að farið sé eftir samkomulaginu.
Dzaferovic, forseta bosnískra
múslima, er einnig lýst sem þjóðern-
issinna. Komsic, forseti Króata, sker
sig úr. Hann er sósíaldemókrati og
hefur hvatt íbúa landsins til að hefja
sig yfir ágreininginn milli Serba,
Króata og múslima. Fyrir vikið ligg-
ur hann undir ámæli harðlínumanna í
króatíska hluta landsins fyrir að
svíkja þjóð sína og hóta andstæð-
ingar hans að nota vald sitt á þinginu
til að lama störf þess. Þá eru Króatar
reiðir og fullyrða að framkvæmd
kosninganna hafi verið gölluð. Músl-
imar hafi greitt Komsic, sínum full-
trúa, atkvæði og greitt götu hans í
forsetastólinn.
Með Dayton-samkomulaginu
komst friður á í Bosníu, en gagnrýn-
endur þess segja að það hafi fest
klofninginn í sessi og staðið í vegi fyr-
ir skilvirkum stjórnarháttum. Í land-
inu er tvöfalt stjórnkerfi, eitt fyrir
Serba og annað fyrir Króata og bosn-
íska múslima.
Að mörgu leyti er hægt að tala um
þrískiptingu. Það á til dæmis við um
skólakerfið. Serbar, Króatar og
bosnískir múslimar ganga hverjir
í sína skóla. Í Bosníu kemur
iðulega fyrir að skóladeginum
er skipt í tvennt, annar
hópurinn, til dæmis
Krótar, mætir fyrir hádegi, hinn hóp-
urinn, þá múslimar, eftir hádegi. Í
námsefninu hyglir hver sínum upp-
runa og börnin umgangast ekki jafn-
aldra sína úr öðrum hópum í skól-
anum.
Borgin Mostar lýsir vandanum vel.
Milli 1992 og 1994 lá víglínan í stríð-
inu í gegnum hana og var hart barist.
Nú eru þar tvö slökkvilið, annað í
múslimska hlutanum, hitt í þeim kró-
atíska. Slökkviliðsmennirnir í mús-
limska hlutanum eru múslimar og að-
eins kallaðir til þegar eldur brýst út í
þeirra borgarhluta. Hinum megin
eru slökkviliðsmennirnir katólskir
Króatar og þeirra verkefni eru aðeins
í króatíska hlutanum. Gildir einu
hvort slökkviliðið er nær vettvangi,
borgarhlutinn ræður hverjir eru kall-
aðir til.
Vesturlönd veita Bosníu litla at-
hygli um þessar mundir. Inn í tóma-
rúmið koma Rússar, sem veita Serb-
um stuðning, og Tyrkir standa við
bakið á múslimum í Bosníu. Það verð-
ur ekki til að auka eininguna í þessu
sundraða landi.
Sundrung og
ósamlyndi
í Bosníu
Í Bosníu eru kosnir þrír forsetar og fer valdið á
milli þeirra eins og kefli. Eftir kosningarnar í
október verður Serbinn Milorad Dodik fyrstur. Í
hans huga er Bosnía „misheppnuð hugmynd“.
Karl Blöndal kbl@mbl.is
Kjósandi í Sarajevo
greiðir atkvæði.
Bosnía í
basli
AFP
Hinir þríeinu forsetar Bosníu Hersegóvínu, Bosníukróatinn Zeljko Komsic, Bosníuserbinn Milorad Dodik og Bosn-
íumúsliminn Sefik Dzaferovic við embættistökuna í Sarajevo á þriðjudag. Næstu átta mánuði fer Dodik með völdin.
BRETLAND
LONDON Theresa May, forsætisráðherra Bretlands,
kynnti drög að samningi um útgöngu Breta úr Evrópu-
sambandinu. Viðkvæm mál eru þó ófrágengin. May
kynnti samkomulagið fyrir stjórn sinni á símafundi
og sagði í ávarpi fyrir þinginu að þetta væri „besti
mögulegi samningurinn“. Hún mætti mikilli mótstöðu
á þinginu og óvíst að samkomulagið hljóti samþykki
þar. Þá hefur Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar,
hótað að beita neitunarvaldi verði ekki komið til móts við Spánverja vegna Gíbraltar.
BANDARÍKIN
LOS ANGELES Yfi rvöld í
Kaliforníu sögðu að tekist hefði
að mestu að ná stjórn á eldun-
um, sem hafa geisað í norður-
hluta ríkisins að undanförnu.
Talið er að 84 menn hafi látist
og 563 manna er saknað. 13.600
heimili hafa eyðilagst eftir að
eldarnir kviknuðu 8. nóvember.
Fyrsta mælanlega úrkoman
í marga mánuði auðveldaði
slökkvistarf.
INDLAND
ANDAMAN-EYJAR Indversk yfi rvöld telja
óvíst að þau muni geta sótt jarðneskar leifar
bandarísks trúboða, sem var myrtur á eynni
Nort-Sentinel á Bengalfl óa fyrir rúmri viku. Á
eynni býr einangraður ættbálkur hirðingja og
veiðimanna. Ekki er vitað hvað hann er fjöl-
mennur en talan 150 hefur verið nefnd. Hann
nýtur verndar og er bannað að fara þangað. John
Allen Chau fór engu að síður og mætti honum
örvahríð. Þeir sem ferjuðu hann til eyjarinnar
hafa verið handteknir, en eyjarskeggjar verða ekki sóttir til saka. Á myndinni
sést íbúi eyjarinnar munda boga í átt að þyrlu indversku landhelgisgæslunnar.
JAPAN
TÓKÍÓ Talið er að Carlos
Ghosn, fyrrverandi forstjóri
Nissan, hafi vantalið tekjur sínar
um 71 milljón dollara. Ghosn
var handtekinn á mánudag fyrir
víðtæk skattsvik. Fall hans þykir
mikið. Hann sneri við rekstri
japanska bílafyrirtækins Nissan
og myndaði bandalag við franska
bílaframleiðandann Renault og
keppinautinn Mitsubishi.