Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2018, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2018, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.11. 2018 HEILSA Saffrox | Bætiefni sem hefur mikil áhrif á geðslag án aukaverkana eins og þyngdaraukningar og kyndeyfðar Útsölustaðir: Flest apótek. Saffrox er 100% náttúrulegt og klínískar rannsóknir sýna að það hefur góð áhrif á andlega líðan og léttir lund. Andleg vellíðan á náttúrulegan hátt n Vinnur gegn geðsveiflum og depurð n Jákvæð áhrif á kynlífslöngun n Vinnur gegn andlegri streitu n Stuðlar að betri svefngæðum Síðustu 11 vikur hafa gengið vonum fram-ar. Mörg kíló farin, bakið betra og styrk-urinn að aukast. En árangurinn hefur náðst með ástundun í ræktinni og því að rýna betur en áður í það hvað maður lætur ofan í sig. Og auðvitað hefur það gengið upp og ofan að halda sig frá freistingunum. Ég held áfram að borða hamborgara og drekka Coke Zero, en magnið hefur minnkað og ég reyni að velja holl- ari kostinn fram yfir þann sykraða eða feita. En nú nálgast tími sem að mörgu leyti er meira tengdur mat og kræsingum en flestu öðru. Jól- in nálgast og upptakturinn að þeim stendur í fjórar til fimm vikur. Í dag, þegar þessi texti berst lesendum Morgunblaðsins stefna starfs- menn Árvakurs til jólahlaðborðs og líkt og hin síðari ár er þar boðið upp á miklar og glæsi- legar veitingar. Flestir Íslendingar eiga raunar erindi á eitt eða fleiri slík hlaðborð. En auk þeirra eru jólaboðin mörg og af ýmsum toga. Því eru þessar vikur, og þær rúmu þrjár vikur sem jólahátíðin sem slík varir, hlaðnar dagskrá þar sem mjög auðvelt er að bæta á sig þús- undum hitaeininga umfram það sem líkaminn þarfnast. Mér er því vandi á höndum. Ég þarf að halda aftur af mér yfir þetta tímabil en það hef ég aldrei áður gert. Með einu eða öðru móti þarf ég því að brjótast úr viðjum vanans, hefða sem eru mér í raun mjög kærar. En hvað er til ráðs að taka, eigi það að heppnast? Því hef ég velt fyrir mér síðustu daga og viðmiðin eru orðin allnokkur. Verkfæri til að varast orkuskotin Á jólahlaðborðum er yfirleitt úr gríðarlegu magni allskyns kræsinga að velja. Og þar er hægt að taka hollari kostinn ef tveir eða fleiri eru í boði. Í dag stendur mér t.d. til boða að fá lambalæri eða grísa purusteik í aðalrétt. Aug- ljóst er að fyrri kosturinn er hollari en sá síðari. Meðlæti er sykurbrúnaðar kartöflur, bakað grænmeti, sætar kartöflur og rauðvínssósa eða villisveppasósa. Sætu kartöflurnar ættu að fá stærra pláss á diskinum en hinar og rjómalag- aða sósan er vísast ekki eins holl og sú rauð- vínsblandaða. Valið í eftirréttunum er erfiðara enda uppistöðuefni í þeim öllum sykur af ein- hverju tagi. En þar gildir hið fornkveðna að allt er best í hófi. Rautt er í lit jólanna Og svo eru það drykkjarföngin. Ef maður fetar ekki í sömu spor og hinir staðföstu Góð- templarar, þá getur skipt máli að velja rétt. Jólabjórinn er sannarlega freistandi og aldrei hafa fleiri tegundir af honum verið í boði hér á landi. En hann er ekki hollur og sá sem hellir í sig verulegu magni af bjór, hvort sem hann er jóla eða ekki, hægir mjög á þeirri leið sem tryggir þyngdartap og aukið þol. Þess vegna getur rauðvínsglas – og enn í hófi – verið skyn- samlegri kostur, jafnvel þótt hefðirnar kveði á um að maður smakki jólabjórinn í einhverju magni. Svo er það þetta sem aldrei má gleyma. Þeg- ar maður freistast í bjórinn eða léttvínið er góð þumalputtaregla að sporðrenna góðum slurk af vatni meðfram guðaveigunum góðu. Það gerir líkamanum gott, bæði meðan á gleðinni stend- ur en ekki síður að morgni eftir glaum og gam- an. Óhefðbundnari leiðir En svo eru einnig til óhefðbundnari leiðir sem sjálfsagt er að notast við, ekki síst ef boðin verða mörg og freistingarnar of miklar. Þannig má maður alveg hafa í huga að það dregur úr hættunni á því að maður belgi sig út af óholl- ustu ef maður mætir til leiks með sæmilega fullan maga. Þannig getur maður haft við hönd- ina í bílnum fernu af Hámarki eða Hleðslu. Það eru drykkir sem eru fullir af próteini og geta gefið ágæta magafylli. Svo er líka hægt að skella í sig dós af góðu og sykurskertu skyri á meðan maður kemur sér í gallann fyrir gleðina. Þetta eru að minnsta kosti leiðir sem ég ætla að notast við til þess að takast á við óhófstím- ann framundan. Og svo ætla ég að nýta mér nýju róðrarvélina óspart. Helst að komast á hana fyrir hvert einasta boð – það kann að verða talsverð áskorun í erli dagsins. Freistingar á fagnaðarstund Jólahátíðin gengur senn í garð. Fyrsti sunnudagur í aðventu hinn 2. desember næstkomandi. Af undarlegum ástæðum hef- ur ákveðinn – en léttvægur – kvíði sótt að mér í aðdraganda hátíðarhaldanna. Það er þó aðeins tengt yfirstandandi átaki. Góða veislu gjöra skal og mikilvægt er að njóta hátíðarstunda með mat og drykk. En þar er hófið lykilatriði eins og víðast annars staðar. Nú kemur í ljós hvort maður stenst freistingarnar mörgu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Síminn er þarfasti þjónninn í dag – eða einhverjir kunna að minnsta kosti að halda það. Samkvæmt nýlegri rannsókn sem Myfitnesspal bendir á og unnin var af Comscore verja Bandaríkjamenn nærri 3 klukku- stundum á dag í símanum. Ljóst er að það dregur heldur úr hreyfingu en hitt. Og maður finnur það reyndar fljótt að ef maður tekur símann með sér á æfingu og er í sífellu að láta hann trufla sig, Facebook eða frétta- miðlana, þá verður manni ekki aðeins minna úr verki, maður missir einbeitingu sem mikil- vægt er að halda, hvort sem maður er að lyfta eða að ná upp hagstæðum púlsi til að brenna hitaeiningum. Af þessum sökum er margt sem bendir til þess að betra sé að skilja símann eftir í skápnum þegar haldið er af stað í ræktina. En á flestöllum vangaveltum af þessu tagi eru tvær og jafnvel fleiri hliðar. Síminn getur auðvit- að einnig þjónað sem tæki til að auka einbeitingu og árangur. Það á við um þau tilfelli þar sem síminn er nýttur til að spila hvetjandi tónlist eða halda utan um þær æfingar sem verið er að taka á hverjum tíma. Og þá hef- ur það líka reynst mér gott að spila hlaðvarpsþætti um heilsu- rækt þegar ég er í ræktinni. Það er hvetjandi. Kannski er lausnin sú að horfa á símanotkunina með sama hætti í rækinni og þegar maður er í flugi (þ.e. vélum sem ekki bjóða upp á þráðlaust net). Kannski er best að skella honum bara á flugstillingu. Þá hringir hann ekki og samfélagsmiðlarnir leggjast tímabundið í dvala. Það getur varla nokkur tapað á því í klukkustund eða svo. SÍMINN GETUR UNNIÐ GEGN MANNI Þarfasti þjónninn? Maður má ekki láta símann draga úr einbeitingunni á æfingum. Getty Images/iStockphoto Pistill Stefán Einar Stefánsson ses@mbl.is ÞYNGD SKREFAFJÖLDI MATARÆÐI ÆFINGAR 92,9 kg 84,4 kg 84,4 kg Upphaf: Vika 10: Vika 11: 50.521 42.381 14.679 15.239 2 klst. 4 klst. HITAEININGAR Prótein 21,3% Kolvetni 42,6% Fita 36,1%

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.